Rosenborg skellti Sarpsborg 08 5-2 í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Þrír Íslendingar voru í byrjunarliði norsku meistaranna.
Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn í vörn Rosenborg og Matthías Vilhjálmsson allan leikinn í sókninni en hann lagði upp fjórða mark liðsins í uppbótartíma.
Guðmundur Þórarinsson var einnig í byrjunarliðinu og lék fyrstu 60 mínútur leiksins.
Staðan í hálfleik var 1-1 en á þriðju mínútu komst Sarpsborg yfir. Fimm mínútum síðar var Rosenborg komin í 3-2 en norsku meistararnir gerðu út um leikinn með tveimur mörkum í uppbótartíma.
Rosenborg er með sex stiga forystu á toppi deildarinnar á Odd sem á leik til góða.
Aron Sigurðarson var í byrjunarliði Tromsö sem gerði 2-2 jafntefli við Haugesund og lék fyrstu 75 mínútur leiksins.
Elías Már Ómarsson var í byrjunarliði Vålerenga sem steinlá 4-1 gegn Brann. Elías Már var skipt á leikvelli á 60. mínútu.
Matthías lagði upp mark í stórsigri Rosenborg
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
