Ragnar: Fékk gæsahúð er ég heyrði Shearer tala um mig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. júlí 2016 15:00 Ragnar faðmar Aron Einar á EM. vísir/getty Ragnar Sigurðsson stóð sig stórkostlega á EM í knattspyrnu og frammistaða hans vakti athygli víða um heim. „Ég er ótrúlega ánægður með hvernig þetta spilaðist fyrir mig persónulega og fyrir liðið,“ sagði Ragnar í samtali við Harmageddon á X-inu 977. Ragnar spilar með Krasnodar í Rússlandi en gæti fært sig um set í sumar. „Auðvitað dreymir mig um að komast í stærri og flottari deild. Mér líður samt vel í Rússlandi og er ekki að fara bara eitthvað. England er minn draumur samt. Ég er búinn að heyra af áhuga hér og þar. Örugglega helmingurinn af því sem maður les samt á netinu er örugglega bull og vitleysa,“ segir Ragnar sem hefur bæði verið orðaður við Liverpool og Everton á netmiðlum. „Það myndi ekki skipta mig máli með hvoru liðinu ég myndi spila. Ég held að þessi tvö lið séu samt ekkert að spá í mér. Það eru bara slúðursögur á netinu. Ég veit samt að það er áhugi frá einhverjum liðum á Englandi.“ Ragnar er Árbæingur og spilaði upp yngri flokkana hjá Fylki. „Mig hafði alltaf dreymt um atvinnumennsku og ég skildi ekki af hverju ég var ekki farinn út þó svo ég væri ekki að spila með Fylki. Ég sá ekki fram á að fá sénsinn í Fylki og vildi komast á lán. Þá var ég að spila sem miðjumaður og komst ekkert að enda var Fylkir með bestu miðjumenn landsins. Þórhallur Dan var svo að hætta sem miðvörður og þá setti ég mér það markmið að taka það sæti. „Ég var alltaf miðjumaður og fínn í þeirri stöðu þá. Auðvitað væri skemmtilegra að vera miðjumaður en varnarmaður en ég er ekkert viss um að ég hefði komist langt sem miðjumaður. Ég er miklu betri í vörninni.“ Eftir leik Englands og Íslands þá talaði enska goðsögnin Alan Shearer afar fallega um Ragnar í breska sjónvarpinu. „Þvílík goðsögn sem Shearer er. Að heyra hann tala svona um mann er frekar óraunverulegt. Ég fékk bara gæsahúð er ég hlustaði og er að fá aftur gæsahúð núna,“ segir Ragnar. Hlusta má á viðtalið við Ragnar í heild sinni hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Ragnar Sigurðsson stóð sig stórkostlega á EM í knattspyrnu og frammistaða hans vakti athygli víða um heim. „Ég er ótrúlega ánægður með hvernig þetta spilaðist fyrir mig persónulega og fyrir liðið,“ sagði Ragnar í samtali við Harmageddon á X-inu 977. Ragnar spilar með Krasnodar í Rússlandi en gæti fært sig um set í sumar. „Auðvitað dreymir mig um að komast í stærri og flottari deild. Mér líður samt vel í Rússlandi og er ekki að fara bara eitthvað. England er minn draumur samt. Ég er búinn að heyra af áhuga hér og þar. Örugglega helmingurinn af því sem maður les samt á netinu er örugglega bull og vitleysa,“ segir Ragnar sem hefur bæði verið orðaður við Liverpool og Everton á netmiðlum. „Það myndi ekki skipta mig máli með hvoru liðinu ég myndi spila. Ég held að þessi tvö lið séu samt ekkert að spá í mér. Það eru bara slúðursögur á netinu. Ég veit samt að það er áhugi frá einhverjum liðum á Englandi.“ Ragnar er Árbæingur og spilaði upp yngri flokkana hjá Fylki. „Mig hafði alltaf dreymt um atvinnumennsku og ég skildi ekki af hverju ég var ekki farinn út þó svo ég væri ekki að spila með Fylki. Ég sá ekki fram á að fá sénsinn í Fylki og vildi komast á lán. Þá var ég að spila sem miðjumaður og komst ekkert að enda var Fylkir með bestu miðjumenn landsins. Þórhallur Dan var svo að hætta sem miðvörður og þá setti ég mér það markmið að taka það sæti. „Ég var alltaf miðjumaður og fínn í þeirri stöðu þá. Auðvitað væri skemmtilegra að vera miðjumaður en varnarmaður en ég er ekkert viss um að ég hefði komist langt sem miðjumaður. Ég er miklu betri í vörninni.“ Eftir leik Englands og Íslands þá talaði enska goðsögnin Alan Shearer afar fallega um Ragnar í breska sjónvarpinu. „Þvílík goðsögn sem Shearer er. Að heyra hann tala svona um mann er frekar óraunverulegt. Ég fékk bara gæsahúð er ég hlustaði og er að fá aftur gæsahúð núna,“ segir Ragnar. Hlusta má á viðtalið við Ragnar í heild sinni hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira