Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 23. júní 2016 14:15 Kjörklefar voru opnaðir í Bretlandi í klukkan sjö að staðartíma í morgun þar sem almenningur mun kjósa um framtíð landsins innan Evrópusambandsins. Gert er ráð fyrir að 46,5 milljónir manna muni greiða atkvæði í dag en á kjörseðlinum eru kjósendur spurðir hvort Bretland eigi að vera áfram aðildarríki að Evrópusambandinu eða ganga úr því. Um er að ræða þriðju þjóðaratkvæðagreiðslu í sögu landsins og hefur kosningabaráttan nú staðið yfir í fjóra mánuði. Talsmenn úr báðum herbúðum hafa ferðast um landið þvert og endilangt og reynt að sannfæra fólk um að ganga í sitt lið.Sögulegar kosningar Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, segir að um sé að ræða sögulegar kosningar, en hann telur að þegar upp verði staðið muni Bretland kjósa áframhaldandi veru í sambandinu. „Þetta eru mjög sögulegar kosningar því þetta er í fyrsta sinn sem reynir á eiginlega útgöngumöguleika úr Evrópusambandinu, að minnsta kosti þegar heilt stórt ríki ákveður þetta. Grænlendingar gengu úr sambandinu á sínum tíma en þeir eru ekki sjálfstætt fullvalda ríki, þannig að þetta er í fyrsta sinn sem þetta gerist á þetta,” segir Guðmundur.David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri Lundúna, eru á öndverðum meiði. Cameron talar fyrir áframhaldandi veru á meðan Johnson vill út.vísir/epaHann segir erfitt að spá fyrir um hvað útganga Breta myndi þýða fyrir Evrópusambandið. „Það er mjög óljóst hvað mun gerast ef þeir ákveða að ganga út úr því og það svona stangast á yfirlýsingar og eiginlega spádómar. Ég myndi halda að til að byrja með þá muni Evrópusambandið og forystumenn þar reyna að láta áhrifin verða dálítið mikil af því það er þeim til hagsbóta þær dómsdagsspár sem heyrst hafa rætist að einhverju leyti. Kannski ekki að allt fari á hliðina en að minnsta kosti að Bretar finni fyrir þessu.”Fleiri íhugi að segja sig úr sambandinu sem gæti markað endalok þess Guðmundur segir flest benda til að fleiri muni íhuga að ganga úr sambandinu, hverfi Bretar á brott. „Alveg örugglega munu fleiri hugsa um það. Það mun ýta undir slíkar kröfur í ýmsum ríkjum Evrópusambandsins. Það er ekkert leyndarmál að Evrópusambandið er mjög umdeilt. Það er mjög misjafnt eftir ríkjum Evrópusambandsins hvað andstaðan er mikil en í löndum eins Póllandi og Norðurlöndunum er mjög áberandi andstaða við veruna í ESB. Þannig að slíkar hugmyndir munu örugglega fá byr undir báða vængi með þessu,” segir hann. Hins vegar gæti möguleg útganga Breta opna á fleiri möguleika, líkt og tveggja þrepa samband. „Það er ekkert ljóst hvað verður af þessu. Mun þá verða til einhvers konar tveggja þrepa samband þar sem ríki hafa aðild að sumum hlutum þess sem Evrópusambandið hefur snúist um eða mun þetta þýða það að þessi ríki sem ákveða að ganga út muni einfaldlega vera þar algjörlega fyrir utan.” Aðspurður hvort útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins segir hann: „Já það getur alveg leitt til þess. Evrópusambandið hefur undanfarin 20-30 ár verið rekið á þeirri stefnu að sambandið eigi að vera inklúsívt, þar eigi flest Evrópuríki að vera þar inni, það skuli vera stórt, vera þétt og samstarfið mjög náið. Þetta hefur verið megin stefnan. Það eru mjög margir Bretar óánægðir með þessa dýpkun samstarfsins, þeir eru hrifnir af sumum hlutum samstarfsins, sérstaklega efnahagssamstarfsins. Þeir eru minna hrifnir af öðrum hlutum sem snúa ekki síst að félagsmálum. Þannig að ef þau ríki sem hafa slíkar efasemdir að þau ákveða að það sé best að yfirgefa sambandið að þá mun sambandið í þeirri mynd sem það er í núna leysast upp.”Flest bendir til hnífjafnra úrslita, bæði í skoðanakönnunum og hjá veðbönkum.vísir/afpTogstreitan alltaf verið til staðar Bretar gengu formlega í Evrópusambandið árið 1975 eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Guðmundur bendir á að fyrir þann tíma hafi það lengi verið metnaðarmál Breta að komast inn í sambandið, en fyrst og fremst hafi það verið vegna efnahagsmála og frekari viðskipta við önnur Evrópuríki. „Einnig vildu þeir gera sig gildandi í álfunni. Það er ástæða þess að þeir eru ekki hrifnir af EES-lausninni, þeir hafa ekki áhuga á þessu samstarfi öðruvísi en að þeir hafi raunveruleg áhrif. En Frakkar höfðu staðið mjög eindregið á móti og gegn inngöngu Breta nokkuð lengi þannig að þetta varð dálítið metnaðarmál fyrir Breta að komast inn,“ segir Guðmundur. „Þessar mismunandi skoðanir á hvernig Evrópusambandið ætti að vera hafa alla tíð verið til staðar. Bretar hafa fyrst og fremst viljað einblína að efnahagslega samstarfinu á meðan þjóðirnar á meginlandinu, þá Frakkar og Þjóðverjar, hafa hins vegar staðið fyrir dýpkun samstarfsins. Þannig að þessi togstreita er gömul.“ Flest bendir til hnífjafnra úrslita, bæði í skoðanakönnunum og hjá veðbönkum. Samkvæmt meðaltali skoðanakannanna sem The Financial Times gerði munar einu prósentustigi; fjörutíu og fimm prósent myndu kjósa áframhaldandi veru í Evropusambandinu en fjörutíu og fjögur prósent aðskilnað. Breska ríkisútvarpið gefur sömu niðurstöðu á meðan meðaltal Bloomberg sýnir öfuga niðurstöðu.Kristjana Guðbrandsdóttir fréttamaður sem stödd er í Lundúnum fór yfir stöðu mála í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Hlusta má á viðtalið við hana í spilaranum hér fyrir neðan. Brexit Tengdar fréttir Þúsundir komu saman á Trafalgar-torgi til að minnast Jo Cox Þúsundir Breta tóku þátt í minningarathöfn um þingkonuna Jo Cox á Trafalgar-torgi í Lundúnum í dag sem hefði verið afmælisdagur hennar. 22. júní 2016 20:18 Bretar ganga að kjörborðinu í dag Kosið verður um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu í dag. Hart var barist á lokametrum kosningabaráttunnar og hamrað var á málstaðnum. Afar lítill munur mælist í skoðanakönnunum en skoðanakannanir í Bretlandi hafa ekki reynst áreiðanlegar. 23. júní 2016 07:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Kjörklefar voru opnaðir í Bretlandi í klukkan sjö að staðartíma í morgun þar sem almenningur mun kjósa um framtíð landsins innan Evrópusambandsins. Gert er ráð fyrir að 46,5 milljónir manna muni greiða atkvæði í dag en á kjörseðlinum eru kjósendur spurðir hvort Bretland eigi að vera áfram aðildarríki að Evrópusambandinu eða ganga úr því. Um er að ræða þriðju þjóðaratkvæðagreiðslu í sögu landsins og hefur kosningabaráttan nú staðið yfir í fjóra mánuði. Talsmenn úr báðum herbúðum hafa ferðast um landið þvert og endilangt og reynt að sannfæra fólk um að ganga í sitt lið.Sögulegar kosningar Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, segir að um sé að ræða sögulegar kosningar, en hann telur að þegar upp verði staðið muni Bretland kjósa áframhaldandi veru í sambandinu. „Þetta eru mjög sögulegar kosningar því þetta er í fyrsta sinn sem reynir á eiginlega útgöngumöguleika úr Evrópusambandinu, að minnsta kosti þegar heilt stórt ríki ákveður þetta. Grænlendingar gengu úr sambandinu á sínum tíma en þeir eru ekki sjálfstætt fullvalda ríki, þannig að þetta er í fyrsta sinn sem þetta gerist á þetta,” segir Guðmundur.David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri Lundúna, eru á öndverðum meiði. Cameron talar fyrir áframhaldandi veru á meðan Johnson vill út.vísir/epaHann segir erfitt að spá fyrir um hvað útganga Breta myndi þýða fyrir Evrópusambandið. „Það er mjög óljóst hvað mun gerast ef þeir ákveða að ganga út úr því og það svona stangast á yfirlýsingar og eiginlega spádómar. Ég myndi halda að til að byrja með þá muni Evrópusambandið og forystumenn þar reyna að láta áhrifin verða dálítið mikil af því það er þeim til hagsbóta þær dómsdagsspár sem heyrst hafa rætist að einhverju leyti. Kannski ekki að allt fari á hliðina en að minnsta kosti að Bretar finni fyrir þessu.”Fleiri íhugi að segja sig úr sambandinu sem gæti markað endalok þess Guðmundur segir flest benda til að fleiri muni íhuga að ganga úr sambandinu, hverfi Bretar á brott. „Alveg örugglega munu fleiri hugsa um það. Það mun ýta undir slíkar kröfur í ýmsum ríkjum Evrópusambandsins. Það er ekkert leyndarmál að Evrópusambandið er mjög umdeilt. Það er mjög misjafnt eftir ríkjum Evrópusambandsins hvað andstaðan er mikil en í löndum eins Póllandi og Norðurlöndunum er mjög áberandi andstaða við veruna í ESB. Þannig að slíkar hugmyndir munu örugglega fá byr undir báða vængi með þessu,” segir hann. Hins vegar gæti möguleg útganga Breta opna á fleiri möguleika, líkt og tveggja þrepa samband. „Það er ekkert ljóst hvað verður af þessu. Mun þá verða til einhvers konar tveggja þrepa samband þar sem ríki hafa aðild að sumum hlutum þess sem Evrópusambandið hefur snúist um eða mun þetta þýða það að þessi ríki sem ákveða að ganga út muni einfaldlega vera þar algjörlega fyrir utan.” Aðspurður hvort útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins segir hann: „Já það getur alveg leitt til þess. Evrópusambandið hefur undanfarin 20-30 ár verið rekið á þeirri stefnu að sambandið eigi að vera inklúsívt, þar eigi flest Evrópuríki að vera þar inni, það skuli vera stórt, vera þétt og samstarfið mjög náið. Þetta hefur verið megin stefnan. Það eru mjög margir Bretar óánægðir með þessa dýpkun samstarfsins, þeir eru hrifnir af sumum hlutum samstarfsins, sérstaklega efnahagssamstarfsins. Þeir eru minna hrifnir af öðrum hlutum sem snúa ekki síst að félagsmálum. Þannig að ef þau ríki sem hafa slíkar efasemdir að þau ákveða að það sé best að yfirgefa sambandið að þá mun sambandið í þeirri mynd sem það er í núna leysast upp.”Flest bendir til hnífjafnra úrslita, bæði í skoðanakönnunum og hjá veðbönkum.vísir/afpTogstreitan alltaf verið til staðar Bretar gengu formlega í Evrópusambandið árið 1975 eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Guðmundur bendir á að fyrir þann tíma hafi það lengi verið metnaðarmál Breta að komast inn í sambandið, en fyrst og fremst hafi það verið vegna efnahagsmála og frekari viðskipta við önnur Evrópuríki. „Einnig vildu þeir gera sig gildandi í álfunni. Það er ástæða þess að þeir eru ekki hrifnir af EES-lausninni, þeir hafa ekki áhuga á þessu samstarfi öðruvísi en að þeir hafi raunveruleg áhrif. En Frakkar höfðu staðið mjög eindregið á móti og gegn inngöngu Breta nokkuð lengi þannig að þetta varð dálítið metnaðarmál fyrir Breta að komast inn,“ segir Guðmundur. „Þessar mismunandi skoðanir á hvernig Evrópusambandið ætti að vera hafa alla tíð verið til staðar. Bretar hafa fyrst og fremst viljað einblína að efnahagslega samstarfinu á meðan þjóðirnar á meginlandinu, þá Frakkar og Þjóðverjar, hafa hins vegar staðið fyrir dýpkun samstarfsins. Þannig að þessi togstreita er gömul.“ Flest bendir til hnífjafnra úrslita, bæði í skoðanakönnunum og hjá veðbönkum. Samkvæmt meðaltali skoðanakannanna sem The Financial Times gerði munar einu prósentustigi; fjörutíu og fimm prósent myndu kjósa áframhaldandi veru í Evropusambandinu en fjörutíu og fjögur prósent aðskilnað. Breska ríkisútvarpið gefur sömu niðurstöðu á meðan meðaltal Bloomberg sýnir öfuga niðurstöðu.Kristjana Guðbrandsdóttir fréttamaður sem stödd er í Lundúnum fór yfir stöðu mála í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Hlusta má á viðtalið við hana í spilaranum hér fyrir neðan.
Brexit Tengdar fréttir Þúsundir komu saman á Trafalgar-torgi til að minnast Jo Cox Þúsundir Breta tóku þátt í minningarathöfn um þingkonuna Jo Cox á Trafalgar-torgi í Lundúnum í dag sem hefði verið afmælisdagur hennar. 22. júní 2016 20:18 Bretar ganga að kjörborðinu í dag Kosið verður um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu í dag. Hart var barist á lokametrum kosningabaráttunnar og hamrað var á málstaðnum. Afar lítill munur mælist í skoðanakönnunum en skoðanakannanir í Bretlandi hafa ekki reynst áreiðanlegar. 23. júní 2016 07:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Þúsundir komu saman á Trafalgar-torgi til að minnast Jo Cox Þúsundir Breta tóku þátt í minningarathöfn um þingkonuna Jo Cox á Trafalgar-torgi í Lundúnum í dag sem hefði verið afmælisdagur hennar. 22. júní 2016 20:18
Bretar ganga að kjörborðinu í dag Kosið verður um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu í dag. Hart var barist á lokametrum kosningabaráttunnar og hamrað var á málstaðnum. Afar lítill munur mælist í skoðanakönnunum en skoðanakannanir í Bretlandi hafa ekki reynst áreiðanlegar. 23. júní 2016 07:30