Hlutabréf í bílafyrirtækjum hríðfalla í kjölfar Brexit Finnur Thorlacius skrifar 27. júní 2016 09:26 Hlutabréfaverð í mörgum bílafyrirtækjum hafa hríðfallið í kjölfar Brexit. Þau eru ýmis áhrifin sem tilvonandi brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu hafa. Miklar hræringar hafa orðið á hlutabréfamörkuðum síðan úrslitin voru kunn og hafa bílaframleiðendur heimsins ekki farið varhluta af því. Miklar lækkanir hafa orðið hjá þeim flestum og Fiat Chrysler Automobiles orðið harðast úti en hlutabréf þess féllu um 12,3%. Hlutabréf Toyota féllu um 8,6%, Nissan um 8,1%, Ford um 5,9%, Volkswagen um 5,5%, Honda um 4,5%, General Motors 3,8%, Tesla um 1,8% og Hyundai um 1,0%. Það eru því alls ekki bara í breskum bílafyrirtækjum sem hlutabréf hafa lækkað, en mörg þau bílafyrirtæki sem framleiða bíla í Bretlandi eru erlend og flest bresku bílamerkin eru í eigu annarra erlendra bílaframleiðenda. Hlutabréf í mörgum stórum fyrirtækjum sem selja íhluti í bíla féllu einnig hressilega og dæmi um það eru BorgWarner (-10,2%), Tenneco (10,5%) Delphi (10,6%) og Penske (10,2%). Brexit Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Innlent
Þau eru ýmis áhrifin sem tilvonandi brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu hafa. Miklar hræringar hafa orðið á hlutabréfamörkuðum síðan úrslitin voru kunn og hafa bílaframleiðendur heimsins ekki farið varhluta af því. Miklar lækkanir hafa orðið hjá þeim flestum og Fiat Chrysler Automobiles orðið harðast úti en hlutabréf þess féllu um 12,3%. Hlutabréf Toyota féllu um 8,6%, Nissan um 8,1%, Ford um 5,9%, Volkswagen um 5,5%, Honda um 4,5%, General Motors 3,8%, Tesla um 1,8% og Hyundai um 1,0%. Það eru því alls ekki bara í breskum bílafyrirtækjum sem hlutabréf hafa lækkað, en mörg þau bílafyrirtæki sem framleiða bíla í Bretlandi eru erlend og flest bresku bílamerkin eru í eigu annarra erlendra bílaframleiðenda. Hlutabréf í mörgum stórum fyrirtækjum sem selja íhluti í bíla féllu einnig hressilega og dæmi um það eru BorgWarner (-10,2%), Tenneco (10,5%) Delphi (10,6%) og Penske (10,2%).
Brexit Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Innlent