Einkunnir íslenska liðsins: Kári bestur Tómas Þór Þórðarsson frá París skrifar 22. júní 2016 20:00 Íslensku leikmennirnir áttu allir sem einn góðan dag í dag. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið vann í kvöld í fyrsta sinn sigur á stórmóti í knattspyrnu með ótrúlegum 2-1 sigri á Austurríki á þjóðarleikvangi Frakklands. Varamaðurinn Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmark Íslands á 94. mínútu og gulltryggði sæti Íslands í 16-liða úrslitum. Íslenska liðið komst yfir snemma leiks annan leikinn í röð en eftir það færði austurríska liðið sig framar á völlinn. Íslensku leikmennirnir gáfust ekki upp og vörðu stigið sem til þurfti með kjafti og klóm eftir að Austurríki tókst að jafna þar til Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið á 94. mínútu. Kári Árnason var að mati Vísis maður leiksins í dag með níu í einkunn en fimm leikmenn fengu átta í einkunn. Einkunnagjöfina má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 8 Hársbreidd frá því að gera afdrifarík mistök snemma leiks en náði sjálfur að bjarga. Var öruggur í öðrum aðgerðum. Varði úr dauðafæri í síðari hálfleik á mikilvægu augnabliki.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Skynsamur í sínum ákvörðunum, kom lítið út úr honum fram á við en varðist vel.Kári Árnason, miðvörður 9 - Maður leiksins Lagði upp markið hans Jóns Daða og bjargaði marki í seinni hálfleik þegar Alaba var í dauðafæri. Öruggur í öllu sínu.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Batt vörnina saman með Kára og reyndi að halda boltanum aftast eins og hægt var.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Gaf víti með óþarfa broti í fyrri hálfleik og heppinn að fá ekki dæmt á sig annað í seinni hálfleik. Stóð stundum tæpt.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Opnaði leikinn á þrumuskoti í samskeytin og var líflegur á hægri kantinum. Þræddi frábæra sendingu á Birki Bjarna sem var hársbreidd fyrir innan. Lítið í boltanum í seinni hálfleik.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Kom sér betur í spilið en í undanförnum leikjum snemma leiks sem gaf tóninn og skapaði öryggi hjá okkar mönnum fram á við í fyrri hálfleik.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Sinnti mikilli varnarvinnu en gekk lítið að koma honum í boltann í sóknarleiknum.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 7 Lítið áberandi í fyrri hálfleiknum en komst betur í takt við leikinn í þeim síðari og var líklega mest ógnandi leikmaður Íslands fram á við.Jón Daði Böðvarsson, framherji 8 Vanmetnasti leikmaður liðsins, sýndi frábær tilþrif og kom Íslandi yfir með marki af harðfylgi á 18. mínútu.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 7 Hélt áfram hálofta vinnu sinni en gekk illa að koma sér í spil. Örþreyttur í seinni hálfleik og okkar mönnum gekk illa að finna hann. Varamenn:Theodór Elmar Bjarnason - (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 71. mínútu) Kom öflugur inn af bekknum og var viljugur til að halda boltanum sem þurfti. Varðist vel og lagði upp sigurmarkið.Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 80. mínútu) Kom ferskur inn og var sallarólegur þrátt fyrir að vera að koma inn á í fyrsta sinn á mótinu. Vann mikilvægar sekúndur fyrir íslenska liðið og skoraði sigurmarkið.Sverrir Ingi Ingason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson á 86. mínútu) EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stórkostlegur sigur strákanna í París Ísland vann Austurríki, 2-1, í ótrúlegum leik í París og mætir Englandi í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. 22. júní 2016 17:45 Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið vann í kvöld í fyrsta sinn sigur á stórmóti í knattspyrnu með ótrúlegum 2-1 sigri á Austurríki á þjóðarleikvangi Frakklands. Varamaðurinn Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmark Íslands á 94. mínútu og gulltryggði sæti Íslands í 16-liða úrslitum. Íslenska liðið komst yfir snemma leiks annan leikinn í röð en eftir það færði austurríska liðið sig framar á völlinn. Íslensku leikmennirnir gáfust ekki upp og vörðu stigið sem til þurfti með kjafti og klóm eftir að Austurríki tókst að jafna þar til Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið á 94. mínútu. Kári Árnason var að mati Vísis maður leiksins í dag með níu í einkunn en fimm leikmenn fengu átta í einkunn. Einkunnagjöfina má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 8 Hársbreidd frá því að gera afdrifarík mistök snemma leiks en náði sjálfur að bjarga. Var öruggur í öðrum aðgerðum. Varði úr dauðafæri í síðari hálfleik á mikilvægu augnabliki.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Skynsamur í sínum ákvörðunum, kom lítið út úr honum fram á við en varðist vel.Kári Árnason, miðvörður 9 - Maður leiksins Lagði upp markið hans Jóns Daða og bjargaði marki í seinni hálfleik þegar Alaba var í dauðafæri. Öruggur í öllu sínu.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Batt vörnina saman með Kára og reyndi að halda boltanum aftast eins og hægt var.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Gaf víti með óþarfa broti í fyrri hálfleik og heppinn að fá ekki dæmt á sig annað í seinni hálfleik. Stóð stundum tæpt.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Opnaði leikinn á þrumuskoti í samskeytin og var líflegur á hægri kantinum. Þræddi frábæra sendingu á Birki Bjarna sem var hársbreidd fyrir innan. Lítið í boltanum í seinni hálfleik.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Kom sér betur í spilið en í undanförnum leikjum snemma leiks sem gaf tóninn og skapaði öryggi hjá okkar mönnum fram á við í fyrri hálfleik.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Sinnti mikilli varnarvinnu en gekk lítið að koma honum í boltann í sóknarleiknum.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 7 Lítið áberandi í fyrri hálfleiknum en komst betur í takt við leikinn í þeim síðari og var líklega mest ógnandi leikmaður Íslands fram á við.Jón Daði Böðvarsson, framherji 8 Vanmetnasti leikmaður liðsins, sýndi frábær tilþrif og kom Íslandi yfir með marki af harðfylgi á 18. mínútu.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 7 Hélt áfram hálofta vinnu sinni en gekk illa að koma sér í spil. Örþreyttur í seinni hálfleik og okkar mönnum gekk illa að finna hann. Varamenn:Theodór Elmar Bjarnason - (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 71. mínútu) Kom öflugur inn af bekknum og var viljugur til að halda boltanum sem þurfti. Varðist vel og lagði upp sigurmarkið.Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 80. mínútu) Kom ferskur inn og var sallarólegur þrátt fyrir að vera að koma inn á í fyrsta sinn á mótinu. Vann mikilvægar sekúndur fyrir íslenska liðið og skoraði sigurmarkið.Sverrir Ingi Ingason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson á 86. mínútu)
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stórkostlegur sigur strákanna í París Ísland vann Austurríki, 2-1, í ótrúlegum leik í París og mætir Englandi í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. 22. júní 2016 17:45 Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Sjá meira
Stórkostlegur sigur strákanna í París Ísland vann Austurríki, 2-1, í ótrúlegum leik í París og mætir Englandi í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. 22. júní 2016 17:45