Eldri Bretar kusu framtíð sem hinir yngri vilja ekki Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. júní 2016 13:30 Ungir Bretar kusu með yfirgnæfandi meirihluta með því að Bretland yrði áfram í ESB. Þeir kenna þeim eldri um niðurstöður kosninganna. Vísir/Getty Bretland kaus í gær að yfirgefa Evrópusambandið í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu. Þegar rýnt er í tölurnar sést að yngri kynslóðir Bretlands kusu frekar með því að halda áfram innan Evrópusambandsins en þær eldri vildu brotthvarf Bretlands. Margir ungir Breta eru reiðir út í eldri samlanda sínum og kenna þeim um niðurstöðu kosninganna. Samkvæmt könnun YouGov kusu 75 prósent þeirra sem eru á aldrinum 18-24 með því að Bretland yrði áfram í ESB en 56 prósent þeirra sem eru á aldrinum 50-54 ára og 61 prósent þeirra sem eldri eru en 65 ára kusu með því að Bretland myndi yfirgefa ESB. Niðurstöður könnunarinnar má sjá hér fyrir neðan.Í úttekt New York Times um niðurstöður atkvæðagreiðslunnar er reynt að leita svara við þessari aldursskiptingu og þar segir að eldri kjósendur séu margir hverjir á eftirlaunum eða með fastar tekjur. Þeir þurfi því ekki að hafa jafn miklar áhyggjur af slæmum efnahagslegum áhrifum brotthvarfs Breta til skamms tíma. Þeir eigi einnig skemmri tíma eftir ólifað og reikni því ekki með að eiga hlutdeild í efnahagslegum ávinningi sem fæst með því að vera áfram í ESB. Yngri kjósendur hafi hinsvegar bæði meiru að tapa vegna efnahagslegra áhrifa af brotthvarfi Bretlands úr ESB auk þess sem að nú lítur út fyrir að þeir geti ekki unnið hvar sem er í Evrópu, líkt og áður, en algjör óvissa ríkir nú um framtíðarfyrirkomulag sambands Bretlands við ESB. Á samfélagsmiðlum má glögglega sjá unga Breta lýsa yfir reiði sinni vegna niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar og kenna þeir margir hverjir hinum eldri um niðurstöðuna.Older generations voted for a future the younger generation didn't want. I am actually shocked.— Tay (@tay_azalea) June 24, 2016 The older generation picks what happens, the younger generation has to live with it #EURefResults— Henry Gallagher (@HenryGallagherx) June 24, 2016 What have we just done? And by 'we', I mean largely older generation who voted leave and have just condemned my generation even further.— Ben Travis (@BenSTravis) June 24, 2016 Waking up to the #EURefResults and realising the older generation have just ruined our future pic.twitter.com/U6XE3TM6ZK— Toby, or not Toby (@Toby_Pickard) June 24, 2016 I'm scared. Jokes aside I'm actually scared. Today an older generation has voted to ruin the future for the younger generation. I'm scared.— Chai Cameron (@MyNamesChai) June 24, 2016 Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær Bretland mun segja sig úr ESB. Um leið og formlega er tilkynnt er um úrsögn Bretlands úr ESB hafa Bretar og ESB tvö ár til þess að semja um skilmála brotthvarfsins. Alls óvíst er hvað tekur við en væntanleg úrsögn Bretlands er fordæmalaus þar sem ekkert ríki hefur áður sagt sig úr ESB. Brexit Tengdar fréttir Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52 David Cameron segir af sér David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsinu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. 24. júní 2016 07:30 Útganga Breta úr ESB muni hafa mikil áhrif á Ísland Dósent í stjórnmálafræði býst við að ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu muni hafa mikil áhrif á Ísland. 24. júní 2016 10:33 Bretar ganga úr Evrópusambandinu Bretar völdu sér það hlutskipti að ganga úr Evrópusambandinu í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. 24. júní 2016 06:25 Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Bretland kaus í gær að yfirgefa Evrópusambandið í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu. Þegar rýnt er í tölurnar sést að yngri kynslóðir Bretlands kusu frekar með því að halda áfram innan Evrópusambandsins en þær eldri vildu brotthvarf Bretlands. Margir ungir Breta eru reiðir út í eldri samlanda sínum og kenna þeim um niðurstöðu kosninganna. Samkvæmt könnun YouGov kusu 75 prósent þeirra sem eru á aldrinum 18-24 með því að Bretland yrði áfram í ESB en 56 prósent þeirra sem eru á aldrinum 50-54 ára og 61 prósent þeirra sem eldri eru en 65 ára kusu með því að Bretland myndi yfirgefa ESB. Niðurstöður könnunarinnar má sjá hér fyrir neðan.Í úttekt New York Times um niðurstöður atkvæðagreiðslunnar er reynt að leita svara við þessari aldursskiptingu og þar segir að eldri kjósendur séu margir hverjir á eftirlaunum eða með fastar tekjur. Þeir þurfi því ekki að hafa jafn miklar áhyggjur af slæmum efnahagslegum áhrifum brotthvarfs Breta til skamms tíma. Þeir eigi einnig skemmri tíma eftir ólifað og reikni því ekki með að eiga hlutdeild í efnahagslegum ávinningi sem fæst með því að vera áfram í ESB. Yngri kjósendur hafi hinsvegar bæði meiru að tapa vegna efnahagslegra áhrifa af brotthvarfi Bretlands úr ESB auk þess sem að nú lítur út fyrir að þeir geti ekki unnið hvar sem er í Evrópu, líkt og áður, en algjör óvissa ríkir nú um framtíðarfyrirkomulag sambands Bretlands við ESB. Á samfélagsmiðlum má glögglega sjá unga Breta lýsa yfir reiði sinni vegna niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar og kenna þeir margir hverjir hinum eldri um niðurstöðuna.Older generations voted for a future the younger generation didn't want. I am actually shocked.— Tay (@tay_azalea) June 24, 2016 The older generation picks what happens, the younger generation has to live with it #EURefResults— Henry Gallagher (@HenryGallagherx) June 24, 2016 What have we just done? And by 'we', I mean largely older generation who voted leave and have just condemned my generation even further.— Ben Travis (@BenSTravis) June 24, 2016 Waking up to the #EURefResults and realising the older generation have just ruined our future pic.twitter.com/U6XE3TM6ZK— Toby, or not Toby (@Toby_Pickard) June 24, 2016 I'm scared. Jokes aside I'm actually scared. Today an older generation has voted to ruin the future for the younger generation. I'm scared.— Chai Cameron (@MyNamesChai) June 24, 2016 Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær Bretland mun segja sig úr ESB. Um leið og formlega er tilkynnt er um úrsögn Bretlands úr ESB hafa Bretar og ESB tvö ár til þess að semja um skilmála brotthvarfsins. Alls óvíst er hvað tekur við en væntanleg úrsögn Bretlands er fordæmalaus þar sem ekkert ríki hefur áður sagt sig úr ESB.
Brexit Tengdar fréttir Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52 David Cameron segir af sér David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsinu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. 24. júní 2016 07:30 Útganga Breta úr ESB muni hafa mikil áhrif á Ísland Dósent í stjórnmálafræði býst við að ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu muni hafa mikil áhrif á Ísland. 24. júní 2016 10:33 Bretar ganga úr Evrópusambandinu Bretar völdu sér það hlutskipti að ganga úr Evrópusambandinu í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. 24. júní 2016 06:25 Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52
David Cameron segir af sér David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsinu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. 24. júní 2016 07:30
Útganga Breta úr ESB muni hafa mikil áhrif á Ísland Dósent í stjórnmálafræði býst við að ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu muni hafa mikil áhrif á Ísland. 24. júní 2016 10:33
Bretar ganga úr Evrópusambandinu Bretar völdu sér það hlutskipti að ganga úr Evrópusambandinu í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. 24. júní 2016 06:25
Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15