Tónlist

Bein útsending: Björk opnar sýningu í Tókýó

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá opnun sýningarinnar í Sidney í síðasta mánuði.
Frá opnun sýningarinnar í Sidney í síðasta mánuði. vísir/getty
Klukkan 12 hefst bein útsending frá opnun á stafrænni sýningu Bjarkar Guðmundsdóttir í Tókýó.

Sýningin heitir BJÖRK DIGITAL og fer nú um heiminn en hún var fyrst sett upp í Sidney í Ástralíu í seinasta mánuði. Sýningin samanstendur af myndböndum í sýndarveruleika , hljóðlistaverkum , kvikmyndasal og boðið upp á að spila á spjaldtölvur og sérsmíðuðuð þartilgerð hljóðfæri . Efnið á BJORK DIGITAL hefur verið unnið af Björk og einhverjum færustu kvikmyndaleikstjórum , listamönnum og forriturum samtímans.

Við opnun sýningarinnar í dag mun Björk flytja lagið Quicksand af nýjustu plötu sinni Vulnicura sem kom út í fyrra í beinni útsendingu í nokkurs konar sýndarveruleika.

Fylgjast má með útsendingunni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×