Myndirnar minna óneitanlega á kvikmyndina "Lost in Translation" með Scarlett Johanssen og Bill Murray sem gerist í Tokyo. Fyrirsæturnar eru látlausar og eins og þær séu ekkert að pæla í því að þær séu í tískumyndatöku sem gefur herferðinni skemmtilegan brag.
Það virðist sem að allt sem Alessandro Michele, yfirhönnuður, og Gucci geri um þessar mundir slái í gegn. Það verður gaman að sjá hvort að þessi lína muni ekki gera slíkt hið sama.



