Pólitískum metnaði fullnægt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. júlí 2016 07:00 Nigel Farage var kampakátur þegar ljóst varð að Bretar hefðu samþykkt Brexit. Nordicphotos/AFP Nigel Farage tilkynnti í gær að hann myndi hætta sem formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP). Í viðtali við BBC sagðist Farage ætla að hætta núna þar sem pólitískum metnaði hans hafði verið fullnægt auk þess sem flokkur hans stæði vel. Vísaði hann þar til þess að Bretar kusu að skilja sig frá Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tveimur vikum, svokallað Brexit. Farage hafði sjálfur barist fyrir Brexit í um tuttugu ár. „Á meðan kosningabaráttan stóð sagðist ég vilja fá landið mitt til baka. Nú vil ég fá líf mitt til baka,“ sagði Farage í gær. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Farage segir af sér formennsku en það hefur hann gert tvisvar áður. Hann var fyrst kosinn til formennsku árið 2006 og sinnti því embætti til 2009. Hann sneri aftur fyrir þingkosningar árið 2010 og sagði af sér eftir að hafa ekki náð inn á þing árið 2015. Þrátt fyrir að hafa fengið um þrettán prósent atkvæða fékk flokkur hans aðeins eitt þingsæti af 650. Á meðan fékk Skoski þjóðarflokkurinn (SNP) 4,7 prósent atkvæða en 56 þingsæti. Farage dró þó afsögn sína til baka fljótlega í það skiptið og sneri aftur til að berjast fyrir Brexit. Farage hefur gegnt þingmennsku á Evrópuþinginu frá árinu 1999 en búist er við því að hann láti einnig af því embætti innan skamms þar sem Bretar hyggjast yfirgefa Evrópusambandið og munu því ekki eiga nein sæti á þingi þess. Skrautlegum ferli Farage í stjórnmálum virðist því vera að ljúka en hann útilokaði í gær að hann myndi snúa aftur í stjórnmál. Þó sagðist hann geta hugsað sér að sitja í samninganefnd Bretlands þegar samið verður um skilmála útgöngunnar. Enginn meðlima UKIP greip gæsina í gær og lýsti yfir formannsframboði. Þá útilokaði eini þingmaður UKIP, Douglas Carswell, formannsframboð. „Líkurnar á því eru á milli þess að vera engar og núll,“ sagði Carswell við BBC en hann setti mynd af broskalli á Twitter um leið og Farage tilkynnti um áform sín. Ósætti hefur verið á milli Farage og Carswells undanfarið vegna þess hvernig flokknum hefur verið stýrt en þeir sammæltust þó í gær um að helsta sóknarfæri flokksins lægi í því að sækja í kjósendur Verkamannaflokksins.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Nigel Farage tilkynnti í gær að hann myndi hætta sem formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP). Í viðtali við BBC sagðist Farage ætla að hætta núna þar sem pólitískum metnaði hans hafði verið fullnægt auk þess sem flokkur hans stæði vel. Vísaði hann þar til þess að Bretar kusu að skilja sig frá Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tveimur vikum, svokallað Brexit. Farage hafði sjálfur barist fyrir Brexit í um tuttugu ár. „Á meðan kosningabaráttan stóð sagðist ég vilja fá landið mitt til baka. Nú vil ég fá líf mitt til baka,“ sagði Farage í gær. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Farage segir af sér formennsku en það hefur hann gert tvisvar áður. Hann var fyrst kosinn til formennsku árið 2006 og sinnti því embætti til 2009. Hann sneri aftur fyrir þingkosningar árið 2010 og sagði af sér eftir að hafa ekki náð inn á þing árið 2015. Þrátt fyrir að hafa fengið um þrettán prósent atkvæða fékk flokkur hans aðeins eitt þingsæti af 650. Á meðan fékk Skoski þjóðarflokkurinn (SNP) 4,7 prósent atkvæða en 56 þingsæti. Farage dró þó afsögn sína til baka fljótlega í það skiptið og sneri aftur til að berjast fyrir Brexit. Farage hefur gegnt þingmennsku á Evrópuþinginu frá árinu 1999 en búist er við því að hann láti einnig af því embætti innan skamms þar sem Bretar hyggjast yfirgefa Evrópusambandið og munu því ekki eiga nein sæti á þingi þess. Skrautlegum ferli Farage í stjórnmálum virðist því vera að ljúka en hann útilokaði í gær að hann myndi snúa aftur í stjórnmál. Þó sagðist hann geta hugsað sér að sitja í samninganefnd Bretlands þegar samið verður um skilmála útgöngunnar. Enginn meðlima UKIP greip gæsina í gær og lýsti yfir formannsframboði. Þá útilokaði eini þingmaður UKIP, Douglas Carswell, formannsframboð. „Líkurnar á því eru á milli þess að vera engar og núll,“ sagði Carswell við BBC en hann setti mynd af broskalli á Twitter um leið og Farage tilkynnti um áform sín. Ósætti hefur verið á milli Farage og Carswells undanfarið vegna þess hvernig flokknum hefur verið stýrt en þeir sammæltust þó í gær um að helsta sóknarfæri flokksins lægi í því að sækja í kjósendur Verkamannaflokksins.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira