Fimmfaldur ÓL-meistari: Golfararnir eru bara að nota Zika-veiruna sem afsökun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2016 13:45 Steve Redgrave veit allt um það að keppa og vinna á Ólympíuleikum. Vísir/Getty Sir Steve Redgrave vann á sínum fimm Ólympíugull í róðri og hann hefur stigið fram og gagnrýn alla kylfingana sem hafa hætt við þátttöku á Ólympíuleikunum í Ríó af ótta við Zika-veiruna. Leikarnir fara fram í Ríó í Brasilíu í næsta mánuði en þetta eru fyrstu Ólympíuleikarnir í Suður-Ameríku og sögulegir leikar fyrir golfíþróttina. Redgrave hefur þá skoðun að kylfingarnir séu hreinlega ekki tilbúnir að fórna mótum með vegleg verðlaunafé fyrir að eyða nokkrum vikum í Ríó. Að hans mati eru því peningalegar ástæður fyrir því að þeir verði ekki með. „Ég hefði hugsað mig um sjálfur en bara einu sinni. Róðrarliðið hefur fengið góða útskýringu á Zika-veirunni og um hvað þau eiga og eiga ekki að vera að gera," sagði Sir Steve Redgrave í viðtalinu við BBC og bætti við: „Skoðum bara þá áhættu sem Alþjóðaólympíunefndin væri að taka með því að gefa það út að það sé óhætt að fara til Ríó en svo kemur upp Zika-tilfelli meðal íþróttafólksins. Alþjóðaólympíunefndin væri með því að setja framtíð leikanna í hættu," sagði Redgrave. „Karlkynskylfingarnir eru líka að hætta við þátttöku en ekki konurnar. Ég held bara að þeir séu að nota þetta sem afsökun til að sleppa við að fórna öðrum mótum fyrir leikana. Þeir kunna örugglega að meta Ólympíuleikana en þegar öllu er á botninn hvolft þá eru risamótin miklu mikilvægari. Það bjóðast líka miklir peningar á gólfmótunum en þessir kylfingar fá enga peninga fyrir að keppa á Ólympíuleikunum," sagði Redgrave. Jordan Spieth, sem er í þriðja sæti heimslistans í golfi, var sá síðasti til að hætta við þátttöku en þar með er ljóst að fjórir bestu kylfingar heims samkvæmt heimslistanum verða fjarverandi á fyrstu Ólympíukeppni golfíþróttarinnar í 112 ár. Áður höfðu þeir Jason Day (númer 1), Dustin Johnson (númer 2) og Rory McIlroy (númer 4) gefið það út að þeir þori ekki til Ríó vegna Zika-veirunnar þar sem að þeir séu allir að hugsa um að stækka fjölskylduna sína. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Sir Steve Redgrave vann á sínum fimm Ólympíugull í róðri og hann hefur stigið fram og gagnrýn alla kylfingana sem hafa hætt við þátttöku á Ólympíuleikunum í Ríó af ótta við Zika-veiruna. Leikarnir fara fram í Ríó í Brasilíu í næsta mánuði en þetta eru fyrstu Ólympíuleikarnir í Suður-Ameríku og sögulegir leikar fyrir golfíþróttina. Redgrave hefur þá skoðun að kylfingarnir séu hreinlega ekki tilbúnir að fórna mótum með vegleg verðlaunafé fyrir að eyða nokkrum vikum í Ríó. Að hans mati eru því peningalegar ástæður fyrir því að þeir verði ekki með. „Ég hefði hugsað mig um sjálfur en bara einu sinni. Róðrarliðið hefur fengið góða útskýringu á Zika-veirunni og um hvað þau eiga og eiga ekki að vera að gera," sagði Sir Steve Redgrave í viðtalinu við BBC og bætti við: „Skoðum bara þá áhættu sem Alþjóðaólympíunefndin væri að taka með því að gefa það út að það sé óhætt að fara til Ríó en svo kemur upp Zika-tilfelli meðal íþróttafólksins. Alþjóðaólympíunefndin væri með því að setja framtíð leikanna í hættu," sagði Redgrave. „Karlkynskylfingarnir eru líka að hætta við þátttöku en ekki konurnar. Ég held bara að þeir séu að nota þetta sem afsökun til að sleppa við að fórna öðrum mótum fyrir leikana. Þeir kunna örugglega að meta Ólympíuleikana en þegar öllu er á botninn hvolft þá eru risamótin miklu mikilvægari. Það bjóðast líka miklir peningar á gólfmótunum en þessir kylfingar fá enga peninga fyrir að keppa á Ólympíuleikunum," sagði Redgrave. Jordan Spieth, sem er í þriðja sæti heimslistans í golfi, var sá síðasti til að hætta við þátttöku en þar með er ljóst að fjórir bestu kylfingar heims samkvæmt heimslistanum verða fjarverandi á fyrstu Ólympíukeppni golfíþróttarinnar í 112 ár. Áður höfðu þeir Jason Day (númer 1), Dustin Johnson (númer 2) og Rory McIlroy (númer 4) gefið það út að þeir þori ekki til Ríó vegna Zika-veirunnar þar sem að þeir séu allir að hugsa um að stækka fjölskylduna sína.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira