Atburðarásin eins og í House of Cards Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. júlí 2016 06:00 Michael Gove, dómsmálaráðherra, er líkt við Frank Underwood. Nordicphotos/AFP Michael Gove, dómsmálaráðherra og frambjóðanda til embættis formanns Íhaldsflokks Breta, var í gær líkt við undirförlu sjónvarpspersónurnar Francis Urquhart og Frank Underwood í bresku og bandarísku útgáfum þáttanna House of Cards. Var það meðal annars gert í BBC, Washington Post og The Telegraph. Gove, sem hugðist styðja Boris Johnson í formannsstól, tilkynnti í fyrradag að hann byði sig sjálfur fram. Johnson væri ekki réttur leiðtogi fyrir Bretland en sá sem verður formaður flokksins tekur við forsætisráðherraembættinu af David Cameron. The Telegraph sagði Gove hafa hringt í Lynton Crosby, kosningastjóra Johnsons, og sagt honum frá ætlan sinni. Crosby og Johnson voru þá á lokametrunum við að undirbúa tilkynningu Johnsons um framboð en í kjölfarið hættu þeir við. Þá segir The Telegraph Johnson og Gove hafa átt að mynda saman svokallað draumaframboð en þeir börðust einna harðast fyrir Brexit, aðskilnaði Bretlands frá Evrópusambandinu, sem samþykktur var í þjóðaratkvæðagreiðslu í síðustu viku. Samflokksmenn Goves hafa einnig gagnrýnt hann fyrir ákvörðun hans. Anna Soubry, viðskiptaráðherra Bretlands, sagði í gær að Gove hefði hegðað sér á vítaverðan hátt. Hvatti hún þá Gove til að hætta við og leyfa flokksmönnum að fylkja sér að baki helsta mótframbjóðanda hans, innanríkisráðherranum Theresu May. Gove vísaði ásökunum hins vegar á bug í gær. Sagðist hann ekki bjóða sig fram vegna persónulegs metnaðar heldur vegna sannfæringar sinnar um hvað væri rétt fyrir Bretland. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júlí 2016 Brexit Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Michael Gove, dómsmálaráðherra og frambjóðanda til embættis formanns Íhaldsflokks Breta, var í gær líkt við undirförlu sjónvarpspersónurnar Francis Urquhart og Frank Underwood í bresku og bandarísku útgáfum þáttanna House of Cards. Var það meðal annars gert í BBC, Washington Post og The Telegraph. Gove, sem hugðist styðja Boris Johnson í formannsstól, tilkynnti í fyrradag að hann byði sig sjálfur fram. Johnson væri ekki réttur leiðtogi fyrir Bretland en sá sem verður formaður flokksins tekur við forsætisráðherraembættinu af David Cameron. The Telegraph sagði Gove hafa hringt í Lynton Crosby, kosningastjóra Johnsons, og sagt honum frá ætlan sinni. Crosby og Johnson voru þá á lokametrunum við að undirbúa tilkynningu Johnsons um framboð en í kjölfarið hættu þeir við. Þá segir The Telegraph Johnson og Gove hafa átt að mynda saman svokallað draumaframboð en þeir börðust einna harðast fyrir Brexit, aðskilnaði Bretlands frá Evrópusambandinu, sem samþykktur var í þjóðaratkvæðagreiðslu í síðustu viku. Samflokksmenn Goves hafa einnig gagnrýnt hann fyrir ákvörðun hans. Anna Soubry, viðskiptaráðherra Bretlands, sagði í gær að Gove hefði hegðað sér á vítaverðan hátt. Hvatti hún þá Gove til að hætta við og leyfa flokksmönnum að fylkja sér að baki helsta mótframbjóðanda hans, innanríkisráðherranum Theresu May. Gove vísaði ásökunum hins vegar á bug í gær. Sagðist hann ekki bjóða sig fram vegna persónulegs metnaðar heldur vegna sannfæringar sinnar um hvað væri rétt fyrir Bretland. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júlí 2016
Brexit Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira