Arnór Þór: Ég var smeykur um Aron Einar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júní 2016 12:30 Arnór Þór með systrum sínum í Annecy í Frakklandi, Ásu Maren og Huldu Maríu. Vísir/Vilhelm Arnór Þór Gunnarsson, landsliðsmaður í handbolta og bróðir landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar, er mættur til Frakklands til að fylgja bróður sínum og íslenska karlalandsliðinu í fótbolta eftir á EM í Frakklandi. Hann missti af fyrsta leiknum í Frakklandi þar sem að handboltalandsliðið var að spila við Portúgal í undankeppni HM 2017 á sama tíma. En hann sá leikinn gegn Ungverjalandi og verður á Stade de France í París í dag. „Ég er auðvitað afar ánægður fyrir hans hönd og er stoltur af honum. Hann hefur gefið allt sem hann á í þetta,“ sagði Arnór Þór við Vísi í Annecy á dögunum. Sjá einnig: Frændur Arons Einars: Hann lætur mann óspart heyra það Hann segist vel gera sér grein fyrir því hvernig Aroni Einari líður, sérstaklega á leikdegi. Þá geti stundum verið erfitt að láta tímann líða. „Það kemur upp mikill spenningur og fiðringur þegar maður vaknar á leikdegi. Hann og allir í liðinu vilja gera sitt besta, fyrir fjölskyldur sína, stuðningsmenn og alla á Íslandi. Þá fara taugarnar stundum af stað,“ sagði hann. „En svo byrjar leikurinn. Þá er allt þetta farið og maður einbeitir sér algjörlega að leiknum.“Bræðurnir Aron Einar og Arnór Þór.VísirVill alltaf spila Aron Einar hefur verið tæpur vegna nárameiðsla á mótinu og það stóð tæpt að hann myndi ná fyrsta leik Íslands, gegn Portúgal í síðustu viku. „Jú, ég var smeykur. Hann sendi fjölskyldunni skilaboð um að hann væri illt í náranum en ætlaði að reyna að ná leiknum. En hann harkar þetta af sér. Hann hefur gert það hingað til,“ segir Arnór Þór. „Ég hef ekki áhyggjur af því að hann sé að þjösna sér út. Hann myndi örugglega líka gera þetta með sínu félagsliði enda vill hann alltaf spila. Hann vildi alltaf spila þegar hann var yngri og var í bæði handbolta og fótbolta, sama þótt að honum hafi verið illt.“ Sjá einnig: Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari Arnór Þór hefur ekki áhyggjur ef að Aron Einar myndi ekki getað spilað vegna meiðsla, til dæmis gegn Austurríki í dag. „Við eigum fullt af góðum leikmönnum sem hafa verið fyrir utan lið. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því. Ef einhver getur ekki spilað þá koma frábærir leikmenn inn í staðinn.“Szilagyi í leik með austurríska landsliðinu.vísir/gettyHungaria, Hungaria Viktor Szilagyi, samherji Arnórs Þórs hjá Bergischer í Þýskalandi, er besti handboltamaður sem Austurríki hefur átt en hann er reyndar fæddur í Ungverjalandi. Þeir voru í góðu sambandi eftir leikinn í Marseille. „Hann sendi mér skilaboð. Hungaria, Hungaria. Ég var svo svekktur að ég gat ekki svarað honum strax. En við ræddum svo betur saman daginn eftir leik og fórum yfir þetta,“ segir hann brosandi.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Brotnar ljósakrónur og hurðar á sannkölluðu landsliðsheimili á Akureyri "Ef þeir voru ekki í íþróttahúsinu voru þeir úti á sparkvelli að djöflast,“ segir Gunnar Malmquist faðir landsliðsmannanna Arons Einars og Arnórs Þórs. 20. júní 2016 19:30 Frændur Arons Einars: Hann lætur mann óspart heyra það Aron Einar Gunnarsson er með sterkt bakland á EM í Frakklandi en fjölskyldan fylgir honum eftir þar. 21. júní 2016 11:30 Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari „Ég tók allar græjur með mér og er við öllu búinn. Ég æfi sama hvar ég er,“ segir Kristbjörg Jónasdóttir. 20. júní 2016 21:00 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira
Arnór Þór Gunnarsson, landsliðsmaður í handbolta og bróðir landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar, er mættur til Frakklands til að fylgja bróður sínum og íslenska karlalandsliðinu í fótbolta eftir á EM í Frakklandi. Hann missti af fyrsta leiknum í Frakklandi þar sem að handboltalandsliðið var að spila við Portúgal í undankeppni HM 2017 á sama tíma. En hann sá leikinn gegn Ungverjalandi og verður á Stade de France í París í dag. „Ég er auðvitað afar ánægður fyrir hans hönd og er stoltur af honum. Hann hefur gefið allt sem hann á í þetta,“ sagði Arnór Þór við Vísi í Annecy á dögunum. Sjá einnig: Frændur Arons Einars: Hann lætur mann óspart heyra það Hann segist vel gera sér grein fyrir því hvernig Aroni Einari líður, sérstaklega á leikdegi. Þá geti stundum verið erfitt að láta tímann líða. „Það kemur upp mikill spenningur og fiðringur þegar maður vaknar á leikdegi. Hann og allir í liðinu vilja gera sitt besta, fyrir fjölskyldur sína, stuðningsmenn og alla á Íslandi. Þá fara taugarnar stundum af stað,“ sagði hann. „En svo byrjar leikurinn. Þá er allt þetta farið og maður einbeitir sér algjörlega að leiknum.“Bræðurnir Aron Einar og Arnór Þór.VísirVill alltaf spila Aron Einar hefur verið tæpur vegna nárameiðsla á mótinu og það stóð tæpt að hann myndi ná fyrsta leik Íslands, gegn Portúgal í síðustu viku. „Jú, ég var smeykur. Hann sendi fjölskyldunni skilaboð um að hann væri illt í náranum en ætlaði að reyna að ná leiknum. En hann harkar þetta af sér. Hann hefur gert það hingað til,“ segir Arnór Þór. „Ég hef ekki áhyggjur af því að hann sé að þjösna sér út. Hann myndi örugglega líka gera þetta með sínu félagsliði enda vill hann alltaf spila. Hann vildi alltaf spila þegar hann var yngri og var í bæði handbolta og fótbolta, sama þótt að honum hafi verið illt.“ Sjá einnig: Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari Arnór Þór hefur ekki áhyggjur ef að Aron Einar myndi ekki getað spilað vegna meiðsla, til dæmis gegn Austurríki í dag. „Við eigum fullt af góðum leikmönnum sem hafa verið fyrir utan lið. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því. Ef einhver getur ekki spilað þá koma frábærir leikmenn inn í staðinn.“Szilagyi í leik með austurríska landsliðinu.vísir/gettyHungaria, Hungaria Viktor Szilagyi, samherji Arnórs Þórs hjá Bergischer í Þýskalandi, er besti handboltamaður sem Austurríki hefur átt en hann er reyndar fæddur í Ungverjalandi. Þeir voru í góðu sambandi eftir leikinn í Marseille. „Hann sendi mér skilaboð. Hungaria, Hungaria. Ég var svo svekktur að ég gat ekki svarað honum strax. En við ræddum svo betur saman daginn eftir leik og fórum yfir þetta,“ segir hann brosandi.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Brotnar ljósakrónur og hurðar á sannkölluðu landsliðsheimili á Akureyri "Ef þeir voru ekki í íþróttahúsinu voru þeir úti á sparkvelli að djöflast,“ segir Gunnar Malmquist faðir landsliðsmannanna Arons Einars og Arnórs Þórs. 20. júní 2016 19:30 Frændur Arons Einars: Hann lætur mann óspart heyra það Aron Einar Gunnarsson er með sterkt bakland á EM í Frakklandi en fjölskyldan fylgir honum eftir þar. 21. júní 2016 11:30 Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari „Ég tók allar græjur með mér og er við öllu búinn. Ég æfi sama hvar ég er,“ segir Kristbjörg Jónasdóttir. 20. júní 2016 21:00 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira
Brotnar ljósakrónur og hurðar á sannkölluðu landsliðsheimili á Akureyri "Ef þeir voru ekki í íþróttahúsinu voru þeir úti á sparkvelli að djöflast,“ segir Gunnar Malmquist faðir landsliðsmannanna Arons Einars og Arnórs Þórs. 20. júní 2016 19:30
Frændur Arons Einars: Hann lætur mann óspart heyra það Aron Einar Gunnarsson er með sterkt bakland á EM í Frakklandi en fjölskyldan fylgir honum eftir þar. 21. júní 2016 11:30
Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari „Ég tók allar græjur með mér og er við öllu búinn. Ég æfi sama hvar ég er,“ segir Kristbjörg Jónasdóttir. 20. júní 2016 21:00