Formaður Vinstri grænna vill draga skattabreytingar til baka Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 20. júní 2016 00:49 Formaður Vinstri grænna vill draga til baka fyrirhugaðar breytingar á skattkerfinu sem eiga að taka gildi um næstu áramót. Aftur verði snúið til þriggja þrepa skattkerfis, bæði á fjármagns- og launatekjur. Hinn 1. janúar síðastliðinn tóku gildi breytingar á tekjuskatti einstaklinga. Var skatthlutfallið í miðþrepinu lækkað úr tæpum 39,74 prósentum í rúm 38,34 prósent. Þá var lægsta þrepið lækkað úr 37,3 prósentum í 37,12. Þann 1. janúar næstkomandi verða frekari breytingar. Miðþrepið verður fellt út og skatthlutfallið í lægsta þrepinu mun lækka í 36,94 prósent. Eftir þessar breytingar verða því tvö skattþrep og mörkin á milli verður aðeins ein fjárhæð. Af tekjum að 700.000 krónum reiknast staðgreiðsla í neðra þrepinu, en af tekjum yfir þeirri fjárhæð reiknast staðgreiðsla í efra þrepinu. „Við erum andvíg þessum breytingum. Skattkerfið er ekki bara ætlað til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð á hverjum tíma, það er líka mjög mikilvægt tekjujöfnunartæki. Og hugsunin á bak við þriggja þrepa kerfi og fjölþrepakerfi er að jafna byrðunum með réttlátum hætti,” segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Aftur snúið til þriggja þrepa skattkerfis Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa sagt að boðað verði til alþingiskosninga í haust. Því er ljóst að ný ríkisstjórn verður tekin til valda áður en þessar breytingar taka gildi. Stjórnarandstöðuflokkarnir á Alþingi hafa talað fyrir samstarfi flokkanna eftir kosningar nái þeir til þess fylgi. Katrín segist vilja í því samstarfi leggja áherslu á að aftur verði snúið til þriggja þrepa skattkerfis, bæði á fjármagns- og launatekjur. „Af því að þetta tekjujöfnunarhlutverk er auðvitað mjög mikilvægt. Við erum bara að sjá vaxandi misskiptingu í heiminum, og við eigum að stuðla að því með þeim aðgerðum sem við getum að það verði ekki þróunin hér á Íslandi,” segir Katrín. Kosningar 2016 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Formaður Vinstri grænna vill draga til baka fyrirhugaðar breytingar á skattkerfinu sem eiga að taka gildi um næstu áramót. Aftur verði snúið til þriggja þrepa skattkerfis, bæði á fjármagns- og launatekjur. Hinn 1. janúar síðastliðinn tóku gildi breytingar á tekjuskatti einstaklinga. Var skatthlutfallið í miðþrepinu lækkað úr tæpum 39,74 prósentum í rúm 38,34 prósent. Þá var lægsta þrepið lækkað úr 37,3 prósentum í 37,12. Þann 1. janúar næstkomandi verða frekari breytingar. Miðþrepið verður fellt út og skatthlutfallið í lægsta þrepinu mun lækka í 36,94 prósent. Eftir þessar breytingar verða því tvö skattþrep og mörkin á milli verður aðeins ein fjárhæð. Af tekjum að 700.000 krónum reiknast staðgreiðsla í neðra þrepinu, en af tekjum yfir þeirri fjárhæð reiknast staðgreiðsla í efra þrepinu. „Við erum andvíg þessum breytingum. Skattkerfið er ekki bara ætlað til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð á hverjum tíma, það er líka mjög mikilvægt tekjujöfnunartæki. Og hugsunin á bak við þriggja þrepa kerfi og fjölþrepakerfi er að jafna byrðunum með réttlátum hætti,” segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Aftur snúið til þriggja þrepa skattkerfis Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa sagt að boðað verði til alþingiskosninga í haust. Því er ljóst að ný ríkisstjórn verður tekin til valda áður en þessar breytingar taka gildi. Stjórnarandstöðuflokkarnir á Alþingi hafa talað fyrir samstarfi flokkanna eftir kosningar nái þeir til þess fylgi. Katrín segist vilja í því samstarfi leggja áherslu á að aftur verði snúið til þriggja þrepa skattkerfis, bæði á fjármagns- og launatekjur. „Af því að þetta tekjujöfnunarhlutverk er auðvitað mjög mikilvægt. Við erum bara að sjá vaxandi misskiptingu í heiminum, og við eigum að stuðla að því með þeim aðgerðum sem við getum að það verði ekki þróunin hér á Íslandi,” segir Katrín.
Kosningar 2016 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira