Aron Einar: Mun muna eftir þessu kvöldi þar til ég dey Tómas Þór Þórðarsson í París skrifar 22. júní 2016 20:00 Aron fagnar að leikslokum í kvöld. Vísir/Vilhelm „Þetta er ákveðinn léttir, við settum okkur háleit markmið um að komast áfram og það er búið að tala um þetta heillengi. Þetta verða bara stærri og stærri leikir héðan í frá,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, kampakátur eftir 2-1 sigur á Austurríki í kvöld. „Við náðum settu markmiði og núna er bara næsta markmið og það verður erfitt. Við mætum góðu liði Englands sem er búið að spila vel, það þekkja allir þessa leikmenn sem við erum að fara að spila vel og það verður aukin skemmtun að fá að mæta þeim.“ Aron segist aldrei eiga eftir að gleyma fagnaðarlátunum eftir leik. „Þegar Arnór skoraði fór ég í minn eigin heim en svo labbar maður að áhorfendunum og sér allt fólkið sitt og þá veit maður að maður mun aldrei gleyma þessum stundum. Þetta er akkúrat það sem ég vildi og ég mun muna eftir þessari stund þar til ég dey.“ Aron var ekki lengi að svara hvort leikmenn yrðu lengi niður á jörðina eftir sigur eins og þennan. „Það verður lítið mál að koma sér aftur niður á jörðina og það kemur líklegast á morgun en við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir Englendingana. Það er frábært að fá þennan auka dag í hvíld, það á eftir að telja því við hættum ekki að hlaupa í kvöld,“ sagði Aron sem svaraði í léttum tón þegar hann var spurður hvort íslenska liðið hefði verið draumamótherji í 16-liða úrslitum. „Við erum ennþá taplausir, það verður að átta sig á því að við höfum ekki enn tapað eftir þrjá leiki,“ sagði Aron glottandi. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Sjá meira
„Þetta er ákveðinn léttir, við settum okkur háleit markmið um að komast áfram og það er búið að tala um þetta heillengi. Þetta verða bara stærri og stærri leikir héðan í frá,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, kampakátur eftir 2-1 sigur á Austurríki í kvöld. „Við náðum settu markmiði og núna er bara næsta markmið og það verður erfitt. Við mætum góðu liði Englands sem er búið að spila vel, það þekkja allir þessa leikmenn sem við erum að fara að spila vel og það verður aukin skemmtun að fá að mæta þeim.“ Aron segist aldrei eiga eftir að gleyma fagnaðarlátunum eftir leik. „Þegar Arnór skoraði fór ég í minn eigin heim en svo labbar maður að áhorfendunum og sér allt fólkið sitt og þá veit maður að maður mun aldrei gleyma þessum stundum. Þetta er akkúrat það sem ég vildi og ég mun muna eftir þessari stund þar til ég dey.“ Aron var ekki lengi að svara hvort leikmenn yrðu lengi niður á jörðina eftir sigur eins og þennan. „Það verður lítið mál að koma sér aftur niður á jörðina og það kemur líklegast á morgun en við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir Englendingana. Það er frábært að fá þennan auka dag í hvíld, það á eftir að telja því við hættum ekki að hlaupa í kvöld,“ sagði Aron sem svaraði í léttum tón þegar hann var spurður hvort íslenska liðið hefði verið draumamótherji í 16-liða úrslitum. „Við erum ennþá taplausir, það verður að átta sig á því að við höfum ekki enn tapað eftir þrjá leiki,“ sagði Aron glottandi.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Sjá meira