Aðeins rúmlega 3000 íslenskir stuðningsmenn verða í Nice á morgun en leikvangurinn tekur um 35 þúsund manns. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði var spurður út í þessa staðreynd á blaðamannafundinum í Nice í dag.
„Við finnum til með stuðningsmönnum okkar heima á Íslandi,“ sagði Aron Einar varðandi fámennan hóp Íslendinga á áhorfendapöllunum annað kvöld.
Aron Einar lýsti því hvernig þeir yrðu varir við ósátta stuðningsmenn Íslands sem komast ekki til Nice, vegna samgönguvandamála eða miðamála, á samfélagsmiðlum á netinu. Það væri hins vegar þeirra að klára dæmið.
„Við þurfum að fara út á völlinn og berjast.“
Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).
Aron Einar: Við finnum til með stuðningsmönnunum á Íslandi

Tengdar fréttir

Svona var blaðamannafundur strákanna okkar í Nice | Myndband
Okkar menn sitja fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í Nice.

Strákarnir byrjaðir að æfa vítaspyrnur
"Sumar voru góðar og aðrar ekki jafngóðar,“ sagði Lars Lagerbäck