Björn Þorláksson íhugar sérframboð Jakob Bjarnar skrifar 30. júní 2016 15:53 Björn Þorláksson er ekki af baki dottinn þegar frami á hinum pólitíska vettvangi er annars vegar, þó Píratar hafi hafnað honum. Blaðamaðurinn Björn Þorláksson er ekki búinn að gefa frá sér allar hugmyndir um möguleika á því að geta látið til sín taka á hinum pólitíska vettvangi ef marka má nýlegan pistil sem hann birti á Facebooksíðu sinni. Hann veltir nú fyrir sér möguleikunum á sérframboði.Eins og fram kom í gær þá varð Björn mjög ósáttur við niðurstöðu í prófkjöri Pírata í Norð Austur-kjördæmi en þar hafnaði hann í sjöunda sæti. Björn hafði sóst eftir því að leiða lista en varð ekki að ósk sinni og vandaði í kjölfarið Pírötum ekki kveðjurnar. Hann lýsti því jafnframt yfir að hann hefði engan áhuga á að þiggja þetta sjöunda sæti. Nú varpar Björn fram spurningu til vina sinna á Facebook, svohljóðandi: „Spurningin er: Eigum við að taka okkur saman og stofna nýtt afl? A.m.k. í þessu kjördæmi? Í þessu kjördæmi vantar e.t.v. nýtt afl með góðum fulltrúum, aukið viðnám gegn spillingu? Hér eru nokkrir punktar, drög að afar óformlegum áherslum getum við kallað það án þess að taka okkur of alvarlega!“ Björn fylgir eftir þessum spurningum með því sem hæglega mætti notast við sem stefnuskrá nýs stjórnmálaafls þar sem hann leggur áherslu á að berjast gegn spillingu hvar sem hana er að finna. Hann vill jöfnuð, hann vill berjast fyrir jafnrétti á öllum sviðum og skírskotar til femínista sem hann segir hina einu sönnu varðhunda almennings. Þá er sem Björn leiti í hugmyndabrunn Jóns Gnarrs og Besta flokksins því hann vill flytja inn mörgæsir og fóstra þær á andapollinum á Akureyri. Hér fyrir neðan getur að líta Facebookpistill Björns en þar má betur kynna sér þessi drög að manifestó. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hundfúll hafnar Björn Þorláksson 7. sætinu Björn Þorláksson telur sig grátt leikinn í prófkjöri Pírata. 28. júní 2016 14:07 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Blaðamaðurinn Björn Þorláksson er ekki búinn að gefa frá sér allar hugmyndir um möguleika á því að geta látið til sín taka á hinum pólitíska vettvangi ef marka má nýlegan pistil sem hann birti á Facebooksíðu sinni. Hann veltir nú fyrir sér möguleikunum á sérframboði.Eins og fram kom í gær þá varð Björn mjög ósáttur við niðurstöðu í prófkjöri Pírata í Norð Austur-kjördæmi en þar hafnaði hann í sjöunda sæti. Björn hafði sóst eftir því að leiða lista en varð ekki að ósk sinni og vandaði í kjölfarið Pírötum ekki kveðjurnar. Hann lýsti því jafnframt yfir að hann hefði engan áhuga á að þiggja þetta sjöunda sæti. Nú varpar Björn fram spurningu til vina sinna á Facebook, svohljóðandi: „Spurningin er: Eigum við að taka okkur saman og stofna nýtt afl? A.m.k. í þessu kjördæmi? Í þessu kjördæmi vantar e.t.v. nýtt afl með góðum fulltrúum, aukið viðnám gegn spillingu? Hér eru nokkrir punktar, drög að afar óformlegum áherslum getum við kallað það án þess að taka okkur of alvarlega!“ Björn fylgir eftir þessum spurningum með því sem hæglega mætti notast við sem stefnuskrá nýs stjórnmálaafls þar sem hann leggur áherslu á að berjast gegn spillingu hvar sem hana er að finna. Hann vill jöfnuð, hann vill berjast fyrir jafnrétti á öllum sviðum og skírskotar til femínista sem hann segir hina einu sönnu varðhunda almennings. Þá er sem Björn leiti í hugmyndabrunn Jóns Gnarrs og Besta flokksins því hann vill flytja inn mörgæsir og fóstra þær á andapollinum á Akureyri. Hér fyrir neðan getur að líta Facebookpistill Björns en þar má betur kynna sér þessi drög að manifestó.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hundfúll hafnar Björn Þorláksson 7. sætinu Björn Þorláksson telur sig grátt leikinn í prófkjöri Pírata. 28. júní 2016 14:07 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Hundfúll hafnar Björn Þorláksson 7. sætinu Björn Þorláksson telur sig grátt leikinn í prófkjöri Pírata. 28. júní 2016 14:07