Ikea innkallar Malm-kommóður í Norður-Ameríku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. júní 2016 17:10 MALM-kommóða. Innköllunin á ekki við á Íslandi. Mynd/IKEA Ikea hefur ákveðið að innkalla 29 milljónir Malm-kommóða í Bandaríkjunum og Kanada í kjölfar þess að þrjú börn létust í Bandaríkjunum þar sem Malm-kommóða valt og lenti á barninu. Kommóðan hefur nú verið tekin úr sölu í Norður-Ameríku en upphaflega hafði Ikea hvatt viðskiptavini sína upp við vegg með þar til gerðum festingum. Kommóðan er ein mest selda kommóða í heimi og hefur til að mynda notið mikilla vinsælda á Íslandi. Innköllunin á þó ekki við hér á landi heldur aðeins í Norður-Ameríku. „Það er verið að selja þessar sömu kommóður úti um allan heim eftir því sem ég best veit en nú hefur Ikea í Bandaríkjunum sem sagt tekið ákvörðun í samráði við yfirvöld þar um að innkalla þær,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi í samtali við Vísi. Að hans sögn er í innkölluninni vitnað til staðals sem aðeins er til í Bandaríkjunum og er ætlaður fyrir frístandandi húsgögn. Ekki er þó hægt að hengja sig á staðalinn varðandi lög þar sem um svokallaðan tilmælisstaðal að ræða. „Malm-kommóðan er, eins og flestar kommóður Ikea, hugsuð til þess að standa upp við vegg en ekki frístandandi úti á miðju gólfi. Við höfum því verið að hvetja fólk til þess að festa þær með þar til gerðum festingum við vegg, eins og ýmis önnur húsgögn sem Ikea framleiðir og selur, enda setur fyrirtækið öryggi á heimilinu á oddinn,“ segir Þórarinn. Hann segir ekki vitað um önnur dauðsföll en þessi þrjú í Bandaríkjunum vegna Malm-kommóðunnar en í frétt BBC um málið kemur fram að auk dauðsfallanna hafi verið tilkynnt um 41 slys vegna kommóðunnar. Tengdar fréttir Minnti á „Black Friday“: Rifist um kommóður í IKEA 800 kommóður seldust á 25 mínútum. 26. apríl 2016 12:48 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ikea hefur ákveðið að innkalla 29 milljónir Malm-kommóða í Bandaríkjunum og Kanada í kjölfar þess að þrjú börn létust í Bandaríkjunum þar sem Malm-kommóða valt og lenti á barninu. Kommóðan hefur nú verið tekin úr sölu í Norður-Ameríku en upphaflega hafði Ikea hvatt viðskiptavini sína upp við vegg með þar til gerðum festingum. Kommóðan er ein mest selda kommóða í heimi og hefur til að mynda notið mikilla vinsælda á Íslandi. Innköllunin á þó ekki við hér á landi heldur aðeins í Norður-Ameríku. „Það er verið að selja þessar sömu kommóður úti um allan heim eftir því sem ég best veit en nú hefur Ikea í Bandaríkjunum sem sagt tekið ákvörðun í samráði við yfirvöld þar um að innkalla þær,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi í samtali við Vísi. Að hans sögn er í innkölluninni vitnað til staðals sem aðeins er til í Bandaríkjunum og er ætlaður fyrir frístandandi húsgögn. Ekki er þó hægt að hengja sig á staðalinn varðandi lög þar sem um svokallaðan tilmælisstaðal að ræða. „Malm-kommóðan er, eins og flestar kommóður Ikea, hugsuð til þess að standa upp við vegg en ekki frístandandi úti á miðju gólfi. Við höfum því verið að hvetja fólk til þess að festa þær með þar til gerðum festingum við vegg, eins og ýmis önnur húsgögn sem Ikea framleiðir og selur, enda setur fyrirtækið öryggi á heimilinu á oddinn,“ segir Þórarinn. Hann segir ekki vitað um önnur dauðsföll en þessi þrjú í Bandaríkjunum vegna Malm-kommóðunnar en í frétt BBC um málið kemur fram að auk dauðsfallanna hafi verið tilkynnt um 41 slys vegna kommóðunnar.
Tengdar fréttir Minnti á „Black Friday“: Rifist um kommóður í IKEA 800 kommóður seldust á 25 mínútum. 26. apríl 2016 12:48 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Minnti á „Black Friday“: Rifist um kommóður í IKEA 800 kommóður seldust á 25 mínútum. 26. apríl 2016 12:48