Síðasta V8 vél Audi? Finnur Thorlacius skrifar 8. júlí 2016 10:43 Audi SQ7 er með 435 hestafla V8 dísilvél. Audi Þar sem Audi leggur nú höfuðáherslu á smíði sparneytinna bíla og þá helst knúna rafmagni gætu V8 vélar Audi runnið sitt skeið bráðlega. Stefna Audi er að 25%-35% bíla þeirra árið 2025 verði knúnir rafmagni og öll áhersla í þróun nýrra bíla hjá fyrirtækinu er á slíka bíla. Í því ljósi er harla ólíklegt að Audi muni eyða miklu púðri í að þróa nýjar V8 vélar sem er jú ávallt fremur eyðslufrekar vegna stærðar sinnar. Audi býður nú til dæmis V8 dísilvél í SQ7 jeppa sínum sem sturtar út 435 hestöflum til allra hjólanna og kemur honum í 100 km hraða á litlum 4,8 sekúndum. Þar vantar ekki aflið en til þess þarf að brenna dágóðum dropanum og það rýmar ekki beint við nýja stefnu Audi. Þessi tiltekna vél verður einnig í boði í nýjum Porsche Panamera og þar verður hún líklega enn öflugri, enda Porsche bílar eru skörinni hærra í goggunarröð Volkswagen bílafjölskyldunnar. Ekki er ljóst hvenær Audi mun hætta að bjóða V8 vélar í bílum sínum og vonandi er það ekki alveg á næstunni. Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent
Þar sem Audi leggur nú höfuðáherslu á smíði sparneytinna bíla og þá helst knúna rafmagni gætu V8 vélar Audi runnið sitt skeið bráðlega. Stefna Audi er að 25%-35% bíla þeirra árið 2025 verði knúnir rafmagni og öll áhersla í þróun nýrra bíla hjá fyrirtækinu er á slíka bíla. Í því ljósi er harla ólíklegt að Audi muni eyða miklu púðri í að þróa nýjar V8 vélar sem er jú ávallt fremur eyðslufrekar vegna stærðar sinnar. Audi býður nú til dæmis V8 dísilvél í SQ7 jeppa sínum sem sturtar út 435 hestöflum til allra hjólanna og kemur honum í 100 km hraða á litlum 4,8 sekúndum. Þar vantar ekki aflið en til þess þarf að brenna dágóðum dropanum og það rýmar ekki beint við nýja stefnu Audi. Þessi tiltekna vél verður einnig í boði í nýjum Porsche Panamera og þar verður hún líklega enn öflugri, enda Porsche bílar eru skörinni hærra í goggunarröð Volkswagen bílafjölskyldunnar. Ekki er ljóst hvenær Audi mun hætta að bjóða V8 vélar í bílum sínum og vonandi er það ekki alveg á næstunni.
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent