Barið í brestina Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 30. júní 2016 07:00 Ísland er neðst Norðurlandanna í vísitölu fyrir velferð samfélaga, svokallaðri SPI-vísitölu. Við föllum niður um sex sæti frá því í fyrra, vorum í fjórða sæti en erum nú í því tíunda. Vísitölu þessari er ætlað að horfa til annarra þátta en landsframleiðslu til að mæla velferð í þjóðfélögum, til dæmis er horft til gæða menntunar, heilbrigðisþjónustu, umburðarlyndis og tækifæra í samfélögum. Í Fréttablaðinu í gær segir Michael Green, framkvæmdastjóri The Social Progress Imperative sem mælir vísitölubreytingarnar, niðurstöðuna sýna að Ísland standi sig þó ekki verr en áður heldur séu aðrir að bæta sig og færast upp fyrir okkur. Helst er það offita, hátt húsnæðisverð, skortur á trúfrelsi og brottfall úr skólum sem dregur landið niður. En aðrir þættir hífa landið upp og við stöndum vel að vígi þegar kemur að grunnþörfum. Til dæmis lág tíðni vannæringar, lítill ungbarnadauði, fá dauðsföll vegna smitsjúkdóma, lítið ofbeldi og gott aðgengi að rafmagni, farsímaþjónustu og drykkjarvatni. Green segir að með vísitölunni geti stjórnvöld um allan heim horft til þeirra sem standa sig vel þegar þeir reyna að bæta líf þegna sinna. Þegar við erum með höfuðið í skýjunum eins og nú vegna velgengni íslenska knattspyrnulandsliðsins, er dægurþras hversdagsins okkur víðsfjarri. Fáir eru að spá mikið í gjaldeyrishöftin, almannatryggingakerfið eða kjaramálin nákvæmlega um þessar mundir, enda stærstu vandamálin víða hvar eigi að nálgast landsliðstreyjur eða góðar eftirlíkingar. Allir vona það heitt að ævintýrið haldi áfram sem lengst svo að raunveruleikinn haldi sig áfram fjarri. Því hér má ýmislegt betur fara. Margir hafa gagnrýnt fjölmiðla fyrir að segja of mikið frá því sem aflaga fer í samfélögum og gleyma því góða. En það er eitt aðalhlutverk fjölmiðlanna; að benda á brestina – svo hægt sé að berja í þá. Við verðum sem þjóð að standa okkur betur á ýmsum sviðum sem vísitalan mælir og fleirum. Það er óþolandi að sá sem hefur öll tækifæri til að skara fram úr geri það ekki. Það þekkir enska knattspyrnuliðið manna best, öfugt við hið íslenska. Niðurstaða velferðarvísitölunnar segir okkur, svart á hvítu, að á Íslandi er gott að búa. Grunnstoðirnar eru sterkar og þó við megum bæta okkur á ýmsum sviðum, þá eru vandamálin sem við erum að glíma við minniháttar í alþjóðlegum samanburði. Það er lúxus að þurfa ekki að hafa áhyggjur af smitsjúkdómum, vannæringu og skorti á hreinu vatni. Bent hefur verið á að gengi íslenska landsliðsins sé fyrst og fremst uppskera. Uppskera góðrar sáningar þegar kemur að yngri flokka starfi knattspyrnuhreyfingarinnar, uppbyggingu knattspyrnuhalla og leikvanga og öflugri þjálfun. Velferðarvísitalan sýnir okkur samtímis að við megum þakka verulega fyrir þá gæfu að fá að vera Íslendingar og einnig hvar við eigum að sá til að uppskera enn betur til að færast ofar og stefna á gullið.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. júní 2016 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun
Ísland er neðst Norðurlandanna í vísitölu fyrir velferð samfélaga, svokallaðri SPI-vísitölu. Við föllum niður um sex sæti frá því í fyrra, vorum í fjórða sæti en erum nú í því tíunda. Vísitölu þessari er ætlað að horfa til annarra þátta en landsframleiðslu til að mæla velferð í þjóðfélögum, til dæmis er horft til gæða menntunar, heilbrigðisþjónustu, umburðarlyndis og tækifæra í samfélögum. Í Fréttablaðinu í gær segir Michael Green, framkvæmdastjóri The Social Progress Imperative sem mælir vísitölubreytingarnar, niðurstöðuna sýna að Ísland standi sig þó ekki verr en áður heldur séu aðrir að bæta sig og færast upp fyrir okkur. Helst er það offita, hátt húsnæðisverð, skortur á trúfrelsi og brottfall úr skólum sem dregur landið niður. En aðrir þættir hífa landið upp og við stöndum vel að vígi þegar kemur að grunnþörfum. Til dæmis lág tíðni vannæringar, lítill ungbarnadauði, fá dauðsföll vegna smitsjúkdóma, lítið ofbeldi og gott aðgengi að rafmagni, farsímaþjónustu og drykkjarvatni. Green segir að með vísitölunni geti stjórnvöld um allan heim horft til þeirra sem standa sig vel þegar þeir reyna að bæta líf þegna sinna. Þegar við erum með höfuðið í skýjunum eins og nú vegna velgengni íslenska knattspyrnulandsliðsins, er dægurþras hversdagsins okkur víðsfjarri. Fáir eru að spá mikið í gjaldeyrishöftin, almannatryggingakerfið eða kjaramálin nákvæmlega um þessar mundir, enda stærstu vandamálin víða hvar eigi að nálgast landsliðstreyjur eða góðar eftirlíkingar. Allir vona það heitt að ævintýrið haldi áfram sem lengst svo að raunveruleikinn haldi sig áfram fjarri. Því hér má ýmislegt betur fara. Margir hafa gagnrýnt fjölmiðla fyrir að segja of mikið frá því sem aflaga fer í samfélögum og gleyma því góða. En það er eitt aðalhlutverk fjölmiðlanna; að benda á brestina – svo hægt sé að berja í þá. Við verðum sem þjóð að standa okkur betur á ýmsum sviðum sem vísitalan mælir og fleirum. Það er óþolandi að sá sem hefur öll tækifæri til að skara fram úr geri það ekki. Það þekkir enska knattspyrnuliðið manna best, öfugt við hið íslenska. Niðurstaða velferðarvísitölunnar segir okkur, svart á hvítu, að á Íslandi er gott að búa. Grunnstoðirnar eru sterkar og þó við megum bæta okkur á ýmsum sviðum, þá eru vandamálin sem við erum að glíma við minniháttar í alþjóðlegum samanburði. Það er lúxus að þurfa ekki að hafa áhyggjur af smitsjúkdómum, vannæringu og skorti á hreinu vatni. Bent hefur verið á að gengi íslenska landsliðsins sé fyrst og fremst uppskera. Uppskera góðrar sáningar þegar kemur að yngri flokka starfi knattspyrnuhreyfingarinnar, uppbyggingu knattspyrnuhalla og leikvanga og öflugri þjálfun. Velferðarvísitalan sýnir okkur samtímis að við megum þakka verulega fyrir þá gæfu að fá að vera Íslendingar og einnig hvar við eigum að sá til að uppskera enn betur til að færast ofar og stefna á gullið.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. júní 2016
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun