The Devil Wears Prada fagnar áratugar afmæli Ritstjórn skrifar 1. júlí 2016 13:00 Meryl Streep var frábær í hlutverki ógnvekjandi ritstjóra Runway tímaritsins. Stórmyndin The Devil Wears Prada með þeim Anna Hathaway og Meryl Streep í aðalhlutverkum er orðin 10 ára gömul. Myndin kom út árið 2006 og átti miklum vinsældum að fagna. Meryl Streep lék ritstjórann Mirönda Priestly svo eftirminnilega að karakterinn er uppáhalds hlutverk Streep enn þann dag í dag, þrátt fyrir að hafa leikið í fjölda stórmynda í gegnum tíðina. Það er frekar augljóst að persónan Miröndu er byggð á Önnu Wintour, ritstjóra Vogue, en hún er þekkt fyrir að kalla ekki allt ömmu sína innan tískuheimsins. Anna Hathaway fer með hlutverk aðstoðarkonu Priestly, Andreu Sachs. Myndin fjallar um harðan heim tískunnar og glanstímarita og hafa margir sagt hana gefa nokkuð góða mynd af hvernig þetta er inn á þessum stóri ritstjórnum. Það er skrítið að hugsa til þess að myndin sé orðin 10 ára en það er gaman að sjá hvað stíliseringin og búningahönnunin í myndinni þykir enn flott í dag. Mest lesið Húðflúraður fyrirliði sem gefst aldrei upp Glamour Felulitirnir mættir aftur Glamour Paris Hilton í hlutverk Kim Kardashian Glamour Samstarf Alexander Wang og Adidas heldur áfram Glamour Katie Holmes og Jamie Foxx eru saman Glamour Sienna Miller frumsýndi sumarlínu Sólveigar Glamour Pharrell er andlit nýjustu handtösku Chanel Glamour Eiga íslenskar konur að vera í svörtu? Glamour Lífrænar gallabuxur frá Danmörku Glamour Stórir eyrnalokkar eru mikilvægustu fylgihlutirnir í vetur Glamour
Stórmyndin The Devil Wears Prada með þeim Anna Hathaway og Meryl Streep í aðalhlutverkum er orðin 10 ára gömul. Myndin kom út árið 2006 og átti miklum vinsældum að fagna. Meryl Streep lék ritstjórann Mirönda Priestly svo eftirminnilega að karakterinn er uppáhalds hlutverk Streep enn þann dag í dag, þrátt fyrir að hafa leikið í fjölda stórmynda í gegnum tíðina. Það er frekar augljóst að persónan Miröndu er byggð á Önnu Wintour, ritstjóra Vogue, en hún er þekkt fyrir að kalla ekki allt ömmu sína innan tískuheimsins. Anna Hathaway fer með hlutverk aðstoðarkonu Priestly, Andreu Sachs. Myndin fjallar um harðan heim tískunnar og glanstímarita og hafa margir sagt hana gefa nokkuð góða mynd af hvernig þetta er inn á þessum stóri ritstjórnum. Það er skrítið að hugsa til þess að myndin sé orðin 10 ára en það er gaman að sjá hvað stíliseringin og búningahönnunin í myndinni þykir enn flott í dag.
Mest lesið Húðflúraður fyrirliði sem gefst aldrei upp Glamour Felulitirnir mættir aftur Glamour Paris Hilton í hlutverk Kim Kardashian Glamour Samstarf Alexander Wang og Adidas heldur áfram Glamour Katie Holmes og Jamie Foxx eru saman Glamour Sienna Miller frumsýndi sumarlínu Sólveigar Glamour Pharrell er andlit nýjustu handtösku Chanel Glamour Eiga íslenskar konur að vera í svörtu? Glamour Lífrænar gallabuxur frá Danmörku Glamour Stórir eyrnalokkar eru mikilvægustu fylgihlutirnir í vetur Glamour