Rauf bandaríska einokun með sögulegri frammistöðu Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júlí 2016 06:00 Henrik Stenson kyssir Silfurkönnuna á Royal Troon-vellinum í Skotlandi eftir sigurinn sögulega þar sem hann bætti tvö stærstu metin á Opna breska. vísir/Getty Svíinn Henrik Stenson varð í gær fyrsti sænski karlinn sem vinnur risamót í golfi en hann hafði betur á Opna breska meistaramótinu í mögnuðu einvígi gegn Bandaríkjamanninum Phil Mickelson. Pútterinn hjá Stenson var svo heitur að það sætir furðu að maðurinn þyrfti ekki ofnhanska til að halda um hann á Royal Troon-vellinum í Skotlandi í gær. Stenson fór lokahringinn á 63 höggum eða átta höggum undir pari og kláraði hringina fjóra á 264 höggum eða 20 höggum undir pari. Þetta er einfaldlega besta frammistaða sögunnar á þessu virtasta og stærsta risamóti hvers árs. Svíinn bætti 16 ára gamalt met Tigers Woods sem vann Opna breska á 19 höggum undir pari árið 2000 og einnig eru þetta fæstu högg í sögunni en metið átti Ástralinn Greg Norman. Hann vann Opna breska á 267 höggum árið 1993.Spilaði fyrir látinn vin sinn Tilfinningarnar voru við það að bera Stenson ofurliði þegar hann tileinkaði sigurinn góðvini sínum Mike Gerbich, 74 ára gömlum Bandaríkjamanni sem lést á miðvikudaginn, degi áður en Opna breska meistaramótið hófst. Stenson spilaði með sorgarband á fyrsta degi til minningar um þennan mikla vin sinn sem hann kynntist í Dúbaí. „Ég missti góðan vin á miðvikudaginn sem barðist við krabbamein. Hann var með mér alla vikuna. Þetta er fyrir Mike,“ sagði Stenson er hann kyssti Silfurkönnuna, sigurlaunin á Opna breska, og hóf hana á loft í minningu vinar síns.Rauf bandaríska einokun Það kom fáum á óvart að Bandaríkjamenn röðuðu sér mjög snemma á mótinu í öll efstu sætin og að hinn bandaríski Phil Mickelson væri í baráttunni til síðustu holu. Bandaríkjamönnum hefur nefnilega liðið mjög vel á Royal Troon-vellinum. Í síðustu fimm skipti fyrir síðustu helgi sem spilað var á vellinum bar Bandaríkjamaður sigur úr býtum. Síðast vann Todd Hamilton Opna breska þegar það fór fram á Royal Troon en síðasti kylfingurinn sem er ekki frá Bandaríkjunum til að vinna Opna breska á Royal Troon á undan Stenson var Suður-Afríkumaðurinn Bobby Locke. Stenson kom fram smá hefndum í gær en hann og Mickelson börðust um sigurinn á Opna breska fyrir þremur árum. Þá hafði sá bandaríski betur. Nú var komið að þeim sænska. tomas@365.is Golf Tengdar fréttir Bætti sextán ára gamalt met Tiger og 23 ára gamalt met Norman Kylfingurinn Henrik Stenson skrifaði sig í sögubækurnar er hann varð fyrsti sænski kylfingurinn til að vinna eitt af risamótunum í golfi en hann bætti með því 16 ára gamalt met Tiger Woods og 23 ára gamalt met Greg Norman. 17. júlí 2016 17:34 Henrik Stenson fyrsti Svíinn sem vinnur risamót Bætti tvö stærstu metin á opna breska meistaramótinu á leið sinni að sínum fyrsta sigri á risamóti. 17. júlí 2016 17:30 Stenson kyssti könnuna og tileinkaði sigurinn vini sínum sem lést rétt fyrir mót Svíinn missti góðan vin daginn fyrir opna breska meistaramótið. 17. júlí 2016 17:59 Mest lesið Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Fleiri fréttir Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Sjá meira
Svíinn Henrik Stenson varð í gær fyrsti sænski karlinn sem vinnur risamót í golfi en hann hafði betur á Opna breska meistaramótinu í mögnuðu einvígi gegn Bandaríkjamanninum Phil Mickelson. Pútterinn hjá Stenson var svo heitur að það sætir furðu að maðurinn þyrfti ekki ofnhanska til að halda um hann á Royal Troon-vellinum í Skotlandi í gær. Stenson fór lokahringinn á 63 höggum eða átta höggum undir pari og kláraði hringina fjóra á 264 höggum eða 20 höggum undir pari. Þetta er einfaldlega besta frammistaða sögunnar á þessu virtasta og stærsta risamóti hvers árs. Svíinn bætti 16 ára gamalt met Tigers Woods sem vann Opna breska á 19 höggum undir pari árið 2000 og einnig eru þetta fæstu högg í sögunni en metið átti Ástralinn Greg Norman. Hann vann Opna breska á 267 höggum árið 1993.Spilaði fyrir látinn vin sinn Tilfinningarnar voru við það að bera Stenson ofurliði þegar hann tileinkaði sigurinn góðvini sínum Mike Gerbich, 74 ára gömlum Bandaríkjamanni sem lést á miðvikudaginn, degi áður en Opna breska meistaramótið hófst. Stenson spilaði með sorgarband á fyrsta degi til minningar um þennan mikla vin sinn sem hann kynntist í Dúbaí. „Ég missti góðan vin á miðvikudaginn sem barðist við krabbamein. Hann var með mér alla vikuna. Þetta er fyrir Mike,“ sagði Stenson er hann kyssti Silfurkönnuna, sigurlaunin á Opna breska, og hóf hana á loft í minningu vinar síns.Rauf bandaríska einokun Það kom fáum á óvart að Bandaríkjamenn röðuðu sér mjög snemma á mótinu í öll efstu sætin og að hinn bandaríski Phil Mickelson væri í baráttunni til síðustu holu. Bandaríkjamönnum hefur nefnilega liðið mjög vel á Royal Troon-vellinum. Í síðustu fimm skipti fyrir síðustu helgi sem spilað var á vellinum bar Bandaríkjamaður sigur úr býtum. Síðast vann Todd Hamilton Opna breska þegar það fór fram á Royal Troon en síðasti kylfingurinn sem er ekki frá Bandaríkjunum til að vinna Opna breska á Royal Troon á undan Stenson var Suður-Afríkumaðurinn Bobby Locke. Stenson kom fram smá hefndum í gær en hann og Mickelson börðust um sigurinn á Opna breska fyrir þremur árum. Þá hafði sá bandaríski betur. Nú var komið að þeim sænska. tomas@365.is
Golf Tengdar fréttir Bætti sextán ára gamalt met Tiger og 23 ára gamalt met Norman Kylfingurinn Henrik Stenson skrifaði sig í sögubækurnar er hann varð fyrsti sænski kylfingurinn til að vinna eitt af risamótunum í golfi en hann bætti með því 16 ára gamalt met Tiger Woods og 23 ára gamalt met Greg Norman. 17. júlí 2016 17:34 Henrik Stenson fyrsti Svíinn sem vinnur risamót Bætti tvö stærstu metin á opna breska meistaramótinu á leið sinni að sínum fyrsta sigri á risamóti. 17. júlí 2016 17:30 Stenson kyssti könnuna og tileinkaði sigurinn vini sínum sem lést rétt fyrir mót Svíinn missti góðan vin daginn fyrir opna breska meistaramótið. 17. júlí 2016 17:59 Mest lesið Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Fleiri fréttir Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Sjá meira
Bætti sextán ára gamalt met Tiger og 23 ára gamalt met Norman Kylfingurinn Henrik Stenson skrifaði sig í sögubækurnar er hann varð fyrsti sænski kylfingurinn til að vinna eitt af risamótunum í golfi en hann bætti með því 16 ára gamalt met Tiger Woods og 23 ára gamalt met Greg Norman. 17. júlí 2016 17:34
Henrik Stenson fyrsti Svíinn sem vinnur risamót Bætti tvö stærstu metin á opna breska meistaramótinu á leið sinni að sínum fyrsta sigri á risamóti. 17. júlí 2016 17:30
Stenson kyssti könnuna og tileinkaði sigurinn vini sínum sem lést rétt fyrir mót Svíinn missti góðan vin daginn fyrir opna breska meistaramótið. 17. júlí 2016 17:59
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti