Einkunnir eftir tapið gegn Frökkum: Gylfi bestur 3. júlí 2016 20:55 Gylfi var valinn maður leiksins á Vísi. vísir/getty Ísland er úr leik á Evrópumótinu í Frakklandi eftir 5-2 tap gegn Frakklandi á Stade de France í kvöld. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Íslands því eftir tuttugu mínútna leik var staðan orðin 2-0. Staðan var svo 4-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik klóruðu okkar menn aðeins í bakkann, en þeir Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason skoruðu mörk Íslands í síðari hálfleiknum. Lokatölur, eins og áður segir 5-2, en Vísir valdi Gylfa Þór Sigurðsson mann leiksins með sjö í einkunn. Einkunnir alla leikmanna auk umsagna má sjá hér að neðan.Einkunnagjöf Íslands:Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 4 Fengum ekkert aukalega frá Hannesi sem var vitað mál að við þyrftum. Fimmta markið skrifast að stóru leyti á hann.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 5 Óþreytandi upp og niður völlinn en átti sem fyrr erfitt með að koma boltanum fyrir úr góðri stöðu.Kári Árnason, miðvörður 4 Þeir Ragnar hikstuðu í samvinnunni í fyrsta markinu og Kári leit illa út í fjórða markinu þótt heppnin hafi verið með Frökkum. Skipt útaf í hálfleik.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 5 Samvinnan í hjarta varnarinnar gekk ekki vel í fyrri hálfleik sem hefur verið einn af lyklunum að velgengni liðsins.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Öruggur í varnarleiknum en kom lítið út úr honum sóknarlega. Lagði upp seinna markið með fínni fyrirgjöf.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 6 Skapaði besta færi Íslands í fyrri hálfleik og var mikið í boltanum, skapandi og líflegur. Hélt því áfram þegar hann færði sig á vinstri kantinn í síðari hálfleik.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 6 Sýndi gríðarlegan dugnað á miðjunni og leiddi liðið í baráttunni.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Besti maður Íslands í leiknum. Dró vagninn í sóknarleiknum og gaf okkur von um að geta skorað í leiknum. Flest færi Íslands komu eftir gullspyrnur Gylfa.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 5 Átti afar erfitt uppdráttar og komst seint í takt við leikinn. Nýttist lítið í sóknarleiknum og kom ekkert út úr þeim Ara vinstra megin í fyrri hálfleik. Virkaði andlaus lengi vel en skoraði gott mark í lokin.Jón Daði Böðvarsson 5 Fékk besta færi Íslands í fyrri hálflleiknum en náði ekki að stýra boltanum í markið. Duglegur að vanda en vantaði styrk í baráttunni við nautsterka miðverði Frakkanna.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 6 Skoraði mark Íslands og vann einvígin sín í loftinu. Minnti franska fótboltaunnendur á styrkleika sína.Varamenn:Alfreð Finnbogason 6 - (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 46. mínútu) Átti fína innkomu, var mikið í boltanum og kom sér í færi.Sverrir Ingi Ingason 5 - (Kom inn á fyrir Kára Árnason á 46. mínútu) Leit illa út í fimmta marki Frakka og fór illa með algjört dauðafæri í síðari hálfleik. Minnti samt á hve björt framtíðin er með hann í vörninni, gríðarlega ógnandi í föstum leikatriðum.Eiður Smári Guðjohnsen - (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 83. mínútu) Goðsögnin lauk ferlinum með fyrirliðabandið og Ísland skoraði augnabliki eftir innkomuna. Takk. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira
Ísland er úr leik á Evrópumótinu í Frakklandi eftir 5-2 tap gegn Frakklandi á Stade de France í kvöld. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Íslands því eftir tuttugu mínútna leik var staðan orðin 2-0. Staðan var svo 4-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik klóruðu okkar menn aðeins í bakkann, en þeir Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason skoruðu mörk Íslands í síðari hálfleiknum. Lokatölur, eins og áður segir 5-2, en Vísir valdi Gylfa Þór Sigurðsson mann leiksins með sjö í einkunn. Einkunnir alla leikmanna auk umsagna má sjá hér að neðan.Einkunnagjöf Íslands:Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 4 Fengum ekkert aukalega frá Hannesi sem var vitað mál að við þyrftum. Fimmta markið skrifast að stóru leyti á hann.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 5 Óþreytandi upp og niður völlinn en átti sem fyrr erfitt með að koma boltanum fyrir úr góðri stöðu.Kári Árnason, miðvörður 4 Þeir Ragnar hikstuðu í samvinnunni í fyrsta markinu og Kári leit illa út í fjórða markinu þótt heppnin hafi verið með Frökkum. Skipt útaf í hálfleik.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 5 Samvinnan í hjarta varnarinnar gekk ekki vel í fyrri hálfleik sem hefur verið einn af lyklunum að velgengni liðsins.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Öruggur í varnarleiknum en kom lítið út úr honum sóknarlega. Lagði upp seinna markið með fínni fyrirgjöf.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 6 Skapaði besta færi Íslands í fyrri hálfleik og var mikið í boltanum, skapandi og líflegur. Hélt því áfram þegar hann færði sig á vinstri kantinn í síðari hálfleik.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 6 Sýndi gríðarlegan dugnað á miðjunni og leiddi liðið í baráttunni.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Besti maður Íslands í leiknum. Dró vagninn í sóknarleiknum og gaf okkur von um að geta skorað í leiknum. Flest færi Íslands komu eftir gullspyrnur Gylfa.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 5 Átti afar erfitt uppdráttar og komst seint í takt við leikinn. Nýttist lítið í sóknarleiknum og kom ekkert út úr þeim Ara vinstra megin í fyrri hálfleik. Virkaði andlaus lengi vel en skoraði gott mark í lokin.Jón Daði Böðvarsson 5 Fékk besta færi Íslands í fyrri hálflleiknum en náði ekki að stýra boltanum í markið. Duglegur að vanda en vantaði styrk í baráttunni við nautsterka miðverði Frakkanna.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 6 Skoraði mark Íslands og vann einvígin sín í loftinu. Minnti franska fótboltaunnendur á styrkleika sína.Varamenn:Alfreð Finnbogason 6 - (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 46. mínútu) Átti fína innkomu, var mikið í boltanum og kom sér í færi.Sverrir Ingi Ingason 5 - (Kom inn á fyrir Kára Árnason á 46. mínútu) Leit illa út í fimmta marki Frakka og fór illa með algjört dauðafæri í síðari hálfleik. Minnti samt á hve björt framtíðin er með hann í vörninni, gríðarlega ógnandi í föstum leikatriðum.Eiður Smári Guðjohnsen - (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 83. mínútu) Goðsögnin lauk ferlinum með fyrirliðabandið og Ísland skoraði augnabliki eftir innkomuna. Takk.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira