Kemur ekki til greina að afgreiða frumvörp um stjórnarskrá á sumarþingi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. júlí 2016 16:19 Þingmaður Pírata segir frumvörp stjórnarskrárnefndar vera örvæntingarfulla tilraun Framsóknarflokksins til þess að setja lengur á valdastólum. Vísir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir frumvörp stjórnarskrárnefndar vera örvæntingarfulla tilraun Framsóknarflokksins til þess að sitja lengur á valdastólum. Ekki komi til greina að málin verði kláruð fyrir kosningar í haust. Stjórnarskrárnefnd afhenti forsætisráðherra fyrir helgi frumvörp að þremur nýjum stjórnarskrárákvæðum um þjóðareign á náttúruauðlindum, umhverfis og náttúruvernd og þjóðaratkvæðagreiðslu að kröfu hluta kjósenda. Birgitta segir tillögurnar mjög vondar, þær séu útþynning á tillögum sem stjórnlagaráð samþykkti árið 2011.Það er ríkur vilji meðal stjórnmálaflokka að breyta stjórnarskránni, þó auðvitað með mismunandi hætti, væri ekki hægt að hugsa sér að þessar tillögur séu áfangi á þeirri vegferð?„Nei, í fyrsta lagi er ekkert tillit tekið til hundrað umsagna sem nefndinni voru sendar. Í öðru lagi er þetta einhver allokaðasta nefnd sem einhverntímann hefur verið til,“ segir Birgitta. Í frumvarpi nefndarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslur kemur fram að 15 prósent kosningabærra manna geti krafist þess að lög frá Alþingi verði borinn undir þjóðina í atkvæðagreiðslu. Til þess að hnekkja lögum samkvæmt ávæðinu þarf meirihluti í þjóðaratkvæðagreiðslu, þó minnst fjórðungur kosningabærra manna, að synja þeim samþykkis. „Að hafa svona háan þröskuld á hversu margir mæta á kjörstað er talið, meðal annars af Feneyjarnefndinni títtnefndu ólýðræðislegt. Við getum ekki fellt okkur við það að þjóðinni sé færður aukinn réttur til aðkomu að málum en á sama tíma sé rétturinn skertur á þennan hátt,“ segir Birgitta.Sigurður Ingi Jóhannson forsætisráðherra hefur boðað að frumvörpin verði lögð fram á Alþingi í ágúst. Birgitta segir þó ekki koma til greina að klára málin fyrir kosningar í haust. „Þetta á að fara í gegnum þingið með miklu hraði með tugi annarra mála sem ríkisstjórnin vill ná í gegn. Mér finnst þetta vera örvæntingarfull leið hjá Framsóknarflokknum til þess að fá að sitja lengur og fresta því að boða til kosninga,“ segir Birgitta. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Leggja til að 15 prósent geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu Stjórnarskrárnefnd hefur afhent forsætisráðherra þrjú frumvörp til stjórnarskipunarlaga 7. júlí 2016 11:33 Forsætisráðherra vill frumvörp um stjórnarskrá á sumarþing Forsætisráðherra hyggst leggja fram frumvörp að breytingum á stjórnskipunarlögum á sumarþingi. Stjórnarskrárnefnd hefur nú skilað af sér þremur lagafrumvörpum sem formaður nefndarinnar segir endurspegla það sem næst komist málamiðlun milli flokkanna um umdeild atriði. 7. júlí 2016 19:18 Breytingafrumvörp gætu dagað uppi Engin samstaða náðist um framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu í vinnu stjórnarskrárnefndar. Framsal valdheimilda er álitið nauðsynlegt til að Ísland geti orðið aðili að Evrópusambandinu. 8. júlí 2016 07:00 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir frumvörp stjórnarskrárnefndar vera örvæntingarfulla tilraun Framsóknarflokksins til þess að sitja lengur á valdastólum. Ekki komi til greina að málin verði kláruð fyrir kosningar í haust. Stjórnarskrárnefnd afhenti forsætisráðherra fyrir helgi frumvörp að þremur nýjum stjórnarskrárákvæðum um þjóðareign á náttúruauðlindum, umhverfis og náttúruvernd og þjóðaratkvæðagreiðslu að kröfu hluta kjósenda. Birgitta segir tillögurnar mjög vondar, þær séu útþynning á tillögum sem stjórnlagaráð samþykkti árið 2011.Það er ríkur vilji meðal stjórnmálaflokka að breyta stjórnarskránni, þó auðvitað með mismunandi hætti, væri ekki hægt að hugsa sér að þessar tillögur séu áfangi á þeirri vegferð?„Nei, í fyrsta lagi er ekkert tillit tekið til hundrað umsagna sem nefndinni voru sendar. Í öðru lagi er þetta einhver allokaðasta nefnd sem einhverntímann hefur verið til,“ segir Birgitta. Í frumvarpi nefndarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslur kemur fram að 15 prósent kosningabærra manna geti krafist þess að lög frá Alþingi verði borinn undir þjóðina í atkvæðagreiðslu. Til þess að hnekkja lögum samkvæmt ávæðinu þarf meirihluti í þjóðaratkvæðagreiðslu, þó minnst fjórðungur kosningabærra manna, að synja þeim samþykkis. „Að hafa svona háan þröskuld á hversu margir mæta á kjörstað er talið, meðal annars af Feneyjarnefndinni títtnefndu ólýðræðislegt. Við getum ekki fellt okkur við það að þjóðinni sé færður aukinn réttur til aðkomu að málum en á sama tíma sé rétturinn skertur á þennan hátt,“ segir Birgitta.Sigurður Ingi Jóhannson forsætisráðherra hefur boðað að frumvörpin verði lögð fram á Alþingi í ágúst. Birgitta segir þó ekki koma til greina að klára málin fyrir kosningar í haust. „Þetta á að fara í gegnum þingið með miklu hraði með tugi annarra mála sem ríkisstjórnin vill ná í gegn. Mér finnst þetta vera örvæntingarfull leið hjá Framsóknarflokknum til þess að fá að sitja lengur og fresta því að boða til kosninga,“ segir Birgitta.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Leggja til að 15 prósent geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu Stjórnarskrárnefnd hefur afhent forsætisráðherra þrjú frumvörp til stjórnarskipunarlaga 7. júlí 2016 11:33 Forsætisráðherra vill frumvörp um stjórnarskrá á sumarþing Forsætisráðherra hyggst leggja fram frumvörp að breytingum á stjórnskipunarlögum á sumarþingi. Stjórnarskrárnefnd hefur nú skilað af sér þremur lagafrumvörpum sem formaður nefndarinnar segir endurspegla það sem næst komist málamiðlun milli flokkanna um umdeild atriði. 7. júlí 2016 19:18 Breytingafrumvörp gætu dagað uppi Engin samstaða náðist um framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu í vinnu stjórnarskrárnefndar. Framsal valdheimilda er álitið nauðsynlegt til að Ísland geti orðið aðili að Evrópusambandinu. 8. júlí 2016 07:00 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Leggja til að 15 prósent geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu Stjórnarskrárnefnd hefur afhent forsætisráðherra þrjú frumvörp til stjórnarskipunarlaga 7. júlí 2016 11:33
Forsætisráðherra vill frumvörp um stjórnarskrá á sumarþing Forsætisráðherra hyggst leggja fram frumvörp að breytingum á stjórnskipunarlögum á sumarþingi. Stjórnarskrárnefnd hefur nú skilað af sér þremur lagafrumvörpum sem formaður nefndarinnar segir endurspegla það sem næst komist málamiðlun milli flokkanna um umdeild atriði. 7. júlí 2016 19:18
Breytingafrumvörp gætu dagað uppi Engin samstaða náðist um framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu í vinnu stjórnarskrárnefndar. Framsal valdheimilda er álitið nauðsynlegt til að Ísland geti orðið aðili að Evrópusambandinu. 8. júlí 2016 07:00