Steingrímur leiðir lista VG í norðaustur Jóhann Óli eiÐSSON skrifar 20. júní 2016 14:09 Steingrímur J. sækist eftir endurkjöri. vísir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, mun leiða framboðslista flokksins í norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Listi framboðsins var samþykktur á félagsfundi á Sel Hóteli í Mývatnssveit í gær. Aðeins ein breyting er á efstu fjóru sætum listans. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður, er í öðru sæti hans líkt og árið 2013 og þá er Ingibjörgu Þórðardóttur, framhaldsskóla kennara á Nestkaupsstað, að finna í fjórða sæti. Björn Valur Gíslason, varaformaður- og þingmaður flokksins, snýr hins vegar aftur í sitt heimakjördæmi eftir víking til Reykjavíkur. Hann verður í þriðja sæti. Einnig má taka fram að systkin eru á listanum því Kristín Sigfúsdóttir, umhverfisfræðingur og systir Steingríms J., er í 20. sæti á listanum. Steingrímur J. er afar þaulsetinn þingmaður en hann tók fyrst sæti á þingi árið 1983 fyrir Alþýðubandalagið. Nái hann kjöri og sitji út kjörtímabilið hefur hann setið í 37 ár á þingi að því gefnu að kjörtímabilið verði fjögur ár. Þaulsetnasti þingmaður Íslandssögunnar er Pétur Ottesen sem sat í 42 ár og átta mánuði árin 1916 til 1959. Eysteinn Jónsson sat í rúm fjörutíu ár, Ólafur Thors í tæp 39, Gunnar Thoroddsen í tæp 38 og Lúðvík Jósefsson í rúm 37 ár. Framboðslista Vinstrihreyfingarinnar - framboðs í norðausturkjördæmi má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. 1. Steingrímur Jóhann Sigfússon, alþingismaður, Gunnarsstöðum, Þistilfirði 2. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður, Ólafsfirði 3. Björn Valur Gíslason, stýrimaður og varaformaður VG, Akureyri 4. Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari, Neskaupstað 5. Óli Halldórsson, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi Norðurþings, Húsavík. 6. Berglind Häsler, bóndi, matvælaframleiðandi og tónlistarmaður, Karlsstöðum, Djúpavogi 7. Edward H. Huijbens, prófessor, Akureyri 8. Hjördís Helga Seljan, grunnskólakennari, Reyðarfirði 9. Sindri Geir Óskarsson, guðfræðingur, Þingeyjarsveit 10. Þuríður Skarphéðinsdóttir, hjúkrunarfræðinemi, Egilsstöðum 11. Aðalbjörn Jóhannsson, verkefnastjóri á æskulýðssviði og nemi, Norðurþingi 12. Harpa Guðbrandsdóttir, gjaldkeri hjá Íslandspósti, Akureyri 13. Gunnar S. Ólafsson, framhaldsskólakennari, Neskaupsstað 14. Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi, Akureyri 15. Kristján Eldjárn Hjartarson, bygginga- og búfræðingur, Tjörn, Dalvík 16. Sif Jóhannesdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og sveitarstjórnarfulltrúi, Húsavík 17. Kjartan Benediktsson, smiður, Akureyri 18. María Hjarðar, nemi, Egilsstöðum 19. Þorsteinn Gunnarsson, sérfræðingur, Rannís og fyrrv. rektor Háskólans á Akureyri, Akureyri 20. Kristín Sigfúsdóttir, umhverfisfræðingur og framhaldsskólakennari, Akureyri X16 Norðaustur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, mun leiða framboðslista flokksins í norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Listi framboðsins var samþykktur á félagsfundi á Sel Hóteli í Mývatnssveit í gær. Aðeins ein breyting er á efstu fjóru sætum listans. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður, er í öðru sæti hans líkt og árið 2013 og þá er Ingibjörgu Þórðardóttur, framhaldsskóla kennara á Nestkaupsstað, að finna í fjórða sæti. Björn Valur Gíslason, varaformaður- og þingmaður flokksins, snýr hins vegar aftur í sitt heimakjördæmi eftir víking til Reykjavíkur. Hann verður í þriðja sæti. Einnig má taka fram að systkin eru á listanum því Kristín Sigfúsdóttir, umhverfisfræðingur og systir Steingríms J., er í 20. sæti á listanum. Steingrímur J. er afar þaulsetinn þingmaður en hann tók fyrst sæti á þingi árið 1983 fyrir Alþýðubandalagið. Nái hann kjöri og sitji út kjörtímabilið hefur hann setið í 37 ár á þingi að því gefnu að kjörtímabilið verði fjögur ár. Þaulsetnasti þingmaður Íslandssögunnar er Pétur Ottesen sem sat í 42 ár og átta mánuði árin 1916 til 1959. Eysteinn Jónsson sat í rúm fjörutíu ár, Ólafur Thors í tæp 39, Gunnar Thoroddsen í tæp 38 og Lúðvík Jósefsson í rúm 37 ár. Framboðslista Vinstrihreyfingarinnar - framboðs í norðausturkjördæmi má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. 1. Steingrímur Jóhann Sigfússon, alþingismaður, Gunnarsstöðum, Þistilfirði 2. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður, Ólafsfirði 3. Björn Valur Gíslason, stýrimaður og varaformaður VG, Akureyri 4. Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari, Neskaupstað 5. Óli Halldórsson, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi Norðurþings, Húsavík. 6. Berglind Häsler, bóndi, matvælaframleiðandi og tónlistarmaður, Karlsstöðum, Djúpavogi 7. Edward H. Huijbens, prófessor, Akureyri 8. Hjördís Helga Seljan, grunnskólakennari, Reyðarfirði 9. Sindri Geir Óskarsson, guðfræðingur, Þingeyjarsveit 10. Þuríður Skarphéðinsdóttir, hjúkrunarfræðinemi, Egilsstöðum 11. Aðalbjörn Jóhannsson, verkefnastjóri á æskulýðssviði og nemi, Norðurþingi 12. Harpa Guðbrandsdóttir, gjaldkeri hjá Íslandspósti, Akureyri 13. Gunnar S. Ólafsson, framhaldsskólakennari, Neskaupsstað 14. Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi, Akureyri 15. Kristján Eldjárn Hjartarson, bygginga- og búfræðingur, Tjörn, Dalvík 16. Sif Jóhannesdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og sveitarstjórnarfulltrúi, Húsavík 17. Kjartan Benediktsson, smiður, Akureyri 18. María Hjarðar, nemi, Egilsstöðum 19. Þorsteinn Gunnarsson, sérfræðingur, Rannís og fyrrv. rektor Háskólans á Akureyri, Akureyri 20. Kristín Sigfúsdóttir, umhverfisfræðingur og framhaldsskólakennari, Akureyri
X16 Norðaustur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira