Rosenborg er í góðum málum eftir fyrri leikinn gegn Norrköping í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu.
Leikurinn fór fram á Lerkendal Stadion í Þrándheimi og fóru Norðmennirnir með sigur af hólmi, 3-1.
Hólmar Örn Eyjólfsson var í byrjunarliði Rosenborg og hann kom liðinu í 1-0 á 48. mínútu.
Pål André Helland jók muninn í 2-0 á 62. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar skoraði Yann-Erik de Lanlay þriðja markið og kom norsku meisturunum í frábæra stöðu.
Sebastian Andersson náði að minnka muninn í 3-1 á 70. mínútu og gaf sænsku meisturunum smá von fyrir seinni leikinn sem fer fram eftir viku.
Hólmar Örn lék allan leikinn fyrir Rosenborg en þeir Guðmundur Þórarinsson og Matthías Vilhjálmsson komu inn á sem varamenn. Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn í vörn Norrköping.
Hólmar kom Rosenborg á bragðið í Íslendingaslag
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mest lesið


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn


Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti





Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana
Íslenski boltinn

Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur
Íslenski boltinn