Alfreð: Sjálfstraust er ekki eitthvað sem maður tínir upp af götunni Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júní 2016 13:00 Birkir Bjarnason og Alfreð Finnbogason koma báðir sjóðheitir á EM. vísir/vilhelm Alfreð Finnbogason og Birkir Bjarnason sögðust báðir vera fullir sjálfstrausts fyrir komandi átök á EM í fótbolta en íslenska liðið mætir Portúgal í fyrsta leik í St. Étienne á þriðjudagskvöldið. Leikmennirnir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í Annecy í dag ásamt Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfara. Báðum gekk vel með félagsliðum sínum í aðdraganda mótsins og það skiptir máli.Sjá einnig:EM í dag: Hótelhittingur og bullurnar í Marseille Birkir gekk í raðir Basel síðasta sumar frá Pescara á Ítalíu og spilaði stórvel. Hann skoraði tíu mörk af miðjunni í 29 deildarleikjum og þrettán mörk í heildina. „Það er gott fyrir sjálfstraustið að mæta á svona mót eftir góða leiktíð. Það gefur manni mikið,“ sagði Birkir Bjarnason sem varð svissneskur meistari með Basel á síðustu leiktíð. Alfreð komst aftur almennilega á skrið á sínum ferli eftir áramót þegar hann var keyptur til þýska liðsins Augsburg. Eftir erfitt hálft annað ár hjá Real Sociedad og Olympiacos byrjaði Alfreð að raða inn mörkunum á nýjan leik. Hann skoraði sjö mörk í fjórtán leikjum og var ein helsta ástæða þess að Augsburg hélt sæti sínu í þýsku 1. deildinni. Alfreð skoraði ekki bara mörk heldur mikilvæg mörk sem tryggði Augsburg mikilvæg stig í fallbaráttunni. „Ég tek undir með Birki að það gefur manni sjálfstraust að koma inn á svona mót eftir góða leiktíð,“ sagði Alfreð. „Sjálfstraust er ekki eitthvað sem maður tínir upp af götunni. Ef ég tala bara fyrir sjálfan mig þá líður mér mjög vel og ég hef verið að skora mörk,“ sagði Alfreð Finnbogason.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Ronaldo verður upp á sitt besta á EM - bara ekki gegn Íslandi“ Lars Lagerbäck skilur vel þá ákvörðun að gefa Cristiano Ronaldo vikufrí frá undirbúningi portúgalska landsliðsins á EM. 12. júní 2016 13:30 Lars: Ég gerði mistök fyrir leikinn í Zagreb "Með svo stuttan tíma gáfum við röngum hlutum forgang,“ sagði Lars. 12. júní 2016 10:30 EM dagbók: Spræt er ekki sprít og fjörutíu er ekki fjórtán Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 12. júní 2016 10:00 Svona var blaðamannafundur strákanna okkar í dag | Myndband Vísir var með beina textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í fótbolta. 12. júní 2016 09:15 Alfreð: Höfum talað um U-21 mótið í Danmörku Margir úr íslenska landsliðinu muna vel eftir fyrsta leiknum á EM U-21 mótinu í Danmörku. 12. júní 2016 09:00 Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjá meira
Alfreð Finnbogason og Birkir Bjarnason sögðust báðir vera fullir sjálfstrausts fyrir komandi átök á EM í fótbolta en íslenska liðið mætir Portúgal í fyrsta leik í St. Étienne á þriðjudagskvöldið. Leikmennirnir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í Annecy í dag ásamt Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfara. Báðum gekk vel með félagsliðum sínum í aðdraganda mótsins og það skiptir máli.Sjá einnig:EM í dag: Hótelhittingur og bullurnar í Marseille Birkir gekk í raðir Basel síðasta sumar frá Pescara á Ítalíu og spilaði stórvel. Hann skoraði tíu mörk af miðjunni í 29 deildarleikjum og þrettán mörk í heildina. „Það er gott fyrir sjálfstraustið að mæta á svona mót eftir góða leiktíð. Það gefur manni mikið,“ sagði Birkir Bjarnason sem varð svissneskur meistari með Basel á síðustu leiktíð. Alfreð komst aftur almennilega á skrið á sínum ferli eftir áramót þegar hann var keyptur til þýska liðsins Augsburg. Eftir erfitt hálft annað ár hjá Real Sociedad og Olympiacos byrjaði Alfreð að raða inn mörkunum á nýjan leik. Hann skoraði sjö mörk í fjórtán leikjum og var ein helsta ástæða þess að Augsburg hélt sæti sínu í þýsku 1. deildinni. Alfreð skoraði ekki bara mörk heldur mikilvæg mörk sem tryggði Augsburg mikilvæg stig í fallbaráttunni. „Ég tek undir með Birki að það gefur manni sjálfstraust að koma inn á svona mót eftir góða leiktíð,“ sagði Alfreð. „Sjálfstraust er ekki eitthvað sem maður tínir upp af götunni. Ef ég tala bara fyrir sjálfan mig þá líður mér mjög vel og ég hef verið að skora mörk,“ sagði Alfreð Finnbogason.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Ronaldo verður upp á sitt besta á EM - bara ekki gegn Íslandi“ Lars Lagerbäck skilur vel þá ákvörðun að gefa Cristiano Ronaldo vikufrí frá undirbúningi portúgalska landsliðsins á EM. 12. júní 2016 13:30 Lars: Ég gerði mistök fyrir leikinn í Zagreb "Með svo stuttan tíma gáfum við röngum hlutum forgang,“ sagði Lars. 12. júní 2016 10:30 EM dagbók: Spræt er ekki sprít og fjörutíu er ekki fjórtán Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 12. júní 2016 10:00 Svona var blaðamannafundur strákanna okkar í dag | Myndband Vísir var með beina textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í fótbolta. 12. júní 2016 09:15 Alfreð: Höfum talað um U-21 mótið í Danmörku Margir úr íslenska landsliðinu muna vel eftir fyrsta leiknum á EM U-21 mótinu í Danmörku. 12. júní 2016 09:00 Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjá meira
„Ronaldo verður upp á sitt besta á EM - bara ekki gegn Íslandi“ Lars Lagerbäck skilur vel þá ákvörðun að gefa Cristiano Ronaldo vikufrí frá undirbúningi portúgalska landsliðsins á EM. 12. júní 2016 13:30
Lars: Ég gerði mistök fyrir leikinn í Zagreb "Með svo stuttan tíma gáfum við röngum hlutum forgang,“ sagði Lars. 12. júní 2016 10:30
EM dagbók: Spræt er ekki sprít og fjörutíu er ekki fjórtán Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 12. júní 2016 10:00
Svona var blaðamannafundur strákanna okkar í dag | Myndband Vísir var með beina textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í fótbolta. 12. júní 2016 09:15
Alfreð: Höfum talað um U-21 mótið í Danmörku Margir úr íslenska landsliðinu muna vel eftir fyrsta leiknum á EM U-21 mótinu í Danmörku. 12. júní 2016 09:00