Þá lagði Wales lið Belgíu, 3-1, í mögnuðum leik. Wales mun spila við Portúgal í undanúrslitunum.
Belgarnir byrjuðu af miklum krafti og mark frá þeim lá strax í loftinu. Það kom á 13. mínútu er Radja Nainggolan átti draumaskot af 30 metra færi sem söng í netinu. Stórkostleg spyrna.
Belgía hélt áfram að sækja og það var ansi mikið gegn gangi leiksins sem Ashley Williams skallaði boltann í netið fyrir Wales og tryggði þeim jafna stöðu í leikhléi.
Það voru svo aðeins 10 mínútur liðnar af síðari hálfleik er Hal Robson-Kanu átti frábæran snúning í teignum og kom boltanum í netið. Wales komið yfir.
Belgar héldu áfram að sækja en Wales hélt áfram að skora. Að þessu sinni var komið að varamanninum Sam Vokes að skora en hann skallaði í netið fimm mínútum fyrir leikslok og kláraði leikinn.
Williams jafnar. 1-1.Þvílíkt mark hjá Nainggolan! 1-0 fyrir #BEL gegn #WAL #EMÍsland https://t.co/tblc0q7yKR
— Síminn (@siminn) July 1, 2016
2-1 fyrir Wales. Hal Robson-Kanu.Ashley Williams skorar með skalla eftir hornspyrnu! #WAL 1-1 #BEL #EMÍsland https://t.co/7hQedvoSmR
— Síminn (@siminn) July 1, 2016
3-1 fyrir Wales. Vokes skorar.Robson-Kanu kemur #WAL yfir gegn #BEL eftir ótrúlegan snúning inni í teig! 2-1 #EMÍsland https://t.co/NwybV3UkOq
— Síminn (@siminn) July 1, 2016
Glæsilegur skalli hjá Vokes. #WAL eru líklega að senda #BEL heim! #EMÍsland https://t.co/xqO7PNpPsQ
— Síminn (@siminn) July 1, 2016