Hluti af dagskrá Iceland Airwaves verður á Hard Rock í Lækjargötu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2016 15:59 Hér mun Hard Rock opna í haust. Vísir/Stefán Nýr Hard Rock-staður opnar í Lækjargötu í haust í húsinu sem áður hýsti Iðu. Er stefnt að því að staðurinn verði opnaður áður en Iceland Airwaves-tónlistarhátíðin hefst í nóvember enda er búið að ganga frá því að kjallari staðarins verði notaður fyrir hluta af dagskrá hátíðarinnar. Hard Rock á Íslandi opnaði fyrst í Kringlunni árið 1987 en lokaði fyrir ellefu árum. Hönnun staðarins verður í samræmi við nýtt og endurhannað útlit Hard Rock-staðanna og þar af leiðandi talsvert öðruvísi en því því sem fólk á að venjast á Hard Rock, að því er fram kemur í tilkynningu en Reykjavík verður ein fyrsta borgin þar sem opnar staður með þessu nýja útliti. Hard Rock í Lækjargötu verður á þremur hæðum á um þúsund fermetrum og mun geta tekið við 250 gestum. „Á jarðhæð nýja staðarins í Lækjargötu verður móttaka og verslun sem selur boli og annan varning merktan Hard Rock. Einnig er gert ráð fyrir að leigja hluta af jarðhæðinni út til ótengds aðila. Það er þó ljóst að þar verður annað hvort verslun eða þjónusta þar sem ekki er leyfi til veitingasölu á jarðhæð. Á annarri hæð hússins verður svo sjálfur Hard Rock veitingastaðurinn með opnu eldhúsi og útsýni yfir miðborgina. Í kjallara hússins verður sérstakur kokteilbar ásamt veitingasal sem einnig verður leigður út fyrir sérstakar uppákomur,“ segir í tilkynningu. Þannig er stefnt að því að vera með reglulega viðburði í kjallaranum, til dæmist tónleika og uppistand þar sem hljóðkerfið verður með því besta sem völ er á. Þá hefur einnig mikið verið lagt í hönnun og frágang staðarins. „Stefnt er að því að vera með sérstakan „hall of fame“ frægðarvegg fyrir íslenska listamenn inni á staðnum en sú hugmynd er þó enn á frumstigi. [...] Eigendur Hard Rock á Íslandi eru Eyja fjárfestingarfélag, sem er í eigu Birgis Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur, ásamt Högna Sigurðssyni sem leitt hefur hópinn sem stendur að komu Hard Rock hingað til lands. Eyja fjárfestingarfélag er hluthafi í Domino‘s á Íslandi, Joe & the Juice, Snaps, Jómfrúarinnar og Gló,“ segir í tilkynningu. Airwaves Tengdar fréttir Hard Rock á leið í Iðuhúsið Verslun Iðu við Lækjargötu 2A mun loka um áramótin og Hard Rock taka við. 28. desember 2015 14:28 Umsókn Hard Rock Café í Lækjargötu ekki verið hafnað Fjárfestar sem vilja opna Hard Rock stað í Lækjargötu sendu umsókn sína inn á föstudag í síðustu viku og vænta jákvæðra viðbragða. 8. mars 2016 13:22 Birgir fær einkaleyfi á Hard Rock á Íslandi Fjárfestirinn Birgir Bieltvedt er kominn með tímabundið einkaleyfi á Hard Rock á Íslandi og íhugar að opna. Ef af verður mun Hard Rock opna á ný hér á landi árið 2016. 18. september 2015 07:00 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Nýr Hard Rock-staður opnar í Lækjargötu í haust í húsinu sem áður hýsti Iðu. Er stefnt að því að staðurinn verði opnaður áður en Iceland Airwaves-tónlistarhátíðin hefst í nóvember enda er búið að ganga frá því að kjallari staðarins verði notaður fyrir hluta af dagskrá hátíðarinnar. Hard Rock á Íslandi opnaði fyrst í Kringlunni árið 1987 en lokaði fyrir ellefu árum. Hönnun staðarins verður í samræmi við nýtt og endurhannað útlit Hard Rock-staðanna og þar af leiðandi talsvert öðruvísi en því því sem fólk á að venjast á Hard Rock, að því er fram kemur í tilkynningu en Reykjavík verður ein fyrsta borgin þar sem opnar staður með þessu nýja útliti. Hard Rock í Lækjargötu verður á þremur hæðum á um þúsund fermetrum og mun geta tekið við 250 gestum. „Á jarðhæð nýja staðarins í Lækjargötu verður móttaka og verslun sem selur boli og annan varning merktan Hard Rock. Einnig er gert ráð fyrir að leigja hluta af jarðhæðinni út til ótengds aðila. Það er þó ljóst að þar verður annað hvort verslun eða þjónusta þar sem ekki er leyfi til veitingasölu á jarðhæð. Á annarri hæð hússins verður svo sjálfur Hard Rock veitingastaðurinn með opnu eldhúsi og útsýni yfir miðborgina. Í kjallara hússins verður sérstakur kokteilbar ásamt veitingasal sem einnig verður leigður út fyrir sérstakar uppákomur,“ segir í tilkynningu. Þannig er stefnt að því að vera með reglulega viðburði í kjallaranum, til dæmist tónleika og uppistand þar sem hljóðkerfið verður með því besta sem völ er á. Þá hefur einnig mikið verið lagt í hönnun og frágang staðarins. „Stefnt er að því að vera með sérstakan „hall of fame“ frægðarvegg fyrir íslenska listamenn inni á staðnum en sú hugmynd er þó enn á frumstigi. [...] Eigendur Hard Rock á Íslandi eru Eyja fjárfestingarfélag, sem er í eigu Birgis Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur, ásamt Högna Sigurðssyni sem leitt hefur hópinn sem stendur að komu Hard Rock hingað til lands. Eyja fjárfestingarfélag er hluthafi í Domino‘s á Íslandi, Joe & the Juice, Snaps, Jómfrúarinnar og Gló,“ segir í tilkynningu.
Airwaves Tengdar fréttir Hard Rock á leið í Iðuhúsið Verslun Iðu við Lækjargötu 2A mun loka um áramótin og Hard Rock taka við. 28. desember 2015 14:28 Umsókn Hard Rock Café í Lækjargötu ekki verið hafnað Fjárfestar sem vilja opna Hard Rock stað í Lækjargötu sendu umsókn sína inn á föstudag í síðustu viku og vænta jákvæðra viðbragða. 8. mars 2016 13:22 Birgir fær einkaleyfi á Hard Rock á Íslandi Fjárfestirinn Birgir Bieltvedt er kominn með tímabundið einkaleyfi á Hard Rock á Íslandi og íhugar að opna. Ef af verður mun Hard Rock opna á ný hér á landi árið 2016. 18. september 2015 07:00 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Hard Rock á leið í Iðuhúsið Verslun Iðu við Lækjargötu 2A mun loka um áramótin og Hard Rock taka við. 28. desember 2015 14:28
Umsókn Hard Rock Café í Lækjargötu ekki verið hafnað Fjárfestar sem vilja opna Hard Rock stað í Lækjargötu sendu umsókn sína inn á föstudag í síðustu viku og vænta jákvæðra viðbragða. 8. mars 2016 13:22
Birgir fær einkaleyfi á Hard Rock á Íslandi Fjárfestirinn Birgir Bieltvedt er kominn með tímabundið einkaleyfi á Hard Rock á Íslandi og íhugar að opna. Ef af verður mun Hard Rock opna á ný hér á landi árið 2016. 18. september 2015 07:00