Hlustendur Útvarps Sögu Þjóðfylkingarfólk upp til hópa Jakob Bjarnar skrifar 12. júlí 2016 10:29 Könnun Útvarps Sögu hafa Þjóðfylkingarmenn til marks um mikinn meðbyr. Útvarpsstöðin Útvarp Saga efndi til skoðanakönnunar á vef sínum um fylgi flokka dagana 8. til 11. júlí og þar var langefst á blaði Íslenska þjóðfylkingin og mældist hún með 34 prósent.Kannski ekki þverskurður þjóðarinnar en samtÁ Facebook-síðu flokksins, sem hyggst bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi kosningum, er þessu tekið sem vísbendingu um mikinn meðbyr. Jón Valur Jensson, sem hefur verið virkur meðlimur flokksins sem og virkur álitsgjafi á Sögu, segir reyndar að trauðla verði því haldið fram að skoðanakannanir á vef Útvarps Sögu gefi rétta mynd af þverskurði þjóðarinnar.Hlustendur Arnþrúðar Karlsdóttur eru, samkvæmt einum þriðja, stuðningsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar.ekg„Þessi niðurstaða endurspeglar líklega afstöðu tölvuvæddra hlustenda þessarar útvarpsstöðvar. Vitað er, að vinstri flokkarnir hafa glatað miklu trausti meðal landsmanna, þótt Vinstri græn hafi sótt nokkuð á á ný að undanförnu. En ljóst er af ofangreindu, að meðal þátttakenda í þessari nýjustu könnun Útvarps Sögu verma gömlu vinstri flokkarnir botnsætin,“ segir Jón Valur bjartsýnn.Gegn skoðanakúgun og þöggunSamkvæmt könnuninni kemur Sjálfstæðisflokkurinn næstur með tæp 18 prósent, Framsóknarflokkurinn þá með rúm 12 prósent, Píratar með 10, Flokkur fólksins með tæp sjö, Viðreisn með 6, Samfylkingin er með rúm 3, VG tæp 3 prósent og aðrir minna.Grunnstefna ÍÞ og kennir þar ýmissa grasa.Formaður flokksins, Helgi Helgason, tekur undir með Jóni Val: „Síðustu kannanir á miðlum eins og þessum og Hringbraut gefa mjög sterkar vísbendingar um ágætt fylgi og hljómgrunn við málflutning okkar sem meðal annars er gegn skoðanakúgun og þöggun.“Hert innflytjendalöggjöfÍÞ hefur gefið út grunnstefnu og þar er meðal annars hert innflytjendalöggjöf boðuð, flugvöllurinn skal vera til frambúðar í Vatnsmýrinni, búrkur skulu bannaðar og því hafnað að moskur rísi á Íslandi. Þessi netkönnun Útvarps Sögu er reyndar ekki í nokkur einasta samhengi við aðrar kannanir sem gerðar hafa verið að undanförnu um fylgi stjórnmálaflokkanna, svo sem vikugamla könnun sem MMR – market and media resarch birti fyrir um viku en þá sú könnun tekur til dagana 27. júlí til 4. júlí. Þar kemst Íslenska þjóðfylkingin ekki svo mikið sem á blað. Hins vegar mælist Sturla Jónsson forsetaframbjóðandi þar með ein tvö prósent. En, það er önnur saga. Sturla horfði að einhverju leyti til kannana Útvarps Sögu í forsetakosningunum, hvar hann fór með himinskautum, en það reyndist ávísun á vonbrigði; niðurstaða kosninga var ekki í nokkru samhengi við fyrirheitin sem þar voru gefin. Kosningar 2016 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Útvarpsstöðin Útvarp Saga efndi til skoðanakönnunar á vef sínum um fylgi flokka dagana 8. til 11. júlí og þar var langefst á blaði Íslenska þjóðfylkingin og mældist hún með 34 prósent.Kannski ekki þverskurður þjóðarinnar en samtÁ Facebook-síðu flokksins, sem hyggst bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi kosningum, er þessu tekið sem vísbendingu um mikinn meðbyr. Jón Valur Jensson, sem hefur verið virkur meðlimur flokksins sem og virkur álitsgjafi á Sögu, segir reyndar að trauðla verði því haldið fram að skoðanakannanir á vef Útvarps Sögu gefi rétta mynd af þverskurði þjóðarinnar.Hlustendur Arnþrúðar Karlsdóttur eru, samkvæmt einum þriðja, stuðningsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar.ekg„Þessi niðurstaða endurspeglar líklega afstöðu tölvuvæddra hlustenda þessarar útvarpsstöðvar. Vitað er, að vinstri flokkarnir hafa glatað miklu trausti meðal landsmanna, þótt Vinstri græn hafi sótt nokkuð á á ný að undanförnu. En ljóst er af ofangreindu, að meðal þátttakenda í þessari nýjustu könnun Útvarps Sögu verma gömlu vinstri flokkarnir botnsætin,“ segir Jón Valur bjartsýnn.Gegn skoðanakúgun og þöggunSamkvæmt könnuninni kemur Sjálfstæðisflokkurinn næstur með tæp 18 prósent, Framsóknarflokkurinn þá með rúm 12 prósent, Píratar með 10, Flokkur fólksins með tæp sjö, Viðreisn með 6, Samfylkingin er með rúm 3, VG tæp 3 prósent og aðrir minna.Grunnstefna ÍÞ og kennir þar ýmissa grasa.Formaður flokksins, Helgi Helgason, tekur undir með Jóni Val: „Síðustu kannanir á miðlum eins og þessum og Hringbraut gefa mjög sterkar vísbendingar um ágætt fylgi og hljómgrunn við málflutning okkar sem meðal annars er gegn skoðanakúgun og þöggun.“Hert innflytjendalöggjöfÍÞ hefur gefið út grunnstefnu og þar er meðal annars hert innflytjendalöggjöf boðuð, flugvöllurinn skal vera til frambúðar í Vatnsmýrinni, búrkur skulu bannaðar og því hafnað að moskur rísi á Íslandi. Þessi netkönnun Útvarps Sögu er reyndar ekki í nokkur einasta samhengi við aðrar kannanir sem gerðar hafa verið að undanförnu um fylgi stjórnmálaflokkanna, svo sem vikugamla könnun sem MMR – market and media resarch birti fyrir um viku en þá sú könnun tekur til dagana 27. júlí til 4. júlí. Þar kemst Íslenska þjóðfylkingin ekki svo mikið sem á blað. Hins vegar mælist Sturla Jónsson forsetaframbjóðandi þar með ein tvö prósent. En, það er önnur saga. Sturla horfði að einhverju leyti til kannana Útvarps Sögu í forsetakosningunum, hvar hann fór með himinskautum, en það reyndist ávísun á vonbrigði; niðurstaða kosninga var ekki í nokkru samhengi við fyrirheitin sem þar voru gefin.
Kosningar 2016 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira