„Fannst svo geðveikt töff að sjá Kára Kristján og Robba Gunn vel skeggjaða á stórmóti“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. júlí 2016 14:30 Þrír vel skeggjaðir og flottir landsliðsmenn. vísir/eva björk/Vilhelm/epa Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, er orðinn vel þekktur á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir sinn mikla og glæsilega skeggvöxt. Talað er um Akureyringinn sem sannan víking og þá sérstaklega þegar hann leiðir íslensku þjóðina í víkingakallinu sem nánast allir stærstu fjölmiðlar heims hafa fjallað um. Aron settist niður með íslenskum fjölmiðlum í dag og var spurður út í skeggvöxtinn. Hann sagðist ekki vera búinn að ákveða hvenær það yrði rakað af en það stóð alltaf til hjá honum að líta svona út á EM 2016. „Mér fannst alltaf svo geðveikt töff að sjá Kára Kristján [Kristjánsson] og Robba Gunn [Róbert Gunnarsson] vel skeggjaða á stórmóti að halda uppi heiðri víkingaútlitsins. Þannig stal ég hugmyndinni af þeim og þetta hefur gengið eftir,“ sagði Aron hress og kátur. Fyrirliðinn veit ekkert hvenær skeggið fer úr þessu en möguleiki var á að Aron myndi raka það strax eftir átökin gegn Cristiano Ronaldo og félögum í Saint-Étienne. „Ég ætlaði hugsanlega að raka mig eftir fyrsta leikinn en svo erum við bara ekki búnir að tapa leik. Það er heldur ekkert að fara að gerast núna,“ sagði Aron Einar Gunnarsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Fékk kökk í hálsinn yfir myndbandinu með Óliver Breka Aron Einar Gunnarsson segist hafa ákveðið að standa sig "nógu andskoti vel“ eftir að hafa misst af fæðingu sonar síns. 1. júlí 2016 14:30 Aron um meiðslin: Aðrir vöðvar gefa sig Segist vera í góðu sambandi við sjúkraþjálfara Cardiff sem voru ekki bjartsýnir á þátttöku Arons Einar á EM. 1. júlí 2016 14:30 Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, er orðinn vel þekktur á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir sinn mikla og glæsilega skeggvöxt. Talað er um Akureyringinn sem sannan víking og þá sérstaklega þegar hann leiðir íslensku þjóðina í víkingakallinu sem nánast allir stærstu fjölmiðlar heims hafa fjallað um. Aron settist niður með íslenskum fjölmiðlum í dag og var spurður út í skeggvöxtinn. Hann sagðist ekki vera búinn að ákveða hvenær það yrði rakað af en það stóð alltaf til hjá honum að líta svona út á EM 2016. „Mér fannst alltaf svo geðveikt töff að sjá Kára Kristján [Kristjánsson] og Robba Gunn [Róbert Gunnarsson] vel skeggjaða á stórmóti að halda uppi heiðri víkingaútlitsins. Þannig stal ég hugmyndinni af þeim og þetta hefur gengið eftir,“ sagði Aron hress og kátur. Fyrirliðinn veit ekkert hvenær skeggið fer úr þessu en möguleiki var á að Aron myndi raka það strax eftir átökin gegn Cristiano Ronaldo og félögum í Saint-Étienne. „Ég ætlaði hugsanlega að raka mig eftir fyrsta leikinn en svo erum við bara ekki búnir að tapa leik. Það er heldur ekkert að fara að gerast núna,“ sagði Aron Einar Gunnarsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Fékk kökk í hálsinn yfir myndbandinu með Óliver Breka Aron Einar Gunnarsson segist hafa ákveðið að standa sig "nógu andskoti vel“ eftir að hafa misst af fæðingu sonar síns. 1. júlí 2016 14:30 Aron um meiðslin: Aðrir vöðvar gefa sig Segist vera í góðu sambandi við sjúkraþjálfara Cardiff sem voru ekki bjartsýnir á þátttöku Arons Einar á EM. 1. júlí 2016 14:30 Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Fékk kökk í hálsinn yfir myndbandinu með Óliver Breka Aron Einar Gunnarsson segist hafa ákveðið að standa sig "nógu andskoti vel“ eftir að hafa misst af fæðingu sonar síns. 1. júlí 2016 14:30
Aron um meiðslin: Aðrir vöðvar gefa sig Segist vera í góðu sambandi við sjúkraþjálfara Cardiff sem voru ekki bjartsýnir á þátttöku Arons Einar á EM. 1. júlí 2016 14:30