5 ástæður til að fagna komu H&M til Íslands Ritstjórn skrifar 8. júlí 2016 10:45 Haust-og vetrarlína HM er glæsileg eins og sjá má. Myndir/HM Nú hefur það loksins verið staðfest, eftir margra ára vangaveltur, sænska verslanakeðjan Hennes & Mauritz er að opna á Íslandi. Ekki er vitað með hvenær nákvæmlega er fyrirhuguð opnun en næsta vor ætti að vera vel gerlegt. Hver fagnar ekki þessum fréttum? Ritstjórn Glamour tók saman 5 ástæður fyrir því afhverju það er tilefni til að skála fyrir komu H&M til Íslands í kvöld. 1. Loksins. loksins, loksins getum við farið í frí til útlanda án þess að vera með pressuna bakvið eyrað að ná að komast í H&M til að birgja sig upp af nauðsynjarvöru í fataskápa heimilisins fyrir árið. Eða að kaupa jólagjafir á stórfjölskylduna. Nú er bara hægt að gera það hvenær sem er, allan ársins hring, heima og nýta fríið í að slaka á. Carol Lim og Humberto Leo frá Kenzo með Ann Sofie Johannsson frá H&M.Glamour/Getty2. Þegar stórfréttir um næsta fræga hönnunarsamstarf H&M rata til fréttirnar hér á landi getum við látið okkur hlakka til í stað þess að fara strax að athuga með flug til útlanda til að fá að vera með í fjörinu. Við missum líklegast af Kenzo en sperrum eyrun fyrir næsta ár. 3. Stór fataverslun í 101 Reykjavík! H&M hefur undirritað leigusamningun í Hafnartorgi (nýja húsið sem er verið að byggja beint á móti Arnarhól) og má draga þá ályktun að stærsta verslun þeirra hér á landi verði þar. Ekki hótel, ekki lundabúð, ekki veitingastaður. Fatabúð. Jej! 4. Aukin samkeppni og aukið vöruúrval á Íslandi. Og það í fatageiranum! Svo hefur mikið bæst í H&M fjölskylduna undanfarin ár. Heimilisdeild og glæsileg íþróttadeild sem kemur á óvart svo eitthvað sé nefnt. 5. Gera má ráð fyrir að koma verslanarisa á borð við H&M til landsins ýti fleiri risum til að horfa hingað til lands með það í huga að opna nýjar verslanir. Við erum að krossa putta yfir nokkrum góðum sem eru líka í uppáhaldi. Justin Bieber hefði aldrei komið til Íslands nema vegna þess að Justin Timberlake var búinn að gera það gott ... eða eitthvað þannig. Glamour Tíska Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir H&M kemur í Smáralind og Hafnartorg Leigusamningar undirritaðir í dag. 8. júlí 2016 07:50 Á von á sambærilegu verði í H&M á Íslandi Fatarisinn H&M mun opna verslanir í miðbæ Reykjavíkur, Kringlunni og Smáralind. 8. júlí 2016 09:24 Einnig stefnt að opnun H&M í Kringlunni Ef allt gengur eftir mun H&M einnig opna í Kringlunni 8. júlí 2016 09:34 Mest lesið "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Gucci hættir að nota alvöru loð Glamour Blake Lively best klædd í Cannes Glamour Angelina Jolie er andlit ilmvatnsherferðar Guerlain Glamour Facebook-hópurinn Merkjavörur verður að verslun í miðbænum Glamour Þú ert ógeðsleg! Glamour Hæst launuðu fyrirsætur heims Glamour Allt of mikið af öllu Glamour Létt og ljómandi fermingarförðun sem fer öllum vel Glamour
Nú hefur það loksins verið staðfest, eftir margra ára vangaveltur, sænska verslanakeðjan Hennes & Mauritz er að opna á Íslandi. Ekki er vitað með hvenær nákvæmlega er fyrirhuguð opnun en næsta vor ætti að vera vel gerlegt. Hver fagnar ekki þessum fréttum? Ritstjórn Glamour tók saman 5 ástæður fyrir því afhverju það er tilefni til að skála fyrir komu H&M til Íslands í kvöld. 1. Loksins. loksins, loksins getum við farið í frí til útlanda án þess að vera með pressuna bakvið eyrað að ná að komast í H&M til að birgja sig upp af nauðsynjarvöru í fataskápa heimilisins fyrir árið. Eða að kaupa jólagjafir á stórfjölskylduna. Nú er bara hægt að gera það hvenær sem er, allan ársins hring, heima og nýta fríið í að slaka á. Carol Lim og Humberto Leo frá Kenzo með Ann Sofie Johannsson frá H&M.Glamour/Getty2. Þegar stórfréttir um næsta fræga hönnunarsamstarf H&M rata til fréttirnar hér á landi getum við látið okkur hlakka til í stað þess að fara strax að athuga með flug til útlanda til að fá að vera með í fjörinu. Við missum líklegast af Kenzo en sperrum eyrun fyrir næsta ár. 3. Stór fataverslun í 101 Reykjavík! H&M hefur undirritað leigusamningun í Hafnartorgi (nýja húsið sem er verið að byggja beint á móti Arnarhól) og má draga þá ályktun að stærsta verslun þeirra hér á landi verði þar. Ekki hótel, ekki lundabúð, ekki veitingastaður. Fatabúð. Jej! 4. Aukin samkeppni og aukið vöruúrval á Íslandi. Og það í fatageiranum! Svo hefur mikið bæst í H&M fjölskylduna undanfarin ár. Heimilisdeild og glæsileg íþróttadeild sem kemur á óvart svo eitthvað sé nefnt. 5. Gera má ráð fyrir að koma verslanarisa á borð við H&M til landsins ýti fleiri risum til að horfa hingað til lands með það í huga að opna nýjar verslanir. Við erum að krossa putta yfir nokkrum góðum sem eru líka í uppáhaldi. Justin Bieber hefði aldrei komið til Íslands nema vegna þess að Justin Timberlake var búinn að gera það gott ... eða eitthvað þannig.
Glamour Tíska Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir H&M kemur í Smáralind og Hafnartorg Leigusamningar undirritaðir í dag. 8. júlí 2016 07:50 Á von á sambærilegu verði í H&M á Íslandi Fatarisinn H&M mun opna verslanir í miðbæ Reykjavíkur, Kringlunni og Smáralind. 8. júlí 2016 09:24 Einnig stefnt að opnun H&M í Kringlunni Ef allt gengur eftir mun H&M einnig opna í Kringlunni 8. júlí 2016 09:34 Mest lesið "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Gucci hættir að nota alvöru loð Glamour Blake Lively best klædd í Cannes Glamour Angelina Jolie er andlit ilmvatnsherferðar Guerlain Glamour Facebook-hópurinn Merkjavörur verður að verslun í miðbænum Glamour Þú ert ógeðsleg! Glamour Hæst launuðu fyrirsætur heims Glamour Allt of mikið af öllu Glamour Létt og ljómandi fermingarförðun sem fer öllum vel Glamour
Á von á sambærilegu verði í H&M á Íslandi Fatarisinn H&M mun opna verslanir í miðbæ Reykjavíkur, Kringlunni og Smáralind. 8. júlí 2016 09:24
Einnig stefnt að opnun H&M í Kringlunni Ef allt gengur eftir mun H&M einnig opna í Kringlunni 8. júlí 2016 09:34