Það voru margir sem biðu spenntir eftir Vetements sýningunni enda var erfitt að spá fyrir hverju þeir mundu spila fram enda verður merkið seint flokkað undir hátísku. Það var því skemmtilegt þegar í ljós kom að Vetements hefðu farið í samstarf við 18 önnur tískumerki fyrir nýju línuna.
Merkin sem að Vetements var meðal annars að vinna með voru Levi's, Juicy Couture, Champion, Carhartt og Manolo Blahnik. Það sem hefur vakið mesta athygli eftir sýninguna eru Manolo skórnir sem eru heldur óvenjulegir, eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan, og Juicy Couture en það merki er þekktast fyrir að selja velúr peysur og buxur sem voru í miklu uppáhaldi hjá stjörnum á borð við Paris Hilton og Jennifer Lopez árið 2004.
Önnur merki sem unnu með Vetements í sýningunni voru Alpha Industries, Brioni, Canada Goose, Carhartt, Champion, Church's, Comme des Garcons, Dr. Marten's, Eastpak, Hanes, Lucchese, Mackintosh, Manolo Blahnik, Reebok and Schott.






