Heimildir herma að lögreglan hafi fengið símtal þar sem fram kom að menn væru á leið til borgarinnar frá Houston í þeim tilgangi að fella lögreglumenn.
Í frétt Reuters kemur fram að gæsla í kringum lögreglustöðina hafi verið aukin til muna. Ekki er vitað hve margir mynda meintan árásarhóp en ljóst er að lögreglan tekur ábendinguna alvegarlega.
Tveir dagar eru síðan fimm lögreglumenn í borginni voru felldir af leyniskyttu. Þeir lögreglumenn höfðu verið að fylgjast með mótmælum sem fram fóru eftir að lögreglumenn í Minnesota og Baton Rouge skutu tvo þeldökka menn til bana.
Fréttin verður uppfærð.
BREAKING: I'm being told I can't move until "they clear the garage". #Dallas pic.twitter.com/xzoj4fnUMO
— Ben Handelman (@BenHandelman) July 9, 2016