Besti knattspyrnumaður allra tíma, Argentínumaðurinn Diego Armando Maradona, hefur fylgst vel með EM í Frakklandi.
Hann er spenntur fyrir undanúrslitaleik Wales og Portúgal í kvöld þar sem Real Madrid-stjörnurnar Gareth Bale og Cristiano Ronaldo mætast.
Á meðan Bale hefur skorað þrjú mörk og leikið frábærlega hefur Portúgal ekki enn unnið leik á 90 mínútum.
„Framlag Bale og Ronaldo mun skipta gríðarlega miklu máli í þessum leik,“ segir Maradona.
„Bale er búinn að færa sínu liði meira en Ronaldo hefur fært sínu til þessa.“
Leikur liðanna í undanúrslitum EM er klukkan 19.00 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Maradona: Bale er búinn að vera betri en Ronaldo
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
