Athyglin beinist svo sannarlega að strákunum okkar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júní 2016 12:45 Ragnar Sigurðsson ræðir við fjölmiðlamenn í Annecy í morgun. Kári Árnason röltir í annað viðtal. Vísir/Vilhelm Um eitt hundrað fjölmiðlamenn víðs vegar að úr Evrópu og frá fleiri heimshornum voru mættir tímanlega á æfingu strákanna okkar í Annecy í morgun til að taka þá tali. Vallarstarfsmenn klöppuðu fyrir okkar mönnum þegar þeir mættu og söknuðu þeirra greinilega en landsliðsstrákarnir fengu hvíldardag í gær. Sumir nýttu fríið í golfhring á meðan aðrir fóru í gislingu eða röltu um miðbæinn. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson segir að það hafi verið mikilvægt fyrir leikmenn að fá smá frí frá hótelinu, frí frá þjálfurunum og liðsfundum. Nú er það hins vegar alvaran á nýjan leik og nauðsynlegt að leikmenn haldi fókus þrátt fyrir alla athyglina í öllum heimshornum.„Það er svo mikið hæp í kringum þetta. Ef þú ætlar að lesa allt það sem er skrifað um íslenska landsliðið eða hvern einasta leikmann mundi þér ekki duga dagurinn til þess. Ef við ætluðum að eyða öllum deginum í það að vera frægir þá erum við ekki að fókusa á það sem skiptir máli,“ segir Heimir. Nú þurfi að einbeita sér alfarið að Frakklandsleiknum. Athyglin hefur ekki síst verið á Ragnari Sigurðssyni, miðverðinum úr Árbænum, sem er orðaður við ýmis félög eftir frábæra frammistöðu á mótinu, ekki síst gegn Englandi í Nice. Ragnar telur ekkert til í orðrómi um áhuga Liverpool, félagsins sem miðvörðurinn hefur stutt frá unga aldri, en segist geta nýtt sér athyglina til hvatningar. „Þetta er aukahvatning fyrir mig. Það er gaman að fá viðurkenningu fyrir það sem maður er að gera og þá langar mann að leggja enn harðar að sér.“Ragnar Sigurðsson ræðir við sænsku pressuna, á sænsku.Vísir/VilhelmLars Lagerbäck minntist á það á fundi með blaðamönnum í gær að hann hefði þurft að áminna nokkra leikmenn í fyrrakvöld sem mættu of seint í kvöldmat. Liðið þyrfti að sýna 100 prósent fagmennsku innan sem utan fallar. „Ef menn eru að verða eitthvað „sloppy“ eða eru að að skíta upp á bak verður aðeins að skamma okkur,“ segir Ragnar. „Það hefur komið nokkrum sinnum fyrir að menn gleyma hinu eða þessu. Þá verður alvöru kall eins og hann að skamma okkur aðeins.“ Hann segir að viðbrögð manna í landsliðinu við því séu mismunandi.Aðstaða blaðamanna við æfingavöll landsliðsins í Annecy.Vísir/Vilhelm„Sumir spá í þessu og aðrir ekki. Sumum er alveg sama. En við þurfum að hafa ákveðnar reglur eða „guidelines“ eins og það er kallað hjá okkur. Það þýðir ekki að allir eru að fara í mismunandi áttir bara af því að við höfum unnið nokkra leiki.“ Strákarnir æfðu í um einn og hálfan tíma í Annecy í hádeginu og framundan eru fundir með þjálfurunum í dag og í kvöld þar sem leikur Frakka verður kynntur fyrir þeim. Liðið æfir aftur á morgun, föstudag, og svo á laugardagsmorgun áður en haldið verður á vit átta liða úrslitanna í París. Strákarnir eiga góðar minningar frá Stade de France þar sem okkar menn tóku Austurríki 2-1 eins og frægt er orðið.Tina Müller frá Danmörku er meðal þeirra sem fylgjast með strákunum okkar.Vísir/VilhelmÞað er þröngt á þingi í blaðamannaaðstöðunni.Vísir/Vilhelm EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Sjá meira
Um eitt hundrað fjölmiðlamenn víðs vegar að úr Evrópu og frá fleiri heimshornum voru mættir tímanlega á æfingu strákanna okkar í Annecy í morgun til að taka þá tali. Vallarstarfsmenn klöppuðu fyrir okkar mönnum þegar þeir mættu og söknuðu þeirra greinilega en landsliðsstrákarnir fengu hvíldardag í gær. Sumir nýttu fríið í golfhring á meðan aðrir fóru í gislingu eða röltu um miðbæinn. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson segir að það hafi verið mikilvægt fyrir leikmenn að fá smá frí frá hótelinu, frí frá þjálfurunum og liðsfundum. Nú er það hins vegar alvaran á nýjan leik og nauðsynlegt að leikmenn haldi fókus þrátt fyrir alla athyglina í öllum heimshornum.„Það er svo mikið hæp í kringum þetta. Ef þú ætlar að lesa allt það sem er skrifað um íslenska landsliðið eða hvern einasta leikmann mundi þér ekki duga dagurinn til þess. Ef við ætluðum að eyða öllum deginum í það að vera frægir þá erum við ekki að fókusa á það sem skiptir máli,“ segir Heimir. Nú þurfi að einbeita sér alfarið að Frakklandsleiknum. Athyglin hefur ekki síst verið á Ragnari Sigurðssyni, miðverðinum úr Árbænum, sem er orðaður við ýmis félög eftir frábæra frammistöðu á mótinu, ekki síst gegn Englandi í Nice. Ragnar telur ekkert til í orðrómi um áhuga Liverpool, félagsins sem miðvörðurinn hefur stutt frá unga aldri, en segist geta nýtt sér athyglina til hvatningar. „Þetta er aukahvatning fyrir mig. Það er gaman að fá viðurkenningu fyrir það sem maður er að gera og þá langar mann að leggja enn harðar að sér.“Ragnar Sigurðsson ræðir við sænsku pressuna, á sænsku.Vísir/VilhelmLars Lagerbäck minntist á það á fundi með blaðamönnum í gær að hann hefði þurft að áminna nokkra leikmenn í fyrrakvöld sem mættu of seint í kvöldmat. Liðið þyrfti að sýna 100 prósent fagmennsku innan sem utan fallar. „Ef menn eru að verða eitthvað „sloppy“ eða eru að að skíta upp á bak verður aðeins að skamma okkur,“ segir Ragnar. „Það hefur komið nokkrum sinnum fyrir að menn gleyma hinu eða þessu. Þá verður alvöru kall eins og hann að skamma okkur aðeins.“ Hann segir að viðbrögð manna í landsliðinu við því séu mismunandi.Aðstaða blaðamanna við æfingavöll landsliðsins í Annecy.Vísir/Vilhelm„Sumir spá í þessu og aðrir ekki. Sumum er alveg sama. En við þurfum að hafa ákveðnar reglur eða „guidelines“ eins og það er kallað hjá okkur. Það þýðir ekki að allir eru að fara í mismunandi áttir bara af því að við höfum unnið nokkra leiki.“ Strákarnir æfðu í um einn og hálfan tíma í Annecy í hádeginu og framundan eru fundir með þjálfurunum í dag og í kvöld þar sem leikur Frakka verður kynntur fyrir þeim. Liðið æfir aftur á morgun, föstudag, og svo á laugardagsmorgun áður en haldið verður á vit átta liða úrslitanna í París. Strákarnir eiga góðar minningar frá Stade de France þar sem okkar menn tóku Austurríki 2-1 eins og frægt er orðið.Tina Müller frá Danmörku er meðal þeirra sem fylgjast með strákunum okkar.Vísir/VilhelmÞað er þröngt á þingi í blaðamannaaðstöðunni.Vísir/Vilhelm
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn