Carragher sem lék yfir 500 leiki með Liverpool setti á Twitter-síðu sína að hann væri sestur í sitt sæti á leikvanginum og við hlið hans væri Heimir.
Fyrrum Liverpool-maðurinn kallaði Heimi þó aðstoðarþjálfara Íslands, en rétt er að hann er annar landsliðsþjálfara Ísland.
Carragher virðist hafa spurt Heimi hvort hann hefði áhuga á því að taka við enska landsliðinu, en Heimir á að hafa neitað því.
Þess má til gamans geta að Heimir er mikill Liverpool-maður, en fylgst verður með úrslitaleik Portúgals og Frakklands hér.
Just got to my seat for the #Euro2016Final and I'm sat next to the Iceland assistant coach. He doesn't want the England job
— Jamie Carragher (@Carra23) July 10, 2016