Krakkarnir á Hornafirði héldu skuggakosningu samhliða forsetakosningunum. Halla Tómasdóttir sigraði með 36,19 prósent. Næstur var Davíð Oddsson með 18,1 prósent og þá Guðni Th. Jóhannesson með 16,9 prósent. Auðir og ógildir seðlar voru 9,52 prósent.
Á kjörskrá voru 178 ungmenni undir kosningaaldri. Þátttaka var 58,99 prósent. Ekki var utankjörfundaratkvæðagreiðsla og gátu því sumir ekki kosið vegna ferðalaga.
Á vef Hornafjarðar segir að tilgangur kosninganna sé að auka lýðræðisvitund ungs fólks. Þær geti hugsanlega hvatt til þess að kosningaaldur verði lækkaður.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júlí 2016

