Þingmenn Verkamannaflokksins hafa lýst yfir vantrausti á Jeremy Corbyn, leiðtoga flokksins. 172 þingmenn flokksins kusu með vantrausttillögunni, 40 á móti henni, 4 atkvæði voru ógild og 13 greiddu ekki atkvæði.
Corbyn tók við flokknum síðasta haust og hefur fylgi flokksins dalað síðan þá. Margir þingmenn flokksins hafa gagnrýnt leiðtogahæfni Corbyn í Brexit-kosningunum. Frá því á sunnudaginn hafa að minnstk kosti átján skuggamálaráðherrar Verkamannaflokksins sagt af sér.
Vantrausti var lýst yfir á Iain Duncan Smith, leiðtoga Íhaldsflokksins, árið 2003 þegar 90 kusu með og 75 gegn og sagði hann af sér í kjölfarið. Hann þurfti að segja af sér vegna þessa þar sem reglur flokksis segja til um það. Hins vegar eru engar slíkar reglur hjá Verkamannaflokknum og því þarf Corbyn ekki að segja af sér.
Þingmenn Verkamannaflokksins lýsa yfir vantrausti á Corbyn

Tengdar fréttir

Reyna að koma í veg fyrir Brexit
Milljónir Breta krefjast annarra kosninga um áframhaldandi viðveru Bretlands í Evrópusambandinu. Æðsti ráðherra Skotlands íhugar að beita neitunarvaldi gegn Brexit.