Spánn og England leika til úrslita á EM kvennalandsliða í golfi á Urriðavelli.
Spánn lagði Þýskaland 4/3 í undanúrslitum í dag og England bar sigurorð af Sviss 4/3.
Danmörk og Svíþjóð leika um 4.-5. sætið og Finnar leika gegn Norðmönnum um 7.-8. Sætið.
Spánverjar hafa ekki fagnað þessum titli frá árinu 2013 og Englendingar hafa ekki unnið EM frá 1999.
Ísland tapaði 4/1 gegn Belgíu í dag og leikur um 15.-16. sætið.
