Hótelið Les Trésoms í Annecy er viðverustaður karlalandsliðsins í knattspyrnu á meðan á EM stendur. Strákarnir okkar eru með hótelið útaf fyrir sig og buðu íslenskum fjölmiðlamönnum að kíkja í heimsókn síðdegis í dag.
Afar ströng öryggisgæsla er í kringum hótel strákanna en íslenska pressan var sótt á sitt hótel og ekið í rútu landsliðsins á hótelið sem er í hinum enda bæjarins. Þar fer vel um okkar menn, þeir voru afslappaðir og spiluðu pool, Playstation, voru í nuddi og horfðu á leiki á EM milli þess sem þeir spjölluðu við blaðamennina.
Hótelið er hið glæsilegasta og greinilegt á strákunum að þeir eru ánægðir með aðstæður. Útsýnið yfir bæinn er einstakt, þeir geta látið eins og heima hjá sér enda engir aðrir gestir á hótelinu. Sólin skein þegar blaðamenn litu við en á hótelinu má meðal annars finna glæsilega sundlaug og púttvöll sem var gerður sérstaklega fyrir strákana.
Heimsóknin varði í klukkustund og nýtti Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tímann vel og tók meðfylgjandi myndir.
Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið




„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn



Sár Verstappen hótar sniðgöngu
Formúla 1


„Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“
Enski boltinn
