Upp fyrir Wales á síðasta kvöldinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2016 06:30 Strákarnir okkar á æfingu í Annecy. vísir/afp Ísland er ein af fimm þjóðum sem eru á leiðinni á sitt fyrsta Evrópumót karla í fótbolta. Þegar Ísland hefur leik eftir fimm daga hafa Wales, Albanía, Slóvakía og Norður-Írland öll spilað sinn fyrsta leik í úrslitakeppni EM. Ísland verður því sá nýliði sem hefur þurft að bíða lengst eftir að spila á EM frá því að sætið var tryggt. Þegar strákarnir ganga út á völlinn í Saint-Étienne verða liðnir 282 dagar frá sunnudagskvöldinu í Laugardalnum þegar stig á móti Kasakstan skilaði Íslandi inn á EM. Íslenska landsliðið hefur spilað ellefu landsleiki á þessum tíma eða landsleik á 26 daga fresti. Hinar þjóðirnar hafa einnig spilað fullt af landsleikjum á þessum dögum milli þess að sætið var tryggt og að EM hefst. Það er fróðlegt að bera saman árangur nýliðanna fimm frá stóra deginum. Allir voru þeir að upplifa stóra stund í knattspyrnusögu sinnar þjóðar.graf/fréttablaðiðEkki afsökun en hluti af skýringu Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa verið að duglegir að prófa ýmsa leikmenn og Ísland hefur aldrei byrjað með það lið sem er líklegast til að ganga út á völlinn á móti Portúgal. Það er ekki afsökun en hluti af skýringunni á því að Ísland hefur tapað jafn mörgum leikjum og raunin er. Það þarf ekki að koma á óvart að Ísland sé neðarlega á listanum yfir árangur þjóðanna í þessum leikjum. Sigurinn á Liechtenstein á mánudagskvöldið sá hins vegar til þess að Ísland rekur ekki lestina. Það kemur í hlut Gareths Bale og félaga í velska landsliðinu. Ísland vann lokaleikinn sinn en Wales tapaði aftur á móti tveimur síðustu leikjum sínum og hefur ekki unnuð leik síðan liðið vann Andorra 2-0 í október.Alltof mörg mörk á sig Ísland er kannski í 4. sæti yfir árangur en liðið er aftur á móti í neðsta sæti þegar kemur að mörkum fengnum á sig. Ísland hefur fengið á sig tvö mörk að meðaltali í leik í þessum ellefu leikjum. Allt aðra sögu er að segja af liðum Slóvakíu og Norður-Írlands en hvorugt þeirra hefur tapað leik síðan þau tryggðu sig inn á EM. Slóvakar eru með aðeins betri árangur og meðal liða sem þeir hafa unnið er Ísland og heimsmeistarar Þýskalands. Það vill svo til að Slóvakar mæta Wales í fyrsta leik sínum á laugardaginn, liðið með besta árangurinn á móti liðinu með þann versta. Strákarnir hafa lofað íslensku þjóðinni að mæta til leiks á EM eins og liðið í undankeppninni en ekki liðið í vináttulandsleikjunum. Nú er bara að vona að strákarnir geti staðið við það og við sjáum aftur liðið sem vann Tékka og Hollendinga á síðasta ári. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Hægt að borða íslenska landsliðsbúninginn í Annecy Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er með höfuðstöðvar sínar í Annecy á meðan íslenska liðið er að keppa á Evrópumótinu í Frakklandi. 9. júní 2016 17:00 Gylfi: Algjör skandall fyrir Portúgal ef þeir tapa stigum á móti Íslandi "Það væri fínt að vinna einhverja leiki," segir Gylfi Þór Sigurðsson aðspurður um hvað hann vilji sjá íslenska landsliðið gera á Evrópumótinu í Frakklandi. EM hefst á morgun en fyrsti leikur Íslands er á þriðjudaginn kemur. 9. júní 2016 12:00 Kolbeinn: Erum góðir gegn toppliðunum "Stemningin er alltaf góð í þessum hóp. Það er gott að vera kominn,“ segir framherjinn Kolbeinn Sigþórsson en landsliðið er komið til Annecy í Frakklandi eins og flestum ætti að vera kunnugt um. 9. júní 2016 11:00 Ísland fimmtánda besta liðið á EM samkvæmt ESPN | Ungverjar slakastir Í tilefni af því að EM hefst á morgun með opnunarleik Frakka og Rúmena fékk ESPN blaðamanninn Miguel Delaney til að raða liðunum 24 sem taka þátt í Frakklandi í röð eftir styrkleika. 9. júní 2016 17:45 Eiður Smári í úrvalsliði UEFA skipað eldri leikmönnum Eiður Smári Guðjohnsen, reyndasti leikmaðurinn í íslenska hópnum, er í draumaliði UEFA skipuðu leikmönnum 35 ára og eldri sem taka þátt á EM. 9. júní 2016 15:00 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Ísland er ein af fimm þjóðum sem eru á leiðinni á sitt fyrsta Evrópumót karla í fótbolta. Þegar Ísland hefur leik eftir fimm daga hafa Wales, Albanía, Slóvakía og Norður-Írland öll spilað sinn fyrsta leik í úrslitakeppni EM. Ísland verður því sá nýliði sem hefur þurft að bíða lengst eftir að spila á EM frá því að sætið var tryggt. Þegar strákarnir ganga út á völlinn í Saint-Étienne verða liðnir 282 dagar frá sunnudagskvöldinu í Laugardalnum þegar stig á móti Kasakstan skilaði Íslandi inn á EM. Íslenska landsliðið hefur spilað ellefu landsleiki á þessum tíma eða landsleik á 26 daga fresti. Hinar þjóðirnar hafa einnig spilað fullt af landsleikjum á þessum dögum milli þess að sætið var tryggt og að EM hefst. Það er fróðlegt að bera saman árangur nýliðanna fimm frá stóra deginum. Allir voru þeir að upplifa stóra stund í knattspyrnusögu sinnar þjóðar.graf/fréttablaðiðEkki afsökun en hluti af skýringu Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa verið að duglegir að prófa ýmsa leikmenn og Ísland hefur aldrei byrjað með það lið sem er líklegast til að ganga út á völlinn á móti Portúgal. Það er ekki afsökun en hluti af skýringunni á því að Ísland hefur tapað jafn mörgum leikjum og raunin er. Það þarf ekki að koma á óvart að Ísland sé neðarlega á listanum yfir árangur þjóðanna í þessum leikjum. Sigurinn á Liechtenstein á mánudagskvöldið sá hins vegar til þess að Ísland rekur ekki lestina. Það kemur í hlut Gareths Bale og félaga í velska landsliðinu. Ísland vann lokaleikinn sinn en Wales tapaði aftur á móti tveimur síðustu leikjum sínum og hefur ekki unnuð leik síðan liðið vann Andorra 2-0 í október.Alltof mörg mörk á sig Ísland er kannski í 4. sæti yfir árangur en liðið er aftur á móti í neðsta sæti þegar kemur að mörkum fengnum á sig. Ísland hefur fengið á sig tvö mörk að meðaltali í leik í þessum ellefu leikjum. Allt aðra sögu er að segja af liðum Slóvakíu og Norður-Írlands en hvorugt þeirra hefur tapað leik síðan þau tryggðu sig inn á EM. Slóvakar eru með aðeins betri árangur og meðal liða sem þeir hafa unnið er Ísland og heimsmeistarar Þýskalands. Það vill svo til að Slóvakar mæta Wales í fyrsta leik sínum á laugardaginn, liðið með besta árangurinn á móti liðinu með þann versta. Strákarnir hafa lofað íslensku þjóðinni að mæta til leiks á EM eins og liðið í undankeppninni en ekki liðið í vináttulandsleikjunum. Nú er bara að vona að strákarnir geti staðið við það og við sjáum aftur liðið sem vann Tékka og Hollendinga á síðasta ári.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Hægt að borða íslenska landsliðsbúninginn í Annecy Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er með höfuðstöðvar sínar í Annecy á meðan íslenska liðið er að keppa á Evrópumótinu í Frakklandi. 9. júní 2016 17:00 Gylfi: Algjör skandall fyrir Portúgal ef þeir tapa stigum á móti Íslandi "Það væri fínt að vinna einhverja leiki," segir Gylfi Þór Sigurðsson aðspurður um hvað hann vilji sjá íslenska landsliðið gera á Evrópumótinu í Frakklandi. EM hefst á morgun en fyrsti leikur Íslands er á þriðjudaginn kemur. 9. júní 2016 12:00 Kolbeinn: Erum góðir gegn toppliðunum "Stemningin er alltaf góð í þessum hóp. Það er gott að vera kominn,“ segir framherjinn Kolbeinn Sigþórsson en landsliðið er komið til Annecy í Frakklandi eins og flestum ætti að vera kunnugt um. 9. júní 2016 11:00 Ísland fimmtánda besta liðið á EM samkvæmt ESPN | Ungverjar slakastir Í tilefni af því að EM hefst á morgun með opnunarleik Frakka og Rúmena fékk ESPN blaðamanninn Miguel Delaney til að raða liðunum 24 sem taka þátt í Frakklandi í röð eftir styrkleika. 9. júní 2016 17:45 Eiður Smári í úrvalsliði UEFA skipað eldri leikmönnum Eiður Smári Guðjohnsen, reyndasti leikmaðurinn í íslenska hópnum, er í draumaliði UEFA skipuðu leikmönnum 35 ára og eldri sem taka þátt á EM. 9. júní 2016 15:00 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Hægt að borða íslenska landsliðsbúninginn í Annecy Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er með höfuðstöðvar sínar í Annecy á meðan íslenska liðið er að keppa á Evrópumótinu í Frakklandi. 9. júní 2016 17:00
Gylfi: Algjör skandall fyrir Portúgal ef þeir tapa stigum á móti Íslandi "Það væri fínt að vinna einhverja leiki," segir Gylfi Þór Sigurðsson aðspurður um hvað hann vilji sjá íslenska landsliðið gera á Evrópumótinu í Frakklandi. EM hefst á morgun en fyrsti leikur Íslands er á þriðjudaginn kemur. 9. júní 2016 12:00
Kolbeinn: Erum góðir gegn toppliðunum "Stemningin er alltaf góð í þessum hóp. Það er gott að vera kominn,“ segir framherjinn Kolbeinn Sigþórsson en landsliðið er komið til Annecy í Frakklandi eins og flestum ætti að vera kunnugt um. 9. júní 2016 11:00
Ísland fimmtánda besta liðið á EM samkvæmt ESPN | Ungverjar slakastir Í tilefni af því að EM hefst á morgun með opnunarleik Frakka og Rúmena fékk ESPN blaðamanninn Miguel Delaney til að raða liðunum 24 sem taka þátt í Frakklandi í röð eftir styrkleika. 9. júní 2016 17:45
Eiður Smári í úrvalsliði UEFA skipað eldri leikmönnum Eiður Smári Guðjohnsen, reyndasti leikmaðurinn í íslenska hópnum, er í draumaliði UEFA skipuðu leikmönnum 35 ára og eldri sem taka þátt á EM. 9. júní 2016 15:00