Halla Tómasdóttir segist ekki ætla í framboð Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 18. júlí 2016 13:12 Halla bauð sig fram í forsetakosningunum í sumar. Vísir/Hanna Halla Tómasdóttir, forsetaframbjóðandi og fyrirlesari, hyggst ekki fara í framboð í haust. Þetta tilkynnir hún á Facebook síðu sinni. Hún segist þó þakklát fyrir hvatninguna. Hún var nýlega orðuð við Viðreisn en Eyjan greindi frá því að Halla yrði í leiðtogahlutverki hjá flokknum í komandi kosningum. Vísir ræddi við Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, í morgun sem vísaði því á bug að hann hefði rætt við Höllu um framboð í haust. Halla segist jafnframt ekki hyggja á valdarán innan flokksins en Benedikt velti því fyrir sér, meira í gamni en alvöru, hvort um valdaránstilraun hafi verið að ræða sökum þess að ákveðið hafði verið að Halla færi fram fyrir flokkinn án alls samráðs við formanninn sjálfan. Forsetaframbjóðandinn, sem var sá frambjóðandi sem veitti þeim frambjóðanda sem að lokum náði kjöri hvað mesta samkeppni, segist ekki standa frammi fyrir erfiðari ákvörðun en í hvaða rennibraut hún eigi að fara í Aqualandia. Halla er stödd ásamt fjölskyldu sinni í fríi í Altea á Spáni. „Ja hérna, það er greinilega áhættusamt að fara í frí og úr sambandi við umheiminn,“ skrifar Halla. „Ég fullvissa ykkur kæru vinir að ég hygg hvorki á valdarán né framboð. Eina ákvörðunin sem ég er að reyna að taka núna er hvort ég eigi að fara í bláu eða svörtu rennibrautina í Aqualandia :) Er ykkur þó þakklát fyrir hvatninguna!“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt Jóhannesson fer sjálfur fram í komandi kosningum Formaður Viðreisnar hefur ekkert rætt við Höllu Tómasdóttur né Pál Magnússon um hugsanlegt sæti á lista. 18. júlí 2016 11:23 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Halla Tómasdóttir, forsetaframbjóðandi og fyrirlesari, hyggst ekki fara í framboð í haust. Þetta tilkynnir hún á Facebook síðu sinni. Hún segist þó þakklát fyrir hvatninguna. Hún var nýlega orðuð við Viðreisn en Eyjan greindi frá því að Halla yrði í leiðtogahlutverki hjá flokknum í komandi kosningum. Vísir ræddi við Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, í morgun sem vísaði því á bug að hann hefði rætt við Höllu um framboð í haust. Halla segist jafnframt ekki hyggja á valdarán innan flokksins en Benedikt velti því fyrir sér, meira í gamni en alvöru, hvort um valdaránstilraun hafi verið að ræða sökum þess að ákveðið hafði verið að Halla færi fram fyrir flokkinn án alls samráðs við formanninn sjálfan. Forsetaframbjóðandinn, sem var sá frambjóðandi sem veitti þeim frambjóðanda sem að lokum náði kjöri hvað mesta samkeppni, segist ekki standa frammi fyrir erfiðari ákvörðun en í hvaða rennibraut hún eigi að fara í Aqualandia. Halla er stödd ásamt fjölskyldu sinni í fríi í Altea á Spáni. „Ja hérna, það er greinilega áhættusamt að fara í frí og úr sambandi við umheiminn,“ skrifar Halla. „Ég fullvissa ykkur kæru vinir að ég hygg hvorki á valdarán né framboð. Eina ákvörðunin sem ég er að reyna að taka núna er hvort ég eigi að fara í bláu eða svörtu rennibrautina í Aqualandia :) Er ykkur þó þakklát fyrir hvatninguna!“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt Jóhannesson fer sjálfur fram í komandi kosningum Formaður Viðreisnar hefur ekkert rætt við Höllu Tómasdóttur né Pál Magnússon um hugsanlegt sæti á lista. 18. júlí 2016 11:23 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Benedikt Jóhannesson fer sjálfur fram í komandi kosningum Formaður Viðreisnar hefur ekkert rætt við Höllu Tómasdóttur né Pál Magnússon um hugsanlegt sæti á lista. 18. júlí 2016 11:23