Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli í leiknum gegn Ungverjum í Marseille. Þjálfararnir tóku þá ákvörðun að taka hann af velli en vitað var fyrir mótið að hann gengi ekki alveg heill til skógar. Hann ætlaði hins vegar að spila í gegnum sársaukann.
Lars Lagerbäck sagði á dögunum að hann hefði verið betri eftir leikinn gegn Portúgal og Heimir Hallgrímsson sagði á blaðamannafundi landsliðsins í Annecy í morgun að Aron Einar hefði verið í lagi í morgun. Fyrirliðinn myndi æfa létt í dag eins og líklega flestir þeirra sem byrjuðu leikinn í Marseille.
„Annars eru allir klárir og í svona veðri jafnar fólk sig fyrr,“ sagði Heimir. Jón Daði Böðvarsson og Jóhann Berg Guðmundsson fengu högg á sig í leiknum gegn Ungverjum en eru að sögn Heimis klárir eins og allir aðrir í hópnum að frátöldum Alfreð Finnbogasyni sem verður í leikbanni.
Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á
Facebook
,
Twitter
og Snapchat (sport365).
