Pepe, besti leikmaður úrslitaleik Frakklands og Portúgals, segir að leikmenn portúgalska liðsins hafi verið staðráðnir í að vinna úrslitaleikinn fyrir meiddan Ronaldo.
„Þetta var erfitt, mjög ákafur leikur. Við börðumst mikið og við urðum að leggja mikið á okkur og vera auðmjúkir. Það er eina leiðin til að vinna,“ sagði Pepe, besti leikmaður mótsins.
„Við vorum verðugir fulltrúar Portúgal, fallegt land af innflytjendum og við vorum fulltrúar allra þeirra."
Ronaldo fór af velli á 25. mínútu og segir Pepe að þeir hafi viljað vinna þetta fyrir hann.
„Það var erfitt að missa okkar besta mann, mann sem getur skorað á hverri stundu. Hann gat gert gæfumuninn, en við vorum stríðsmenn á vellinum,“ sagði Pepe og bætti við:
„Við sögðum að við vildum vinna þetta fyrir hann og okkur tókst það.“
