Barcelona að safna frönskum varnarmönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2016 15:30 Forráðamenn Barcelona ætla sér að styrkja varnarleik liðsins fyrir komandi tímabil og það virðist sem þeir horfi fyrst og fremst til Frakklands. Barcelona gekk í dag frá kaupunum á Lucas Digne frá Paris St-Germain fyrir 16,5 milljónir evra en sú tala gæti hækkað upp í 20,5 milljónir evra. 16,5 milljónir evra eru 2,2 milljarðar íslenskra króna. Áður hafði Barcelona fengið til sín franska miðvörðinn Samuel Umtiti en hann stóð sig mjög í frönsku vörninni á Evrópumótinu. Umtiti er 22 ára gamall og var keyptur frá Lyon. Lucas Digne er líka 22 ára varnarmaður eins og Umtiti en Digne getur bæði spilað sem vinstri bakvörður eða á vinstri kanti. Lucas Digne spilaði ekki með Paris St-Germain á síðasta tímabili heldur var hann þá í láni hjá AS Roma á Ítalíu. Hann hefur alls spilað 148 leiki fyrir Lille, PSG og Roma og er með 6 mörk og 13 stoðsendingar í þeim. Hann er sóknarbakvörður með bæði hraða, yfirferð og tækni. Digne hefur skrifað undir fimm ára samning við Barcelona og það verður hægt að kaupa hann út úr nýja samningnum fyrir 60 milljónir evra. Lucas Digne var í EM-hóp Frakka en kom ekki við sögu í neinum leik. Barcelona mun kynna nýja leikmanninn sinn á Camp Nou á morgun. #DigneFCB LucasDigne will play for Barça for the next five seasons. More info: Lucas Digne será jugador del Barça las próximas 5 temporadas. Más información: LucasDigne serà jugador del Barça les properes 5 temporades. Més informació: #igersFCB #FCBarcelona A photo posted by FC Barcelona (@fcbarcelona) on Jul 13, 2016 at 5:18am PDT [OFFICIAL ANNOUNCEMENT | ÚLTIMA HORA] @FCBarcelona sign French defender@samumtiti El Barça firma al defensa francès Samuel Umtiti El Barça firma al defensa francés Samuel Umtiti #UmtitiFCB #igersFCB #FCBarcelona A photo posted by FC Barcelona (@fcbarcelona) on Jul 12, 2016 at 5:16am PDT Spænski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Sjá meira
Forráðamenn Barcelona ætla sér að styrkja varnarleik liðsins fyrir komandi tímabil og það virðist sem þeir horfi fyrst og fremst til Frakklands. Barcelona gekk í dag frá kaupunum á Lucas Digne frá Paris St-Germain fyrir 16,5 milljónir evra en sú tala gæti hækkað upp í 20,5 milljónir evra. 16,5 milljónir evra eru 2,2 milljarðar íslenskra króna. Áður hafði Barcelona fengið til sín franska miðvörðinn Samuel Umtiti en hann stóð sig mjög í frönsku vörninni á Evrópumótinu. Umtiti er 22 ára gamall og var keyptur frá Lyon. Lucas Digne er líka 22 ára varnarmaður eins og Umtiti en Digne getur bæði spilað sem vinstri bakvörður eða á vinstri kanti. Lucas Digne spilaði ekki með Paris St-Germain á síðasta tímabili heldur var hann þá í láni hjá AS Roma á Ítalíu. Hann hefur alls spilað 148 leiki fyrir Lille, PSG og Roma og er með 6 mörk og 13 stoðsendingar í þeim. Hann er sóknarbakvörður með bæði hraða, yfirferð og tækni. Digne hefur skrifað undir fimm ára samning við Barcelona og það verður hægt að kaupa hann út úr nýja samningnum fyrir 60 milljónir evra. Lucas Digne var í EM-hóp Frakka en kom ekki við sögu í neinum leik. Barcelona mun kynna nýja leikmanninn sinn á Camp Nou á morgun. #DigneFCB LucasDigne will play for Barça for the next five seasons. More info: Lucas Digne será jugador del Barça las próximas 5 temporadas. Más información: LucasDigne serà jugador del Barça les properes 5 temporades. Més informació: #igersFCB #FCBarcelona A photo posted by FC Barcelona (@fcbarcelona) on Jul 13, 2016 at 5:18am PDT [OFFICIAL ANNOUNCEMENT | ÚLTIMA HORA] @FCBarcelona sign French defender@samumtiti El Barça firma al defensa francès Samuel Umtiti El Barça firma al defensa francés Samuel Umtiti #UmtitiFCB #igersFCB #FCBarcelona A photo posted by FC Barcelona (@fcbarcelona) on Jul 12, 2016 at 5:16am PDT
Spænski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Sjá meira