Payet verður aldrei seldur á minna en 50 milljónir punda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2016 13:00 Dimitri Payet fagnar markinu sínu á móti Íslandi. Vísir/Getty Dimitri Payet var góður með West Ham í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og átti síðan frábæra Evrópukeppni með franska landsliðinu. Það er því ekkert skrýtið að stórlið Evrópu sýni þessum mikla spyrnumanni mikinn áhuga. West Ham vill hinsvegar halda sínum lykilmanni og ætlar ekki að láta hann fara nema fyrir risaupphæð. David Gold, stjórnarformaður West Ham, fór ekki leynt með þetta í útvarpsviðtali á BBC Radio 5 live í gærkvöldi. Hann var þá gestur hjá Kelly Cates í þættinum Monday Night Club og þá barst talið að sjálfsögðu af Dimitri Payet. „Við verðum að halda okkar bestu leikmönnum og viljum ekkert fá tilboð í þá," sagði David Gold í þættinum. Gold viðurkenndi þó að West Ham myndi skoða tilboð í franska landsliðsmanninn en aðeins ef þau væri upp á 50 milljón punda eða meira. 50 milljónir punda eru átta milljarðar íslenskra króna. Dimitri Payet var með 9 mörk og 12 stoðsendingar í 30 leikjum á sínu fyrsta tímaibli í ensku úrvalsdeildinni og West Ham vann aðeins 1 af 8 leikjum án hans. Payet fylgdi þessu eftir með því að skora 3 mörk og gefa 2 stoðsendingar á EM og þar á meðal skoraði hann sigurmarkið á móti Rúmeníu í fyrsta leik og eitt af fimm mörkum liðsins á móti Íslandi í átta liða úrslitunum. Dimitri Payet er hinsvegar orðinn 29 ára gamall og það ætti vissulega að hafa áhrif á kaupverðið þó að hann ætti nú að eiga mörg góð ár eftir enn. Dimitri Payet er með samning við West Ham til júní 2021 eða í fimm tímabil í viðbót. Hann verður því leikmaður West Ham svo framarlega sem ekkert lið er tilbúið að borga allan þennan pening fyrir hann.Dimitri Payet skorar hér á móti Íslandi.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Ragnar Sigurðsson í liði Evrópumótsins hjá Guardian Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins, er í úrvalsliði hins virta enska miðils Guardian. 11. júlí 2016 12:42 Birkir Már vill frekar að Payet skjóti með vinstri en þá getur þetta gerst | Myndband Dimitri Payet er búinn að vera einn besti leikmaður franska liðsins á EM en Ísland mætir gestgjöfunum á sunnudaginn. 1. júlí 2016 12:00 Ferguson og Moyes völdu engan Íslending í lið mótsins hjá UEFA Enginn íslenskur leikmaður komst í úrvalslið Evrópumótsins hjá UEFA en liðið var birt á heimasíðu evrópska knattspyrnusambandsins í dag. 11. júlí 2016 13:36 Payet: Besti leikur okkar á EM Dimitri Payet var magnaður í franska liðinu í kvöld og átti stóran þátt í sigri Frakklands á Íslandi. 3. júlí 2016 21:15 Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Patrice Evra hefur beðið franska liðið um að vakna til lífsins. Það sé gríðarlega mikilvægur leikur við Ísland fram undan. 30. júní 2016 14:55 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
Dimitri Payet var góður með West Ham í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og átti síðan frábæra Evrópukeppni með franska landsliðinu. Það er því ekkert skrýtið að stórlið Evrópu sýni þessum mikla spyrnumanni mikinn áhuga. West Ham vill hinsvegar halda sínum lykilmanni og ætlar ekki að láta hann fara nema fyrir risaupphæð. David Gold, stjórnarformaður West Ham, fór ekki leynt með þetta í útvarpsviðtali á BBC Radio 5 live í gærkvöldi. Hann var þá gestur hjá Kelly Cates í þættinum Monday Night Club og þá barst talið að sjálfsögðu af Dimitri Payet. „Við verðum að halda okkar bestu leikmönnum og viljum ekkert fá tilboð í þá," sagði David Gold í þættinum. Gold viðurkenndi þó að West Ham myndi skoða tilboð í franska landsliðsmanninn en aðeins ef þau væri upp á 50 milljón punda eða meira. 50 milljónir punda eru átta milljarðar íslenskra króna. Dimitri Payet var með 9 mörk og 12 stoðsendingar í 30 leikjum á sínu fyrsta tímaibli í ensku úrvalsdeildinni og West Ham vann aðeins 1 af 8 leikjum án hans. Payet fylgdi þessu eftir með því að skora 3 mörk og gefa 2 stoðsendingar á EM og þar á meðal skoraði hann sigurmarkið á móti Rúmeníu í fyrsta leik og eitt af fimm mörkum liðsins á móti Íslandi í átta liða úrslitunum. Dimitri Payet er hinsvegar orðinn 29 ára gamall og það ætti vissulega að hafa áhrif á kaupverðið þó að hann ætti nú að eiga mörg góð ár eftir enn. Dimitri Payet er með samning við West Ham til júní 2021 eða í fimm tímabil í viðbót. Hann verður því leikmaður West Ham svo framarlega sem ekkert lið er tilbúið að borga allan þennan pening fyrir hann.Dimitri Payet skorar hér á móti Íslandi.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Ragnar Sigurðsson í liði Evrópumótsins hjá Guardian Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins, er í úrvalsliði hins virta enska miðils Guardian. 11. júlí 2016 12:42 Birkir Már vill frekar að Payet skjóti með vinstri en þá getur þetta gerst | Myndband Dimitri Payet er búinn að vera einn besti leikmaður franska liðsins á EM en Ísland mætir gestgjöfunum á sunnudaginn. 1. júlí 2016 12:00 Ferguson og Moyes völdu engan Íslending í lið mótsins hjá UEFA Enginn íslenskur leikmaður komst í úrvalslið Evrópumótsins hjá UEFA en liðið var birt á heimasíðu evrópska knattspyrnusambandsins í dag. 11. júlí 2016 13:36 Payet: Besti leikur okkar á EM Dimitri Payet var magnaður í franska liðinu í kvöld og átti stóran þátt í sigri Frakklands á Íslandi. 3. júlí 2016 21:15 Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Patrice Evra hefur beðið franska liðið um að vakna til lífsins. Það sé gríðarlega mikilvægur leikur við Ísland fram undan. 30. júní 2016 14:55 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
Ragnar Sigurðsson í liði Evrópumótsins hjá Guardian Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins, er í úrvalsliði hins virta enska miðils Guardian. 11. júlí 2016 12:42
Birkir Már vill frekar að Payet skjóti með vinstri en þá getur þetta gerst | Myndband Dimitri Payet er búinn að vera einn besti leikmaður franska liðsins á EM en Ísland mætir gestgjöfunum á sunnudaginn. 1. júlí 2016 12:00
Ferguson og Moyes völdu engan Íslending í lið mótsins hjá UEFA Enginn íslenskur leikmaður komst í úrvalslið Evrópumótsins hjá UEFA en liðið var birt á heimasíðu evrópska knattspyrnusambandsins í dag. 11. júlí 2016 13:36
Payet: Besti leikur okkar á EM Dimitri Payet var magnaður í franska liðinu í kvöld og átti stóran þátt í sigri Frakklands á Íslandi. 3. júlí 2016 21:15
Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Patrice Evra hefur beðið franska liðið um að vakna til lífsins. Það sé gríðarlega mikilvægur leikur við Ísland fram undan. 30. júní 2016 14:55