Landsliðsþjálfarinn kíkti á tennur fyrirliðans Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. júlí 2016 18:50 Davíð Þór Viðarsson í leik með FH. vísir/vilhelm „Þetta var jafn leikur og við komum með ákveðið skipulag í hann sem gekk þokkalega upp,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, eftir jafntefli FH gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. „Við komumst yfir og vorum með leikinn „undir kontról“. Það var síðan blanda af kæruleysi og óheppni hvernig þetta jöfnunarmark kom.“ Þetta var fjórða jafntefli FH í Pepsi-deildinni í sumar en í öllum tilvikum hefur liðið fengið mark á sig á lokamínútunum og misst þannig af stigum. „Það er á hreinu að við höfum tapað einhverjum átta stigum á lokamínútunum í sumar og það er eitthvað sem við verðum að stoppa.“ Síðasti leikur liðsins var einnig jafnteflisleikur en hann fór fram í Írlandi gegn Dundalk í undankeppni Meistaradeildarinnar. Að sögn fyrirliðans var ekki um neina Evrópuþreytu að ræða. „Það er engin afsökun. Við erum vanir því að það séu margir leikir á þessum tíma árs. Við bara misstum taktinn og náðum ekki að halda boltanum eins vel og við vildum. Síðan verðum við að halda einbeitingu í níutíu mínútur og leyfa boltanum að ganga oftar en þrisvar á milli manna.“ Undir lok síðari hálfleiks fékk Davíð aðhlynningu eftir að hafa skallað saman við leikmann ÍBV. Eftir leik fékk hann landsliðsþjálfarann, Heimi Hallgrímsson, til að skoða tennurnar í sér. „Það losnuðu aðeins framtennur við höggið. Ég fer og læt kíkja á þetta. Heimir sagði þetta væri ekkert alvarlegt svo ég slepp við rótarfyllingu,“ sagði Davíð að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - FH 1-1 | Sjáðu mörkin úr Eyjum Taplausa hrina FH lengdist og ÍBV batt enda á þriggja leikja taphrinu. 16. júlí 2016 19:30 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira
„Þetta var jafn leikur og við komum með ákveðið skipulag í hann sem gekk þokkalega upp,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, eftir jafntefli FH gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. „Við komumst yfir og vorum með leikinn „undir kontról“. Það var síðan blanda af kæruleysi og óheppni hvernig þetta jöfnunarmark kom.“ Þetta var fjórða jafntefli FH í Pepsi-deildinni í sumar en í öllum tilvikum hefur liðið fengið mark á sig á lokamínútunum og misst þannig af stigum. „Það er á hreinu að við höfum tapað einhverjum átta stigum á lokamínútunum í sumar og það er eitthvað sem við verðum að stoppa.“ Síðasti leikur liðsins var einnig jafnteflisleikur en hann fór fram í Írlandi gegn Dundalk í undankeppni Meistaradeildarinnar. Að sögn fyrirliðans var ekki um neina Evrópuþreytu að ræða. „Það er engin afsökun. Við erum vanir því að það séu margir leikir á þessum tíma árs. Við bara misstum taktinn og náðum ekki að halda boltanum eins vel og við vildum. Síðan verðum við að halda einbeitingu í níutíu mínútur og leyfa boltanum að ganga oftar en þrisvar á milli manna.“ Undir lok síðari hálfleiks fékk Davíð aðhlynningu eftir að hafa skallað saman við leikmann ÍBV. Eftir leik fékk hann landsliðsþjálfarann, Heimi Hallgrímsson, til að skoða tennurnar í sér. „Það losnuðu aðeins framtennur við höggið. Ég fer og læt kíkja á þetta. Heimir sagði þetta væri ekkert alvarlegt svo ég slepp við rótarfyllingu,“ sagði Davíð að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - FH 1-1 | Sjáðu mörkin úr Eyjum Taplausa hrina FH lengdist og ÍBV batt enda á þriggja leikja taphrinu. 16. júlí 2016 19:30 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - FH 1-1 | Sjáðu mörkin úr Eyjum Taplausa hrina FH lengdist og ÍBV batt enda á þriggja leikja taphrinu. 16. júlí 2016 19:30