Arnór Sveinn: Vorum allir farnir í háttinn fyrir tíu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. júní 2016 22:27 Arnór Sveinn Aðalsteinsson. vísir/andri marinó „Fyrstu viðbrögð eru svo sem að þetta séu tvö stig töpuð en við tökum þetta stig samt klárlega,“ sagði fyrirliðinn Arnór Sveinn Aðalsteinsson eftir markalaust jafntefli Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn var mikill baráttuleikur og hálfdaufur framan af. Fyrsta klukkutímann var fátt um færi og fína drætti. Hins vegar hresstist upp á leikmenn eftir því sem leið á og síðustu mínúturnar voru nokkuð hressar. „Ég fann alveg það sama og þú að það var eins og það vantaði smá stemningu í leikmenn í upphafi. Ég kann enga skýringu á því en þannig var það.“ Oft á tíðum er það svo að þó áhorfendur hafi ekkert séð við leikina eru þjálfarar og leikmenn hæstánægðir með niðurstöðuna. Arnór segir að þetta gæti hafa verið einn af þeim leikjum. „Sumir leikir eru oft smá skák. Menn loka svæðum vel og eru að þreifa svolítið á hvor öðrum. Þetta var mikil barátta og í dag mættust tvö góð lið með góða einstaklinga. Þetta var einfaldlega jafnbaráttuleikur en mér fannst við hefðum getað tekið hann. Við hefðum átt að skapa smá meira.“ Aðspurður segir Arnór að það sé ekki séns að skrifa slappleikann í upphafi á þreytu vegna kosningasjónvarps í tengslum við Brexit. „Blessaður vertu. Við erum með svo agaðan hóp að það hafa allir farið í háttinn fyrir klukkan tíu undanfarna daga,“ segir fyrirliðinn að lokum. Brexit Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Valur 0-0 | Stöngin bjargaði Blikum Breiðablik og Valur gerðu markalaust jafntefli í 8. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 24. júní 2016 23:00 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
„Fyrstu viðbrögð eru svo sem að þetta séu tvö stig töpuð en við tökum þetta stig samt klárlega,“ sagði fyrirliðinn Arnór Sveinn Aðalsteinsson eftir markalaust jafntefli Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn var mikill baráttuleikur og hálfdaufur framan af. Fyrsta klukkutímann var fátt um færi og fína drætti. Hins vegar hresstist upp á leikmenn eftir því sem leið á og síðustu mínúturnar voru nokkuð hressar. „Ég fann alveg það sama og þú að það var eins og það vantaði smá stemningu í leikmenn í upphafi. Ég kann enga skýringu á því en þannig var það.“ Oft á tíðum er það svo að þó áhorfendur hafi ekkert séð við leikina eru þjálfarar og leikmenn hæstánægðir með niðurstöðuna. Arnór segir að þetta gæti hafa verið einn af þeim leikjum. „Sumir leikir eru oft smá skák. Menn loka svæðum vel og eru að þreifa svolítið á hvor öðrum. Þetta var mikil barátta og í dag mættust tvö góð lið með góða einstaklinga. Þetta var einfaldlega jafnbaráttuleikur en mér fannst við hefðum getað tekið hann. Við hefðum átt að skapa smá meira.“ Aðspurður segir Arnór að það sé ekki séns að skrifa slappleikann í upphafi á þreytu vegna kosningasjónvarps í tengslum við Brexit. „Blessaður vertu. Við erum með svo agaðan hóp að það hafa allir farið í háttinn fyrir klukkan tíu undanfarna daga,“ segir fyrirliðinn að lokum.
Brexit Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Valur 0-0 | Stöngin bjargaði Blikum Breiðablik og Valur gerðu markalaust jafntefli í 8. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 24. júní 2016 23:00 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Valur 0-0 | Stöngin bjargaði Blikum Breiðablik og Valur gerðu markalaust jafntefli í 8. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 24. júní 2016 23:00