Vonast eftir þjóðarsátt um nýja búvörusamninga Una Sighvatsdóttir skrifar 11. júlí 2016 19:30 Jón Gunnarsson segir að enn sé verið að ákveða hvernig útfæra megi búvörusamninga þannig að sátt náist um málið. Alþingi kemur saman 15. ágúst og eru búvörusamningar ríkisins við bændur eitt þeirra stóru mála sem Framsóknarflokkurinn vill klára fyrir kosningar í haust. Samningarnir hafa hinsvegar verið mjög umdeildir frá fyrstu stundu og í dag greindi Fréttablaðið frá því að ekki sé þingmeirihluti fyrir að samþykkja þá í núverandi mynd. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar segir að þar sé unnið að breytingum sem lagðar verði til áður en frumvarpið fer fyrir þingið, með von um að sátt náist. Meðal annars vilji nefndin að ákvæðið um endurskoðun samninganna árið 2019 verði rýmra en lagt var upp með.Virkara breytingarákvæði eftir fjögur ár „Við gerum okkur þannig vonir um að hægt sé að segja að samningurinn sé í raun til 4 ára jafnvel þótt við séum að samþykkja 10 ára ramma utan um þennan málaflokk. Við viljum, og munum örugglega, setja það inn í lögin að það verði víðtækari aðkoma hagsmunaaðila að þessu máli á þessum tíma fram til 2019.“ Þar er m.a. átt við fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins, sem gagnrýna skort á samráði við gerð samninganna. Jón segir að leiða þurfi saman hagsmuni neytenda og bænda. „Ég vona að okkur takist að koma þessu þannig fyrir og á þessum aðlögunartíma verði vinnan þannig að við getum talað um einhvers konar þjóðarsátt á þessum vettvangi."Samkeppnislagabrot sýni fáránleika samninganna Félag atvinnurekenda hefur frá upphafi bent á að nýju samningarnir tryggi til framtíðar algjöra einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar á markaði. Óhugsandi sé að sætta sig við það, í ljósi 480 milljóna króna sekt sem lögð var á MS fyrir helgi vegna alvarlegra samkeppnislagabrota. „Þessi ákvörðun samkeppniseftirlitsins og þeir málavextir sem er lýst í þeirri ákvörðun gera það miklu skýrara en áður að þessi samningar eiga alls ekki aðfara í gegn,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félagsins. „Í búvörusamningunum eru líka ákvæði um að hækka tolla á innfluttum mjólkurafurðum, þegar það hefur aldrei verið skýrara að það þurfi að lækka þá til þess að MS fái líka erlenda samkeppni."Alvarlegar ásakair samkeppniseftirlitsins Ólafur telur ekki nóg að breyta því frumvarpi sem nú þegar liggur fyrir, heldur þurfi einfaldlega að semja upp á nýtt og Alþingi sé í lófa lagið að leggja það verkefni fyrir landbúnaðarráðherra. Jón segir að atvinnuveganefnd mun skoða þann þátt samninganna sem snýr að einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar. „Þetta eru alvarlegar ásakanir sem koma fram frá samkeppnissstofnun um búvörusamningana og undanþáguna frá Samkeppnislögum. Ég tel fulla ástæðu til að skoða þetta og við munum gera það í atvinnuveganefnd þegar við komum saman að loknu sumarleyfi." Kosningar 2016 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Alþingi kemur saman 15. ágúst og eru búvörusamningar ríkisins við bændur eitt þeirra stóru mála sem Framsóknarflokkurinn vill klára fyrir kosningar í haust. Samningarnir hafa hinsvegar verið mjög umdeildir frá fyrstu stundu og í dag greindi Fréttablaðið frá því að ekki sé þingmeirihluti fyrir að samþykkja þá í núverandi mynd. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar segir að þar sé unnið að breytingum sem lagðar verði til áður en frumvarpið fer fyrir þingið, með von um að sátt náist. Meðal annars vilji nefndin að ákvæðið um endurskoðun samninganna árið 2019 verði rýmra en lagt var upp með.Virkara breytingarákvæði eftir fjögur ár „Við gerum okkur þannig vonir um að hægt sé að segja að samningurinn sé í raun til 4 ára jafnvel þótt við séum að samþykkja 10 ára ramma utan um þennan málaflokk. Við viljum, og munum örugglega, setja það inn í lögin að það verði víðtækari aðkoma hagsmunaaðila að þessu máli á þessum tíma fram til 2019.“ Þar er m.a. átt við fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins, sem gagnrýna skort á samráði við gerð samninganna. Jón segir að leiða þurfi saman hagsmuni neytenda og bænda. „Ég vona að okkur takist að koma þessu þannig fyrir og á þessum aðlögunartíma verði vinnan þannig að við getum talað um einhvers konar þjóðarsátt á þessum vettvangi."Samkeppnislagabrot sýni fáránleika samninganna Félag atvinnurekenda hefur frá upphafi bent á að nýju samningarnir tryggi til framtíðar algjöra einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar á markaði. Óhugsandi sé að sætta sig við það, í ljósi 480 milljóna króna sekt sem lögð var á MS fyrir helgi vegna alvarlegra samkeppnislagabrota. „Þessi ákvörðun samkeppniseftirlitsins og þeir málavextir sem er lýst í þeirri ákvörðun gera það miklu skýrara en áður að þessi samningar eiga alls ekki aðfara í gegn,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félagsins. „Í búvörusamningunum eru líka ákvæði um að hækka tolla á innfluttum mjólkurafurðum, þegar það hefur aldrei verið skýrara að það þurfi að lækka þá til þess að MS fái líka erlenda samkeppni."Alvarlegar ásakair samkeppniseftirlitsins Ólafur telur ekki nóg að breyta því frumvarpi sem nú þegar liggur fyrir, heldur þurfi einfaldlega að semja upp á nýtt og Alþingi sé í lófa lagið að leggja það verkefni fyrir landbúnaðarráðherra. Jón segir að atvinnuveganefnd mun skoða þann þátt samninganna sem snýr að einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar. „Þetta eru alvarlegar ásakanir sem koma fram frá samkeppnissstofnun um búvörusamningana og undanþáguna frá Samkeppnislögum. Ég tel fulla ástæðu til að skoða þetta og við munum gera það í atvinnuveganefnd þegar við komum saman að loknu sumarleyfi."
Kosningar 2016 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira