Unglingalandsliðsmennirnir Aron Elís Þrándarson og Adam Örn Arnarson voru báðir í byrjunarliði Aalesund sem beið lægri hlut fyrir Strømsgodset, 4-2, í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Aalesund er í 12. sæti deildarinnar með 12 stig eftir 14 umferðir en Strømsgodset í því þriðja með 26 stig, sjö stigum á eftir toppliði Rosenborg.
Fyrri hálfleikur var mjög fjörugur en eftir 34. mínútna leik var staðan orðin 2-2.
Mostafa Abdellaoue kom Aalesund yfir strax á 5. mínútu en Muhamed Keita jafnaði metin tólf mínútum síðar. Mikkel Kirkeskov varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 26. mínútu.
Aalesund átti hins vegar síðasta orðið í fyrri hálfleik þegar Peter Orry Larsen skoraði eftir sendingu Arons Elísar. Þetta var önnur stoðsending Víkingsins á tímabilinu.
Í seinni hálfleik reyndust leikmenn Strømsgodset svo sterkari og tryggðu sér sigurinn með mörkum frá Lars Vilsvik og Flamur Kastrati.
Aron Elís lék allan leikinn en Adam Örn fór af velli á 85. mínútu. Í hans stað kom Grindvíkingurinn Daníel Leó Grétarsson.
Stoðsending Arons Elísar dugði ekki til
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



„Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“
Körfubolti

Átti Henderson að fá rautt spjald?
Enski boltinn

Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni
Íslenski boltinn

Löggan óskaði Hildigunni til hamingju
Handbolti



„Æfingu morgundagsins er aflýst“
Enski boltinn
